Fótbolti

Rúnar Alex tekinn út vegna bakmeiðsla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar ver frá Ousmane Dembélé
Rúnar ver frá Ousmane Dembélé vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson byrjaði í marki Íslands gegn Frökkum en fór út af í hálfleik. Erik Hamrén sagði það ekki hafa verið taktíska ákvörðun heldur hafi markmaðurinn ungi meiðst í baki.

Hannes Þór Halldórsson kom í markið í hálfleik eftir fína frammistöðu Rúnars í fyrri hálfleik. Í viðtali eftir leikinn sagði landsliðsþjálfarinn að ástæða skiptingarinnar hafi verið meiðsli.

„Margt jákvætt við þennan leik, en því miður einhver meiðsli, sjáum hversu slæm þau eru. Við þurftum að skipta út Alex, hann meiddist í baki,“ sagði Svíinn.

Hann sagði fleiri leikmenn eiga í meiðslavandræðum, Birkir Már Sævarsson fór út af í seinni hálfleik og hélt um lærið á sér. Arnór Ingvi Traustason fékk einnig högg á bakið í fyrri hálfleik.

Staðan á þeim leikmönnum sem eiga við einhver meiðsli að stríða verður tekin á morgun og laugardag.

Ísland leikur mikilvægan leik við Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli á mánudagskvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×