Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 11:32 Umfang árása beggja vegna yfir landamærin hefur ekki verið svo mikið í nokkurn tíma. AP/Adel Hana Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. Flugskeytaárásirnar hafa haldið áfram í dag. Sex Palestínumenn hafa fallið, þar af tveir borgarar, og einn maður er dáinn í Ísrael og um tuttugu manns hafa særst. Útlit er fyrir að átökin muni harðna og hafa báðar fylkingar heitið því að gefa ekkert eftir. Forsvarsmenn hers Ísrael hafa skoðað að kalla út varalið hersins en sú ákvörðun var tekin í morgun að fresta því um tíma.Samkvæmt Times of Israel segir ísraelski herinn (IDF) að rúmlega 400 sprengjum hafi verið varpað á Ísrael frá því á sunnudaginn og að Hamas-liðar sitji á allt að 20 þúsund slíkum sprengjum. Af 400 sprengjum hafa um hundrað verið skotnar niður af loftvarnarkerfi Ísrael. Kerfið er ekki hannað til að meðhöndla svo tíðar árásir.Árásir Hamas-liða hófust eftir að sérsveitarmenn IDF gerðu árás á Gasa og felldu þar nokkra meðlimi Hamas og einn leiðtoga þegar upp komst um þá. Einn sérsveitarmaður dó í árásinni. Eins og áður segir er einn látinn í Ísrael. Hann lést þegar sprengja lenti á húsi hans í Ashkelon og særðust tveir alvarlega. Herinn birti nú fyrir skömmu myndband af vettvangi sprengjuárásarinnar þegar björgunarmenn voru að störfum.Last night, Palestinian terrorists in Gaza fired a barrage of rockets into Israel. One of the rockets struck this house in Ashkelon. This was the scene when Israeli first responders entered. It is graphic, but it’s important we show it. Hamas sees all of Israel as a target. pic.twitter.com/0Z9B1sCiBQ — Israel Defense Forces (@IDFSpokesperson) November 13, 2018 Umfang árása beggja vegna yfir landamærin hefur ekki verið svo mikið í nokkurn tíma. Guardian hefur eftir íbúum á Gasa að herinn varpi smáum sprengjum á þök íbúðarhúsa til að gera fólki ljóst að stærri árás sé í vændum. Íbúar hafi þá nokkrar mínútur til að koma sér út áður. Það útskýri hve fáir borgarar á Gasa hafi í raun fallið þrátt fyrir umfang árásanna og það að minnst þremur fjölbýlishúsum hafi verið rústað.Undanfarin misseri hafa sífellt hærri raddir innan ísraelska stjórnmála heyrst kalla eftir harðari aðgerðum gagnvart Hamas á Gasa. Meðal annarra kallaði Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra, eftir innrás á Gasa svo hægt væri að reka Hamas-liða á brott þaðan.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á GasaUmfangsmikil mótmæli, óeirðir og ofbeldi við landamæri Ísrael og Gasa hafa staðið yfir frá því í mars og hafa fjölmargir Palestínumenn látið lífið. Óeirðirnar hafa að mestu leyti falið í sér íkveikjur í dekkjum og grjótkasti. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Liberman sagði í október að innrás á Gasa myndi tryggja frið á svæðinu í fjögur til fimm ár. „Við þurfum að veita Hamas alvarlegt högg. Það er eina leiðin til að tryggja ró á nýjan leik,“ sagði Liberman. „Þegar Hamas segir að óeirðirnar muni halda áfram þar til herkvíin verði felld niður, verðum við að móttaka það. Að binda enda á herkvína þýðir aðeins eitt. Að hleypa Hezbollah og Íran inn á Gasa,“ sagði Liberman.Hér má sjá myndband sem her Ísrael birti af árásunum í gær. Þar að neðan má sjá myndband af loftvörnum Ísrael í morgun og loftárás á Gasa.RAW FOOTAGE: The skies of southern Israel RIGHT NOW. Dozens of rockets are being fired from #Gaza at Israeli civilians. pic.twitter.com/Iu6QwzUo8l— Israel Defense Forces (@IDFSpokesperson) November 12, 2018 VIDEO: Rocket attacks from Gaza in Southern Israel continuing this morning. - @NadavEyalDesk pic.twitter.com/rNfeGp5aXk— Conflict News (@Conflicts) November 13, 2018 VIDEO: Israeli airstrike at dawn this morning against a target in #Gaza. - @NadavEyalDesk pic.twitter.com/bsxGP9DmEz— Conflict News (@Conflicts) November 13, 2018 Íran Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. Flugskeytaárásirnar hafa haldið áfram í dag. Sex Palestínumenn hafa fallið, þar af tveir borgarar, og einn maður er dáinn í Ísrael og um tuttugu manns hafa særst. Útlit er fyrir að átökin muni harðna og hafa báðar fylkingar heitið því að gefa ekkert eftir. Forsvarsmenn hers Ísrael hafa skoðað að kalla út varalið hersins en sú ákvörðun var tekin í morgun að fresta því um tíma.Samkvæmt Times of Israel segir ísraelski herinn (IDF) að rúmlega 400 sprengjum hafi verið varpað á Ísrael frá því á sunnudaginn og að Hamas-liðar sitji á allt að 20 þúsund slíkum sprengjum. Af 400 sprengjum hafa um hundrað verið skotnar niður af loftvarnarkerfi Ísrael. Kerfið er ekki hannað til að meðhöndla svo tíðar árásir.Árásir Hamas-liða hófust eftir að sérsveitarmenn IDF gerðu árás á Gasa og felldu þar nokkra meðlimi Hamas og einn leiðtoga þegar upp komst um þá. Einn sérsveitarmaður dó í árásinni. Eins og áður segir er einn látinn í Ísrael. Hann lést þegar sprengja lenti á húsi hans í Ashkelon og særðust tveir alvarlega. Herinn birti nú fyrir skömmu myndband af vettvangi sprengjuárásarinnar þegar björgunarmenn voru að störfum.Last night, Palestinian terrorists in Gaza fired a barrage of rockets into Israel. One of the rockets struck this house in Ashkelon. This was the scene when Israeli first responders entered. It is graphic, but it’s important we show it. Hamas sees all of Israel as a target. pic.twitter.com/0Z9B1sCiBQ — Israel Defense Forces (@IDFSpokesperson) November 13, 2018 Umfang árása beggja vegna yfir landamærin hefur ekki verið svo mikið í nokkurn tíma. Guardian hefur eftir íbúum á Gasa að herinn varpi smáum sprengjum á þök íbúðarhúsa til að gera fólki ljóst að stærri árás sé í vændum. Íbúar hafi þá nokkrar mínútur til að koma sér út áður. Það útskýri hve fáir borgarar á Gasa hafi í raun fallið þrátt fyrir umfang árásanna og það að minnst þremur fjölbýlishúsum hafi verið rústað.Undanfarin misseri hafa sífellt hærri raddir innan ísraelska stjórnmála heyrst kalla eftir harðari aðgerðum gagnvart Hamas á Gasa. Meðal annarra kallaði Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra, eftir innrás á Gasa svo hægt væri að reka Hamas-liða á brott þaðan.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á GasaUmfangsmikil mótmæli, óeirðir og ofbeldi við landamæri Ísrael og Gasa hafa staðið yfir frá því í mars og hafa fjölmargir Palestínumenn látið lífið. Óeirðirnar hafa að mestu leyti falið í sér íkveikjur í dekkjum og grjótkasti. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Liberman sagði í október að innrás á Gasa myndi tryggja frið á svæðinu í fjögur til fimm ár. „Við þurfum að veita Hamas alvarlegt högg. Það er eina leiðin til að tryggja ró á nýjan leik,“ sagði Liberman. „Þegar Hamas segir að óeirðirnar muni halda áfram þar til herkvíin verði felld niður, verðum við að móttaka það. Að binda enda á herkvína þýðir aðeins eitt. Að hleypa Hezbollah og Íran inn á Gasa,“ sagði Liberman.Hér má sjá myndband sem her Ísrael birti af árásunum í gær. Þar að neðan má sjá myndband af loftvörnum Ísrael í morgun og loftárás á Gasa.RAW FOOTAGE: The skies of southern Israel RIGHT NOW. Dozens of rockets are being fired from #Gaza at Israeli civilians. pic.twitter.com/Iu6QwzUo8l— Israel Defense Forces (@IDFSpokesperson) November 12, 2018 VIDEO: Rocket attacks from Gaza in Southern Israel continuing this morning. - @NadavEyalDesk pic.twitter.com/rNfeGp5aXk— Conflict News (@Conflicts) November 13, 2018 VIDEO: Israeli airstrike at dawn this morning against a target in #Gaza. - @NadavEyalDesk pic.twitter.com/bsxGP9DmEz— Conflict News (@Conflicts) November 13, 2018
Íran Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Fleiri fréttir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Sjá meira