Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 14:28 Mark Harris segist styðja rannsóknina en hann segir að rétt væri að staðfesta hann sem sigurvegara því rannsóknin snúist ekki um nægilega mörg atkvæði til að breyta niðurstöðum kosninganna. AP/Chuck Burton Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. Skoðun hefur leitt í ljós að smár hópur fólks skrifaði undan stóran hluta atkvæðanna og aðilar í þeim hópi tengjast manni sem vann fyrir framboð eins frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Mögulega verður boðað til nýrrar kosningar í því kjördæmi sem um ræðir en Repúblikaninn Mark Harris er með betri gegn Demókratanum Dan McCready en þó munar einungis 905 atkvæðum. Opinberri niðurstöðu hefur verið frestað vegna rannsóknarinnar.Lög Norður-Karólínu segja að til um að vitni þurfi að skrifa undir utankjörfundaratkvæði og í flestum tilfellum skrifa fjölskyldumeðlimir eða vinir undir þau. Rannsóknin snýr sérstaklega að Leslie McCrae Dowless sem gerði út hóp fólks sem fór um kjördæmið og safnaði atkvæðum fólks. Lög ríkisins segja þó til um að einungis kjósendur sjálfir eða náskyldir ættingjar þeirra mega senda þau til kjörstjórna. Íbúar kjördæmisins segja starfsmenn Dowless hafa gengið í hús til að safna atkvæðum fólks og skila þeim ekki inn til kjörstjórna. Þeir hafi jafnvel hjálpað fólki að kjósa og sagt að þau þurfi ekki út úr húsi til þess. Sömuleiðis hafa þeir jafnvel verið sakaðir um að breyta atkvæðunum.Atkvæðin sem talin eru ekki hafa skilað sér tilheyra að mestu leyti meðlimum minnihlutahópa, sem þykja líklegri til að kjósa Demókratflokkinn. Þá eru kjósendur Demókrataflokksins líklegri að notast við utankjörfundaratkvæði.Sat í fangelsi fyrir fjársvikCharlotte Observer segir Dowless hafa verið dæmdan fyrir svik og að ljúga við eiðstaf og hann hafi setið í fangelsi. Dowless og eiginkona hans voru dæmd árið 1992 fyrir að líftryggja látinn mann og taka við 165 þúsund dölum þar til upp komst um svikin.Þó hefur hann starfað fyrir minnst níu frambjóðendur Repúblikanaflokksins á undanförnum. Þegar blaðamaður Observer náði tali af Dowless sagðist hann ekkert hafa gert af sér en aðrir fjölmiðlar virðast ekki hafa náð sambandi við hann.Blaðamenn CNN komu höndum yfir 161 utankjörfundaratkvæði. Þar af höfðu níu aðilar skrifað undir minnst tíu þeirra hvert og þar af þrír undir rúm 40 atkvæði. Öll virðast þó þekkjast á einhvern hátt of flest þeirra tengjast Dowless.CNN ræddi einnig við fyrrverandi vin Dowless sem segir hann hafa verið með fjölda fólks í vinnu. Rannsóknin snýst að mestu leyti um Bladensýslu þar sem Harris fékk mun stærri hluta utankjörfundaratkvæða en annarsstaðar í Norður-Karólínu. Það var eina sýslan í kjördæminu þar sem Harris fékk fleiri slík atkvæði en McCready. Miðað við skráða kjósendur þar þyrfti Harris að hafa fengið atkvæði nánast allra þeirra kjósenda sem ekki eru flokksbundnir og greiddu atkvæði utankjörfundar. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. Skoðun hefur leitt í ljós að smár hópur fólks skrifaði undan stóran hluta atkvæðanna og aðilar í þeim hópi tengjast manni sem vann fyrir framboð eins frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Mögulega verður boðað til nýrrar kosningar í því kjördæmi sem um ræðir en Repúblikaninn Mark Harris er með betri gegn Demókratanum Dan McCready en þó munar einungis 905 atkvæðum. Opinberri niðurstöðu hefur verið frestað vegna rannsóknarinnar.Lög Norður-Karólínu segja að til um að vitni þurfi að skrifa undir utankjörfundaratkvæði og í flestum tilfellum skrifa fjölskyldumeðlimir eða vinir undir þau. Rannsóknin snýr sérstaklega að Leslie McCrae Dowless sem gerði út hóp fólks sem fór um kjördæmið og safnaði atkvæðum fólks. Lög ríkisins segja þó til um að einungis kjósendur sjálfir eða náskyldir ættingjar þeirra mega senda þau til kjörstjórna. Íbúar kjördæmisins segja starfsmenn Dowless hafa gengið í hús til að safna atkvæðum fólks og skila þeim ekki inn til kjörstjórna. Þeir hafi jafnvel hjálpað fólki að kjósa og sagt að þau þurfi ekki út úr húsi til þess. Sömuleiðis hafa þeir jafnvel verið sakaðir um að breyta atkvæðunum.Atkvæðin sem talin eru ekki hafa skilað sér tilheyra að mestu leyti meðlimum minnihlutahópa, sem þykja líklegri til að kjósa Demókratflokkinn. Þá eru kjósendur Demókrataflokksins líklegri að notast við utankjörfundaratkvæði.Sat í fangelsi fyrir fjársvikCharlotte Observer segir Dowless hafa verið dæmdan fyrir svik og að ljúga við eiðstaf og hann hafi setið í fangelsi. Dowless og eiginkona hans voru dæmd árið 1992 fyrir að líftryggja látinn mann og taka við 165 þúsund dölum þar til upp komst um svikin.Þó hefur hann starfað fyrir minnst níu frambjóðendur Repúblikanaflokksins á undanförnum. Þegar blaðamaður Observer náði tali af Dowless sagðist hann ekkert hafa gert af sér en aðrir fjölmiðlar virðast ekki hafa náð sambandi við hann.Blaðamenn CNN komu höndum yfir 161 utankjörfundaratkvæði. Þar af höfðu níu aðilar skrifað undir minnst tíu þeirra hvert og þar af þrír undir rúm 40 atkvæði. Öll virðast þó þekkjast á einhvern hátt of flest þeirra tengjast Dowless.CNN ræddi einnig við fyrrverandi vin Dowless sem segir hann hafa verið með fjölda fólks í vinnu. Rannsóknin snýst að mestu leyti um Bladensýslu þar sem Harris fékk mun stærri hluta utankjörfundaratkvæða en annarsstaðar í Norður-Karólínu. Það var eina sýslan í kjördæminu þar sem Harris fékk fleiri slík atkvæði en McCready. Miðað við skráða kjósendur þar þyrfti Harris að hafa fengið atkvæði nánast allra þeirra kjósenda sem ekki eru flokksbundnir og greiddu atkvæði utankjörfundar.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira