Í færslunni segir hann slysið hafa verið sér mikið áfall sem það muni taka tíma í að vinna úr því. Þá segist hann ekki kvíða sjóprófum en ætli að bíða með allar yfirlýsingar þar til þeim er lokið. Hann þakkar yfirmönnum og bæjarstjóra Reykjanesbæjar ómetanlegan stuðning sem og sínum nánustu.
„Ég vil þakka ómetanlegan stuðning sem ég hef fengið frá yfirmanni mínum, bæjarstjóra, vinnufélögum, vinum, öllum þeim sem hafa hringt og sent mér skilaboð og fjölskylduna sem maður upplifir hvað er gott að eiga þegar maður lendir í svona hættu, hún dreif mig áfram eftir að skipið strandaði og allir voru komnir i öruggt skjól,“ segir Jón í færslunni.
Aðstæður í Helguvík voru erfiðar og sagði Guðmundur Helgi Önundarson, vettvangsstjóri hjá Landsbjörgu, að útlitið hafi verið svart í upphafi. Björgunaraðgerðir gengu þó betur en útlit var fyrir í fyrstu og voru áhafnarmeðlimir ásamt hafsögumanni sóttir með þyrlunni rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags.
Færslu Jóns má lesa í heild sinni hér að neðan.