Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2018 12:40 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust. vísir/vilhelm Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Formaður nefndarinnar segir þetta koma smærri og meðalstórum útgerðum vel. En á undanförnum árum hafa aflaheimildir safnast á æ færri hendur. Um fá mál hefur verið meira deilt á Alþingi en stjórn fiskveiða en ekki náðist að gera breytingar á lögum þar að lútandi í vor og var gildandi lögum því framlengt frá september fram að áramótum. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu að til stæði að lækka veiðigjöld á útgerðina um þrjá milljarða króna. En stjórnarliðar sögðu markmið breytinga á lögunum að færa útreikning gjaldsins nær innheimtu þess í tíma, þannig að stuðst væri við afkomu útgerðarinnar sem næst álagningu veiðigjaldanna. Þá væri markmiðið einnig að létta minni og meðalstórum útgerðum róðurinn.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.vísir/vilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust og taldi ekki gengið nægjanlega til móts við minni og meðalstórar útgerðir. Meirihluti atvinnuveganefndar skilaði frá sér áliti seinnipartinn í gær en í Bítínu á Bylgjunni í morgun sagði Lilja ágætis samstöðu hafa náðst í nefndinni um breytingar á frumvarpi ráðherra. „Þá er verið að þjappa þessu frítekjumarki en betur til að það gagnist best þessum litlu og meðalstóru útgerðum. Nú geta þær fengið 40 prósenta afslátt upp að sex milljónum króna á ársgrundvelli sem greiddar eru í veiðigjöld,” segir Lilja Rafney. Þetta þýddi um 60 prósenta hækkun á afslætti veiðigjalda frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þessi breyting kæmi fjölda útgerða til góða. „Og þetta veit ég að kemur til með að létta á hjá þeim sem hafa því miður margar hverjar verið að huga að því að selja frá sér og hætta. Það hefur verið gífurleg samþjöppun undanfarin ár. Manni bregður við þegar maður sér tölur eins og að á síðustu tólf árum hefur verið 60 prósenta fækkun á þeim sem fá úthlutaðar aflaheimildir á ársgrundvelli,” segir Lilja Rafney. Á árunum 1991 til 1992 voru fimmtán stærstu útgerðirnar með 26,7 prósent aflaheimildanna en á árunum 2014 til 2015 voru þær með 62,4 prósent aflaheimildannna. Lilja Rafney segir krókabátum hafa fækkað um fjórðung á aðeins fjórum árum. Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Formaður nefndarinnar segir þetta koma smærri og meðalstórum útgerðum vel. En á undanförnum árum hafa aflaheimildir safnast á æ færri hendur. Um fá mál hefur verið meira deilt á Alþingi en stjórn fiskveiða en ekki náðist að gera breytingar á lögum þar að lútandi í vor og var gildandi lögum því framlengt frá september fram að áramótum. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu að til stæði að lækka veiðigjöld á útgerðina um þrjá milljarða króna. En stjórnarliðar sögðu markmið breytinga á lögunum að færa útreikning gjaldsins nær innheimtu þess í tíma, þannig að stuðst væri við afkomu útgerðarinnar sem næst álagningu veiðigjaldanna. Þá væri markmiðið einnig að létta minni og meðalstórum útgerðum róðurinn.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.vísir/vilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust og taldi ekki gengið nægjanlega til móts við minni og meðalstórar útgerðir. Meirihluti atvinnuveganefndar skilaði frá sér áliti seinnipartinn í gær en í Bítínu á Bylgjunni í morgun sagði Lilja ágætis samstöðu hafa náðst í nefndinni um breytingar á frumvarpi ráðherra. „Þá er verið að þjappa þessu frítekjumarki en betur til að það gagnist best þessum litlu og meðalstóru útgerðum. Nú geta þær fengið 40 prósenta afslátt upp að sex milljónum króna á ársgrundvelli sem greiddar eru í veiðigjöld,” segir Lilja Rafney. Þetta þýddi um 60 prósenta hækkun á afslætti veiðigjalda frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þessi breyting kæmi fjölda útgerða til góða. „Og þetta veit ég að kemur til með að létta á hjá þeim sem hafa því miður margar hverjar verið að huga að því að selja frá sér og hætta. Það hefur verið gífurleg samþjöppun undanfarin ár. Manni bregður við þegar maður sér tölur eins og að á síðustu tólf árum hefur verið 60 prósenta fækkun á þeim sem fá úthlutaðar aflaheimildir á ársgrundvelli,” segir Lilja Rafney. Á árunum 1991 til 1992 voru fimmtán stærstu útgerðirnar með 26,7 prósent aflaheimildanna en á árunum 2014 til 2015 voru þær með 62,4 prósent aflaheimildannna. Lilja Rafney segir krókabátum hafa fækkað um fjórðung á aðeins fjórum árum.
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira