Þýska tímaritið Der Spiegel hefur haldið áfram að birta fréttir um möguleg fjármálabrot enska og franska félagsins á rekstrarreglum UEFA fyrir knattspyrnufélög en bæði eru þau í eigu ríkra eiganda frá Mið-Austurlöndum.
Áður hafði blaðið sagt frá því að eigendur Manchester City og Paris Saint Germain hafi borgað veglega með styrktarsamningum til félagsins til að láta líta svo út að félagið væri að afla meiri tekna.
Nýjustu ásakanir þýska blaðsins snúa að greiðslu City til leikmanna í tengslum við ímyndarétt leikmanna. Leikmennirnir fengu borgað fyrir hann í gegnum skúffufyrirtæki og peningarnir komu því aldrei fram á reikningum tengdum Manchester City.
Allt þetta hjálpaði Manchester City og Paris Saint Germain að eyða miklu meira í leikmenn en önnur félög. Peningar eigendanna hjálpuðu vissulega til en með þessu töldu þeir sig komast hjá því að brjóta rekstrarreglurnar.
Reglur evrópska knattspyrnusambandsins um háttvísi í rekstri segja svo til um að félögin megi ekki eyða meiri peningum í leikmannakaup en þau afla sér.
Manchester City hit by more allegations over Uefa’s financial fair play rules https://t.co/mPbwRcT1ce By @seaningle
— Guardian sport (@guardian_sport) November 6, 2018
Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, hóta því nú að senda inn formlega kvörtun til evrópska knattspyrnusambandsins þar sem þeir kalla eftir því að Manchester City og Paris Saint Germain verði refsað fyrir meint svindl.
Joris Evers, talsmaður La Liga á Spáni, segist í samtali við BBC vonast eftir því að UEFA taki á brotum félaganna og fylgi eftir sínum reglum en viðurkennir jafnfram að hann hafi þó ekki fulla trú á því.
La Liga says Manchester City and Paris St-Germain "are cheating and should be sanctioned".
Full story
https://t.co/0bZi8lquTr#MCFCpic.twitter.com/4Vsg7KRt4n
— BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2018