Fundu nýlegan og risavaxinn loftsteinagíg undir Grænlandsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2018 16:38 Ísinn yfir gígnum er allt að kílómetra þykkur. Hann ber þess merki að eitthvað hafi raskað flæði hans verulega á pleistósentímabilinu. NASA/Cindy Starr Danskir vísindamenn hafa fundið yngsta þekkta loftsteinagíginn á jörðinni undir kílómetra þykkum ís á Grænlandi. Loftsteinagígurinn er sá fyrsti sem finnst undir jökli. Hann er svo nýlegur á jarðfræðilegan mælikvarða að hann gæti hafa myndast á síðustu ísöld. Gígurinn fannst undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Hann er um þrjú hundruð metra djúpur og 31 kílómetri að þvermáli, töluvert stærri að flatarmáli en stórborgin París. Líklegt er talið að þetta sé yngsti loftsteinagígur sem fundist hefur á jörðinni en hann er á meðal þeirra 25 stærstu sem þekktir eru. Það voru vísindamenn við Náttúruminjasafnið í Kaupmannahöfn sem komust fyrst á slóð gígsins árið 2015. Þeir komu auga á stóra hringlaga dæld undir jöklinum þegar þeir fóru yfir kort bandarísku geimsvísindastofnunarinnar af Grænlandi. Mynduðu þeir tilgátu um að loftsteinn hefði myndað dældina, ekki síst í ljósi þess að stórt brot úr loftsteini sem hafði fundist nærri jöklinum var til sýnis við safnið. Í kjölfarið flaug þýsk rannsóknarflugvél yfir Híavatajökulinn með öflugum radar sem kortlagði berggrunninn undir honum og þykkt, uppbyggingu og aldur íssins árið 2016. Í ljós kom að elsti ísinn var tiltölulega ungur á grænlenskan mælikvarða og bar merki þess að hafa orðið fyrir verulegu raski, jafnvel undir lok síðustu ísaldar. Í vettvangsferðum vísindamanna að jöklinum árið 2016 og 2017 fannst bergtegundin kvarts í framburði ár sem rennur undan jöklinum. Steindirnar báru vitni um gríðarlegan árekstur í fyrndinni.Brún Híavatajökulsins er hálfhringlaga þar sem ísinn flæðir fram yfir brún gígsins.NASA/John SonntagÍsinn hefði gufað upp samstundist og haft mikil áhrif á líf og loftslag Myndin sem vísindamennirnir hafa púslað saman úr vísbendingunum er að loftsteinn, allt að kílómetra breiður, hafi skollið á jöklinum. Vísindamennirnir geta þó ekki fullyrt með vissu hvenær áreksturinn átti sér stað nákvæmlega. Líklegast lenti loftsteinninn á Grænlandi á síðasta ísaldartímabili, pleistósentímabilinu, fyrir innan við þremur milljónum ára. Mögulega átti áreksturinn sér þó stað á síðustu ísöld fyrir aðeins 12.000 til 115.000 árum. Þá er einnig talið mögulegt að lofsteinninn hafi skollið á Grænlandi þegar það var þakið ís. Ísinn þar sem loftsteinninn skall niður hefði gufað samstundis upp og vatnið endað úti í hafinu. Þannig hefði loftslag jarðar og lífið á henni orðið fyrir verulegum áhrifum, að því er kemur fram í umfjöllun Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.New York Times segir að næstu skref vísindamanna verði að taka ískjarnasýni til að finna vísbendingar um nánari tímasetningu á árekstrinum og kanna hvernig hann hafði áhrif á loftslag jarðarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndband NASA á fundi loftsteinagígsins undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Grænland Norðurlönd Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira
Danskir vísindamenn hafa fundið yngsta þekkta loftsteinagíginn á jörðinni undir kílómetra þykkum ís á Grænlandi. Loftsteinagígurinn er sá fyrsti sem finnst undir jökli. Hann er svo nýlegur á jarðfræðilegan mælikvarða að hann gæti hafa myndast á síðustu ísöld. Gígurinn fannst undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Hann er um þrjú hundruð metra djúpur og 31 kílómetri að þvermáli, töluvert stærri að flatarmáli en stórborgin París. Líklegt er talið að þetta sé yngsti loftsteinagígur sem fundist hefur á jörðinni en hann er á meðal þeirra 25 stærstu sem þekktir eru. Það voru vísindamenn við Náttúruminjasafnið í Kaupmannahöfn sem komust fyrst á slóð gígsins árið 2015. Þeir komu auga á stóra hringlaga dæld undir jöklinum þegar þeir fóru yfir kort bandarísku geimsvísindastofnunarinnar af Grænlandi. Mynduðu þeir tilgátu um að loftsteinn hefði myndað dældina, ekki síst í ljósi þess að stórt brot úr loftsteini sem hafði fundist nærri jöklinum var til sýnis við safnið. Í kjölfarið flaug þýsk rannsóknarflugvél yfir Híavatajökulinn með öflugum radar sem kortlagði berggrunninn undir honum og þykkt, uppbyggingu og aldur íssins árið 2016. Í ljós kom að elsti ísinn var tiltölulega ungur á grænlenskan mælikvarða og bar merki þess að hafa orðið fyrir verulegu raski, jafnvel undir lok síðustu ísaldar. Í vettvangsferðum vísindamanna að jöklinum árið 2016 og 2017 fannst bergtegundin kvarts í framburði ár sem rennur undan jöklinum. Steindirnar báru vitni um gríðarlegan árekstur í fyrndinni.Brún Híavatajökulsins er hálfhringlaga þar sem ísinn flæðir fram yfir brún gígsins.NASA/John SonntagÍsinn hefði gufað upp samstundist og haft mikil áhrif á líf og loftslag Myndin sem vísindamennirnir hafa púslað saman úr vísbendingunum er að loftsteinn, allt að kílómetra breiður, hafi skollið á jöklinum. Vísindamennirnir geta þó ekki fullyrt með vissu hvenær áreksturinn átti sér stað nákvæmlega. Líklegast lenti loftsteinninn á Grænlandi á síðasta ísaldartímabili, pleistósentímabilinu, fyrir innan við þremur milljónum ára. Mögulega átti áreksturinn sér þó stað á síðustu ísöld fyrir aðeins 12.000 til 115.000 árum. Þá er einnig talið mögulegt að lofsteinninn hafi skollið á Grænlandi þegar það var þakið ís. Ísinn þar sem loftsteinninn skall niður hefði gufað samstundis upp og vatnið endað úti í hafinu. Þannig hefði loftslag jarðar og lífið á henni orðið fyrir verulegum áhrifum, að því er kemur fram í umfjöllun Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.New York Times segir að næstu skref vísindamanna verði að taka ískjarnasýni til að finna vísbendingar um nánari tímasetningu á árekstrinum og kanna hvernig hann hafði áhrif á loftslag jarðarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndband NASA á fundi loftsteinagígsins undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands.
Grænland Norðurlönd Vísindi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira