Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:22 Slökkviliðsmaður að störfum í norðurhluta Kaliforníu þann 9. nóvember síðastliðinn. AP/Noah Berger 42 eru nú látnir af völdum Camp-eldsins sem geisar í norðurhluta Kaliforníuríkis. Eldurinn er þar með orðinn sá mannskæðasti í sögu ríkisins. Kjarreldar í Kaliforníu hafa nú samtals dregið 44 til dauða síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. Camp-eldurinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu en yfir sjö þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð. Þá hefur bærinn Paradise brunnið til grunna og um 50 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín þar sem eldurinn geisar. Þá logar Woolsey-eldurinn enn í grennd við Los Angeles og hafa tveir týnt lífi vegna hans. 57 þúsund mannvirki eru sögð í hættu vegna eldsvoðans. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði samþykkt að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfara í Kaliforníu. Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, lagði fram opinbera beiðni þess efnis en yfirlýsing neyðarástands tryggir frekari aðstoð frá alríkinu vegna eldanna. „[Ég] Vildi bregðast hratt við til að lina þær ótrúlegu þjáningar sem eru í gangi. Ég er með ykkur alla leið,“ skrifaði Trump.I just approved an expedited request for a Major Disaster Declaration for the State of California. Wanted to respond quickly in order to alleviate some of the incredible suffering going on. I am with you all the way. God Bless all of the victims and families affected.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2018 Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana. Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
42 eru nú látnir af völdum Camp-eldsins sem geisar í norðurhluta Kaliforníuríkis. Eldurinn er þar með orðinn sá mannskæðasti í sögu ríkisins. Kjarreldar í Kaliforníu hafa nú samtals dregið 44 til dauða síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. Camp-eldurinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu en yfir sjö þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð. Þá hefur bærinn Paradise brunnið til grunna og um 50 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín þar sem eldurinn geisar. Þá logar Woolsey-eldurinn enn í grennd við Los Angeles og hafa tveir týnt lífi vegna hans. 57 þúsund mannvirki eru sögð í hættu vegna eldsvoðans. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði samþykkt að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfara í Kaliforníu. Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, lagði fram opinbera beiðni þess efnis en yfirlýsing neyðarástands tryggir frekari aðstoð frá alríkinu vegna eldanna. „[Ég] Vildi bregðast hratt við til að lina þær ótrúlegu þjáningar sem eru í gangi. Ég er með ykkur alla leið,“ skrifaði Trump.I just approved an expedited request for a Major Disaster Declaration for the State of California. Wanted to respond quickly in order to alleviate some of the incredible suffering going on. I am with you all the way. God Bless all of the victims and families affected.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2018 Trump hefur þó kennt yfirvöldum í Kaliforníu um umfang eldanna. Hann lýsti því yfir um helgina að stjórnun á skóglendinu væri ábótavant og því hefðu eldarnir breiðst svo hratt út. Þá hefur hann hótað að stöðva fjárútlát til ríkisins í baráttu við eldana.
Bandaríkin Donald Trump Skógareldar Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00
Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41
Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19