Ásmundur horfir til Finnlands í húsnæðismálum Kristín Ólafsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 28. október 2018 14:03 Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Koma á samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga til að fjölga íbúðum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur Sprengisands í morgun. Hann sagði þar að vinna sé hafin við að koma af stað þjóðarátaki í húsnæðismálum. Hann hefur fundað með nokkrum sveitarfélögum og óskað eftir samstarfi. „Það þarf miklu meira framboð af lóðum. Ekki bara hér í Reykjavík heldur á stórhöfuðborgarsvæðinu, og þá tala ég um einhvern 70 til 80 kílómetra radíus við Reykjavík. Þetta er allt orðið eitt atvinnusvæði og þarna erum við byrjuð að hefja samtal við sveitarfélögin á þessu svæði, um að menn geti náð saman um það, að gera einhvers konar samning um að við tryggjum ákveðið lóðaframboð með ákveðnum skilyrðum og ríkisvaldið komi að því, þannig að á næstu árum takist okkur að stuðla að nægu framboði.“ Í Finnlandi var þjóðarátaki komið af stað í þessum málum og hefur Ásmundur viljað fara svipaðar leiðir. „Ég var úti í Finnlandi m.a. til að kynna mér það hvernig þeim hefur tekist að halda niðri fasteignaverði. Þeir gerðu það með því að ríkisvaldið hafði frumkvæði að því að kalla til sín öll sveitarfélög og alla helstu hagsmunaaðila, leigufélög og svo framvegis. Það var gerður samningur á milli allra sveitarfélaga á stór-Helsinkisvæðinu við ríkisvaldið.“ Í kjölfar fundarins hóf Ásmundur samstarf við Finna. Hann segir nauðsynlegt að ná sáttum í þessum málum því algengt sé að ríki og sveitarfélög bendi hvort á annað varðandi ábyrgðina. „Næstu tíu, fimmtán árin þarf að byggja jafnmikið og er byggt á þessu ári, 2000-2500 nýjar íbúðir. Við erum ekki að tryggja nægilegar lóðir sem samfélag, og þá er ég að tala um allt stór-Reykjavíkursvæðið til þess að geta gert slíkt. Þannig að hugsun mín er sú að kalla alla þarna að borðinu. Nú hef ég ábyrgð á málaflokknum húsnæðismál, og við erum að styrkja inni í ráðuneytinu, en lóðirnar eru hjá sveitarfélögunum, og það er lykilatriði ef við getum kallað alla þessa aðila að borðinu og sagt: Heyrðu, eru menn ekki tilbúnir í þennan leiðangur.“ Húsnæðismál Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Koma á samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga til að fjölga íbúðum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur Sprengisands í morgun. Hann sagði þar að vinna sé hafin við að koma af stað þjóðarátaki í húsnæðismálum. Hann hefur fundað með nokkrum sveitarfélögum og óskað eftir samstarfi. „Það þarf miklu meira framboð af lóðum. Ekki bara hér í Reykjavík heldur á stórhöfuðborgarsvæðinu, og þá tala ég um einhvern 70 til 80 kílómetra radíus við Reykjavík. Þetta er allt orðið eitt atvinnusvæði og þarna erum við byrjuð að hefja samtal við sveitarfélögin á þessu svæði, um að menn geti náð saman um það, að gera einhvers konar samning um að við tryggjum ákveðið lóðaframboð með ákveðnum skilyrðum og ríkisvaldið komi að því, þannig að á næstu árum takist okkur að stuðla að nægu framboði.“ Í Finnlandi var þjóðarátaki komið af stað í þessum málum og hefur Ásmundur viljað fara svipaðar leiðir. „Ég var úti í Finnlandi m.a. til að kynna mér það hvernig þeim hefur tekist að halda niðri fasteignaverði. Þeir gerðu það með því að ríkisvaldið hafði frumkvæði að því að kalla til sín öll sveitarfélög og alla helstu hagsmunaaðila, leigufélög og svo framvegis. Það var gerður samningur á milli allra sveitarfélaga á stór-Helsinkisvæðinu við ríkisvaldið.“ Í kjölfar fundarins hóf Ásmundur samstarf við Finna. Hann segir nauðsynlegt að ná sáttum í þessum málum því algengt sé að ríki og sveitarfélög bendi hvort á annað varðandi ábyrgðina. „Næstu tíu, fimmtán árin þarf að byggja jafnmikið og er byggt á þessu ári, 2000-2500 nýjar íbúðir. Við erum ekki að tryggja nægilegar lóðir sem samfélag, og þá er ég að tala um allt stór-Reykjavíkursvæðið til þess að geta gert slíkt. Þannig að hugsun mín er sú að kalla alla þarna að borðinu. Nú hef ég ábyrgð á málaflokknum húsnæðismál, og við erum að styrkja inni í ráðuneytinu, en lóðirnar eru hjá sveitarfélögunum, og það er lykilatriði ef við getum kallað alla þessa aðila að borðinu og sagt: Heyrðu, eru menn ekki tilbúnir í þennan leiðangur.“
Húsnæðismál Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira