Handbolti

Aðalsteinn Eyjólfsson að lifa drauminn í Þýskalandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson, handknattleiksþjálfari, kveðst nú vera kominn í draumastarfið eftir tíu ára þjálfaraferil í Þýskalandi en hann stýrir liði Erlangen sem situr í 13.sæti þýsku Bundesligunnar.

Aðalsteinn var hjá Huttenberg áður en hann tók við Erlangen en hann stýrði Huttenberg úr C-deildinni og upp í úrvalsdeild. Hann færði sig svo um set til Erlangen sem er félag með mun betri umgjörð.

,,Þetta er búið að vera tröppugangur og búið að ganga á ýmsu. Þetta hefur verið áhugaverður og lærdómsríkur tími. Ég setti mér þetta markmið þegar ég var ungur og leiðin hefur verið löng og strembin en skemmtileg. Ég var nógu klikkaður til að trúa því að þetta væri hægt," segir Aðalsteinn.



Innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×