Sakar Rush um kynferðislega áreitni: Dansaði nakinn fyrir framan hana og gægðist á hana í sturtu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:21 Yael Stone (t.h.) sakar Geoffrey Rush um að hafa áreitt sig er þau léku saman í leikriti árin 2010-2011. Mynd/samsett Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. Stone segir Rush m.a. hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð. Rush þvertekur fyrir ásakanirnar. Hann stendur nú í málaferlum vegna ásakana um kynferðislega áreitni sem bornar voru á hendur honum í fyrra. Skilaboðin kynferðislegri með hverjum deginum Stone, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Lorna Morello í Netflix-þáttaröðinni Orange Is the New Black, var 25 ára þegar hún lék með Rush, þá 59 ára, í leikritinu The Diary of a Madman árin 2010-2011. Leikritið var frumsýnt í Sydney og síðar tekið upp í New York. Stone segir í samtali við New York Times að hún hafi dýrkað Rush þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í bransanum, og geri raunar enn þrátt fyrir það sem þeim hefur farið á milli. Hún hafi því verið himinlifandi þegar hún fékk hlutverk í leikritinu en segir andrúmsloftið þó hafa verið einkennilegt alveg frá byrjun. Hún segir Rush fljótlega hafa byrjað að senda sér smáskilaboð, sem urðu kynferðislegri með hverri sendingu, á öllum tímum sólahringsins. Stone sýndi höfundi greinarinnar nokkur skilaboðanna en vildi ekki að vitnað yrði í þau í greininni, einkum vegna þess að hún skammast sín fyrir að hafa svarað honum og tekið á köflum vel í skilaboðin. Yael Stone sést hér til vinstri í hlutverki sínu sem hin þjakaða Lorna Morello í þáttunum Orange Is the New Black.Mynd/Netflix „Undarleg nánd“ í búningsherberginu Þá telur hún upp fleiri atvik sem komu illa við hana, og lýsir þeim sem „undarlegri nánd í búningsherberginu“. Rush hafi til dæmis ítrekað beðið hana um að taka úr sér augnlinsur sem hann notaði í sýningunni og vildi að hún klæddi hann úr sveittum búningnum í hléi. Þegar hún lagði sig á milli sýninga undir borði í sminkherberginu hjúfraði hann sig oft óboðinn upp að henni á gólfinu. Í eitt skipti hafi Rush svo notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu. „Ég man að ég horfði upp og sá að einhver hélt á litlum spegli yfir skilrúminu á milli sturtuklefanna og hann var að nota hann til að horfa á nakinn líkama minn. Ég held að þetta hafi verið gert í gríni en þetta hafði þau áhrif að mér fannst ég ekki geta verið örugg neins staðar.“ Baðst afsökunar á „lostafullri“ snertingu Þá segir Stone að Rush hafi eitt sinn dansað allsnakinn fyrir framan hana, fyrirvara- og samþykkislaust. „Ég vildi ekki að hann héldi að ég væri ekki skemmtileg, að ég væri ein af þeim sem gæti ekki teki gríni,“ er haft eftir Stone um atvikið. Að síðustu voru þau svo stödd á verðlaunaafhendingu í tengslum við leikritið þegar Stone segir Rush hafa snert á henni bakið á „lostafullan hátt“, sem hún kærði sig ekki um. Hann skrifaði henni næsta dag og baðst afsökunar á hegðun sinni. Í greininni segir að Stone hafi skráð atvikin í dagbók sem hún hélt á þessum tíma. Þá er einnig rætt við starfsmann sýningarinnar, sem ekki er þó nafngreindur, en sá segist hafa verið inni í búningsherberginu og séð þegar Rush gægðist á Stone í sturtu. Þá ber höfundur greinarinnar ásakanirnar undir nafngreinda starfsmenn sýningarinnar. Þeir staðfesta ýmsa þætti frásagnar Stone. Rush fyrir utan dómstól í Sydney ásamt eiginkonu sinni, Jane Menelaus, í nóvember síðastliðnum. Gert er ráð fyrir að dæmt verði í máli hans gegn dagblaðinu The Daily Telegraph snemma á nýju ári.Getty/Hanna Lassen „Lífleg ákefð“ tekin úr samhengi Sjálfur þvertekur Rush fyrir ásakanirnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna greinarinnar. Hann segir atvikin sem Stone lýsir hafa verið tekin „algjörlega úr samhengi“ og vill meina að Stone hafi greinilega tekið nærri sér „hina líflegu ákefð“ sem hann sýni jafnan af sér í starfi. „Ég harma það innilega ef ég hef valdið henni vanlíðan. Ég fullyrði að það var aldrei ætlun mín,“ segir í yfirlýsingu Rush. Á botni virðingarraðarinnar Rush stendur nú í málaferlum vegna umfjöllunar dagblaðsins Daily Telegraph um ásakanir á hendur honum um „ósæmilega hegðun“ í fyrra. Rush kærði blaðið og blaðamann þess fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar leikritsins Lés konungs í Sydney árið 2015. Rush fór þar með titilhlutverkið. Daily Telegraph nafngreindi ekki meðleikkonu Rush í Lé konungi sem sakaði hann um kynferðislega áreitni. Í gögnum sem liggja fyrir áströlskum dómstólum segir þó að umrædd leikkona sé Eryn Jean Norvill, sem fór með hlutverk Kordelíu, dóttur Lés konungs. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum. Bíó og sjónvarp MeToo Ástralía Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sextán hópar, níu hundruð sögur og sex þúsund undirskriftir en hvað gerist næst? Ár er liðið frá því að MeToo myllumerkið fór á flug. Margt hefur breyst en ýmislegt ekki. 19. október 2018 09:00 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Ástralska leikkonan Yael Stone sakar samlanda sinn, leikarann Geoffrey Rush, um kynferðislega áreitni í viðtali sem birt var í bandaríska dagblaðinu New York Times í gær. Stone segir Rush m.a. hafa dansað nakinn fyrir framan hana, notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu og sent henni kynferðisleg skilaboð. Rush þvertekur fyrir ásakanirnar. Hann stendur nú í málaferlum vegna ásakana um kynferðislega áreitni sem bornar voru á hendur honum í fyrra. Skilaboðin kynferðislegri með hverjum deginum Stone, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Lorna Morello í Netflix-þáttaröðinni Orange Is the New Black, var 25 ára þegar hún lék með Rush, þá 59 ára, í leikritinu The Diary of a Madman árin 2010-2011. Leikritið var frumsýnt í Sydney og síðar tekið upp í New York. Stone segir í samtali við New York Times að hún hafi dýrkað Rush þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í bransanum, og geri raunar enn þrátt fyrir það sem þeim hefur farið á milli. Hún hafi því verið himinlifandi þegar hún fékk hlutverk í leikritinu en segir andrúmsloftið þó hafa verið einkennilegt alveg frá byrjun. Hún segir Rush fljótlega hafa byrjað að senda sér smáskilaboð, sem urðu kynferðislegri með hverri sendingu, á öllum tímum sólahringsins. Stone sýndi höfundi greinarinnar nokkur skilaboðanna en vildi ekki að vitnað yrði í þau í greininni, einkum vegna þess að hún skammast sín fyrir að hafa svarað honum og tekið á köflum vel í skilaboðin. Yael Stone sést hér til vinstri í hlutverki sínu sem hin þjakaða Lorna Morello í þáttunum Orange Is the New Black.Mynd/Netflix „Undarleg nánd“ í búningsherberginu Þá telur hún upp fleiri atvik sem komu illa við hana, og lýsir þeim sem „undarlegri nánd í búningsherberginu“. Rush hafi til dæmis ítrekað beðið hana um að taka úr sér augnlinsur sem hann notaði í sýningunni og vildi að hún klæddi hann úr sveittum búningnum í hléi. Þegar hún lagði sig á milli sýninga undir borði í sminkherberginu hjúfraði hann sig oft óboðinn upp að henni á gólfinu. Í eitt skipti hafi Rush svo notað spegil til að fylgjast með henni í sturtu. „Ég man að ég horfði upp og sá að einhver hélt á litlum spegli yfir skilrúminu á milli sturtuklefanna og hann var að nota hann til að horfa á nakinn líkama minn. Ég held að þetta hafi verið gert í gríni en þetta hafði þau áhrif að mér fannst ég ekki geta verið örugg neins staðar.“ Baðst afsökunar á „lostafullri“ snertingu Þá segir Stone að Rush hafi eitt sinn dansað allsnakinn fyrir framan hana, fyrirvara- og samþykkislaust. „Ég vildi ekki að hann héldi að ég væri ekki skemmtileg, að ég væri ein af þeim sem gæti ekki teki gríni,“ er haft eftir Stone um atvikið. Að síðustu voru þau svo stödd á verðlaunaafhendingu í tengslum við leikritið þegar Stone segir Rush hafa snert á henni bakið á „lostafullan hátt“, sem hún kærði sig ekki um. Hann skrifaði henni næsta dag og baðst afsökunar á hegðun sinni. Í greininni segir að Stone hafi skráð atvikin í dagbók sem hún hélt á þessum tíma. Þá er einnig rætt við starfsmann sýningarinnar, sem ekki er þó nafngreindur, en sá segist hafa verið inni í búningsherberginu og séð þegar Rush gægðist á Stone í sturtu. Þá ber höfundur greinarinnar ásakanirnar undir nafngreinda starfsmenn sýningarinnar. Þeir staðfesta ýmsa þætti frásagnar Stone. Rush fyrir utan dómstól í Sydney ásamt eiginkonu sinni, Jane Menelaus, í nóvember síðastliðnum. Gert er ráð fyrir að dæmt verði í máli hans gegn dagblaðinu The Daily Telegraph snemma á nýju ári.Getty/Hanna Lassen „Lífleg ákefð“ tekin úr samhengi Sjálfur þvertekur Rush fyrir ásakanirnar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna greinarinnar. Hann segir atvikin sem Stone lýsir hafa verið tekin „algjörlega úr samhengi“ og vill meina að Stone hafi greinilega tekið nærri sér „hina líflegu ákefð“ sem hann sýni jafnan af sér í starfi. „Ég harma það innilega ef ég hef valdið henni vanlíðan. Ég fullyrði að það var aldrei ætlun mín,“ segir í yfirlýsingu Rush. Á botni virðingarraðarinnar Rush stendur nú í málaferlum vegna umfjöllunar dagblaðsins Daily Telegraph um ásakanir á hendur honum um „ósæmilega hegðun“ í fyrra. Rush kærði blaðið og blaðamann þess fyrir ærumeiðingar en í greinunum var hegðun leikarans lýst í aðdraganda frumsýningar leikritsins Lés konungs í Sydney árið 2015. Rush fór þar með titilhlutverkið. Daily Telegraph nafngreindi ekki meðleikkonu Rush í Lé konungi sem sakaði hann um kynferðislega áreitni. Í gögnum sem liggja fyrir áströlskum dómstólum segir þó að umrædd leikkona sé Eryn Jean Norvill, sem fór með hlutverk Kordelíu, dóttur Lés konungs. Í vitnisburði fyrir dómi sagði Norvill að Rush hefði snert brjóst hennar á sviði, sent henni kynferðisleg skilaboð og kallað hana „gómsæta“ meðan á æfingum stóð. Hún lagði jafnramt áherlsu á valdaójafnvægið í sambandi þeirra, hún hafi verið á botni virðingarraðarinnar og hann á toppnum.
Bíó og sjónvarp MeToo Ástralía Tengdar fréttir Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35 Sextán hópar, níu hundruð sögur og sex þúsund undirskriftir en hvað gerist næst? Ár er liðið frá því að MeToo myllumerkið fór á flug. Margt hefur breyst en ýmislegt ekki. 19. október 2018 09:00 Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Geoffrey Rush einangraður og lystarlaus Stórleikarinn Geoffrey Rush fer ekki út úr húsi og hefur lítið sem ekkert borðað eftir að hafa verið sakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. 9. apríl 2018 07:35
Sextán hópar, níu hundruð sögur og sex þúsund undirskriftir en hvað gerist næst? Ár er liðið frá því að MeToo myllumerkið fór á flug. Margt hefur breyst en ýmislegt ekki. 19. október 2018 09:00
Geoffrey Rush víkur vegna ásakana Ástralski leikarinn Geoffrey Rush hefur látið af embætti formanns Áströlsku kvikmyndaakademíunnar. 2. desember 2017 16:01