Óttast að niðurstöðum fyrstu kosninganna frá valdaráni verði hagrætt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. desember 2018 08:30 Taílendingar eru margir orðnir langþreyttir á biðinni eftir kosningum. Þessi kona mótmælti töfinni á fjöldafundi fyrr á árinu. Nordicphotos/AFP Helstu gagnrýnendur herforingjastjórnarinnar í Taílandi lýsa yfir áhyggjum af því að komandi þingkosningar verði marklaus sýndarleikur. Þetta kom fram í umfjöllun Reuters. Kosningarnar fara fram þann 24. febrúar næstkomandi en boðað var til þeirra í síðustu viku. Í október 2017 sagði Prayut Chan-o-cha forsætisráðherra að kosningarnar myndu fara fram í nóvember 2018 en svo varð ekki. Hann hafði einnig lofað því að atkvæðagreiðslan yrði haldin 2017. Um er að ræða fyrstu kosningarnar frá valdaráni hersins árið 2014. Á þeim tíma hafði Yingluck Shinawatra forsætisráðherra fengið Bhumibol Adulyadej konung til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Demókrataflokkur Taílands, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sniðgekk þær kosningar og mótmælendur, sem vildu fremur sjá konunginn skipa umbótaráð en nýja ríkisstjórn, gerðu mörgum ómögulegt að taka þátt í kosningunum. Því var kosningum frestað á sumum kjörstöðum. Það féll ekki í kramið hjá stjórnlagarétti sem úrskurðaði kosningarnar ólöglegar. Nauðsynlegt er að kjósa á sama degi alls staðar. Boðað var til nýrra kosninga en ekkert varð af þeim þar sem herinn tók stjórnina og skipaði herforingjastjórn sem er enn við völd. Chan-o-cha hyggur á framboð í kosningunum og nýtur stuðnings nokkurra flokka þótt hann sé sjálfur óháður og stýri fyrir hönd hersins. Undanfarnar kannanir hafa sýnt fram á að flestir vilji sjá hann leiða Taíland áfram. Hann mældist með 27 prósent í könnun Rangsit-háskóla í lok nóvember. Forsætisráðherraefni Flokksins fyrir Taílendinga, Sudarat Keyuraphan, mælist með 18 prósent. Þá mælist Abhisit Vejjajiva úr Demókrötum með 15,5 prósent og Thanathorn Juangroongruangkit úr Framtíðarflokknum með um tíu prósenta stuðning. Sé horft til stuðnings við flokka mældist Phalang Pracharat, flokkur nokkurra ráðherra herforingjastjórnarinnar, með 26,6 prósent. Flokkurinn fyrir Taílendinga, sem Shinawatra-systkini stýrðu og hefur notið mests fylgis í öllum kosningum frá 2001, mælist með 23,6 prósent, Demókratar nítján og Framtíðarflokkurinn níu. En aftur að fyrrnefndum áhyggjum stjórnarandstæðinga. Í samtali við Reuters sagði Thitinan Pongsudhirak, stjórnmálafræðingur við Chulalongkorn-háskóla, að herforingjastjórnin hefði með skipulögðum hætti grafið undan taílensku lýðræði. Til dæmis með nýrri stjórnarskrá sem innleidd var 2016. „Ástæðan fyrir því að margir álíta komandi kosningar spilltar er sú að herinn lætur eins og þær séu tandurhreinar þegar þær eru í raun rotnar,“ sagði Thitinan. Stjórnin hefur að auki verið sökuð um að breyta kjördæmamörkum sér í hag og gera kjörseðla flóknari í því skyni að lágmarka kjörsókn og hámarka fjölda ógildra atkvæða. Minna má á að herforingjastjórnin lagði bann við pólitísku athæfi á sínum tíma en því var aflétt í síðustu viku þegar boðað var til kosninga. Herinn hafnar ásökunum sem þessum. „Ef ríkisstjórnin vildi halda völdum af hverju væri hún þá að boða til kosninga?“ spurði upplýsingafulltrúi stjórnarinnar blaðamann Reuters. Ljóst er þó að ýmsir ráðherrar vilja greinilega halda völdum, annars væru þeir ekki í framboði. Asía Birtist í Fréttablaðinu Taíland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Helstu gagnrýnendur herforingjastjórnarinnar í Taílandi lýsa yfir áhyggjum af því að komandi þingkosningar verði marklaus sýndarleikur. Þetta kom fram í umfjöllun Reuters. Kosningarnar fara fram þann 24. febrúar næstkomandi en boðað var til þeirra í síðustu viku. Í október 2017 sagði Prayut Chan-o-cha forsætisráðherra að kosningarnar myndu fara fram í nóvember 2018 en svo varð ekki. Hann hafði einnig lofað því að atkvæðagreiðslan yrði haldin 2017. Um er að ræða fyrstu kosningarnar frá valdaráni hersins árið 2014. Á þeim tíma hafði Yingluck Shinawatra forsætisráðherra fengið Bhumibol Adulyadej konung til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Demókrataflokkur Taílands, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sniðgekk þær kosningar og mótmælendur, sem vildu fremur sjá konunginn skipa umbótaráð en nýja ríkisstjórn, gerðu mörgum ómögulegt að taka þátt í kosningunum. Því var kosningum frestað á sumum kjörstöðum. Það féll ekki í kramið hjá stjórnlagarétti sem úrskurðaði kosningarnar ólöglegar. Nauðsynlegt er að kjósa á sama degi alls staðar. Boðað var til nýrra kosninga en ekkert varð af þeim þar sem herinn tók stjórnina og skipaði herforingjastjórn sem er enn við völd. Chan-o-cha hyggur á framboð í kosningunum og nýtur stuðnings nokkurra flokka þótt hann sé sjálfur óháður og stýri fyrir hönd hersins. Undanfarnar kannanir hafa sýnt fram á að flestir vilji sjá hann leiða Taíland áfram. Hann mældist með 27 prósent í könnun Rangsit-háskóla í lok nóvember. Forsætisráðherraefni Flokksins fyrir Taílendinga, Sudarat Keyuraphan, mælist með 18 prósent. Þá mælist Abhisit Vejjajiva úr Demókrötum með 15,5 prósent og Thanathorn Juangroongruangkit úr Framtíðarflokknum með um tíu prósenta stuðning. Sé horft til stuðnings við flokka mældist Phalang Pracharat, flokkur nokkurra ráðherra herforingjastjórnarinnar, með 26,6 prósent. Flokkurinn fyrir Taílendinga, sem Shinawatra-systkini stýrðu og hefur notið mests fylgis í öllum kosningum frá 2001, mælist með 23,6 prósent, Demókratar nítján og Framtíðarflokkurinn níu. En aftur að fyrrnefndum áhyggjum stjórnarandstæðinga. Í samtali við Reuters sagði Thitinan Pongsudhirak, stjórnmálafræðingur við Chulalongkorn-háskóla, að herforingjastjórnin hefði með skipulögðum hætti grafið undan taílensku lýðræði. Til dæmis með nýrri stjórnarskrá sem innleidd var 2016. „Ástæðan fyrir því að margir álíta komandi kosningar spilltar er sú að herinn lætur eins og þær séu tandurhreinar þegar þær eru í raun rotnar,“ sagði Thitinan. Stjórnin hefur að auki verið sökuð um að breyta kjördæmamörkum sér í hag og gera kjörseðla flóknari í því skyni að lágmarka kjörsókn og hámarka fjölda ógildra atkvæða. Minna má á að herforingjastjórnin lagði bann við pólitísku athæfi á sínum tíma en því var aflétt í síðustu viku þegar boðað var til kosninga. Herinn hafnar ásökunum sem þessum. „Ef ríkisstjórnin vildi halda völdum af hverju væri hún þá að boða til kosninga?“ spurði upplýsingafulltrúi stjórnarinnar blaðamann Reuters. Ljóst er þó að ýmsir ráðherrar vilja greinilega halda völdum, annars væru þeir ekki í framboði.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Taíland Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira