Ekki liggur fyrir hve margir hafi verið um borð í þyrlunni eða hvort Srivaddhanaprabha hafi verið einn þeirra. Af myndböndum að dæma var viðbúnaðarstig hátt í kringum leikvanginn en mikill eldur blossaði upp þegar þyrlan skall til jarðar.
Í frétt Guardian segir að óstaðfestar fréttir hermi að Srivaddhanaprabha hafi verið um borð. Þetta segir sömuleiðis Ben Jacobs, blaðamaður ESPN, eftir að hafa rætt við fulltrúa fyrirtæksins King Power.
Sjónarvottar segjast hafa séð Kasper Schmeichel, markmann félagsins, hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð.
Spoken to King Power, who will release a statement tomorrow. #LCFC owner Vichai Srivaddhanaprabha was on-board the eight-seater helicopter to London. Failure, upon take off, resulted in a fire prior to a crash in the car park. No news on casualties. Prayers with #LCFC family
— Ben Jacobs (@JacobsBen) October 27, 2018
Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Leicester segir að verið sé að vinna úr atviki sem hafi komið upp rétt fyrir utan leikvanginn um klukkan 20:30 að staðartíma, um klukkustund eftir leikslok. Þyrlan á að hafa brotlent á bílastæðinu fyrir utan leikvanginn.
Í frétt BBC er haft eftir sjónarvottum að þyrlan hafi hrapað til jarðar „líkt og steinn“.
Srivaddhanaprabha ferðast með þyrlu til og frá leikjum Leicester en eftir þá leiki sem Leicester spilar á heimavelli fer Srivaddhanaprabha upp í þyrluna á miðjum leikvanginum.
Sky Sports segir frá því að Aiyawatt Srivaddhanaprabha, varaformaður stjórnar og sonur Vichai, hafi ekki verið um borð í þyrlunni. Sömu sögu sé að segja af John Rudkin, yfirmanni knattspyrnumála hjá Leicester City.

Srivaddhanaprabha er eigandi ferðafyrirtæksins King Power og keypti Leicester árið 2010 og gerðist í kjölfarið stjórnarformaður félagsins.
Leicester vann óvænt Englandsmeistaratitilinn tímabilið 2015-16 undir stjórn Ítalans Claudio Ranieri. Frakkinn Claude Puel er núverandi knattspyrnustjóri félagsins.
Fréttin hefur verið uppfærð.

Helicopter crash looks horrendous. Not sure yet if any, or how many casualties. Thoughts with everyone concerned. https://t.co/wtQ8jGMuUE
— Gary Lineker (@GaryLineker) October 27, 2018
Just hearing Leicester's owners helicopter crashed hope everyone is ok
— Emile Heskey (@EmileHeskeyUK) October 27, 2018
My God.. this Leicester City helicopter crash scene is horrific. pic.twitter.com/Gb7EJwlDB8
— Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2018
My thoughts and prayers are with all those involved in the helicopter accident at Leicester City.
— Pablo Zabaleta (@pablo_zabaleta) October 27, 2018
Thoughts & prayers for everyone concerned in Leicester helicopter crash... very sad and frightening..
— Benjamin Mendy (@benmendy23) October 27, 2018
— Harry Maguire (@HarryMaguire93) October 27, 2018
— Ndidi Wilfred (@Ndidi25) October 27, 2018
— Jamie Vardy (@vardy7) October 27, 2018
— Riyad Mahrez (@Mahrez22) October 27, 2018
Thoughts from all at the Premier League are with everyone affected by tonight's incident at @LCFC
— Premier League (@premierleague) October 27, 2018