Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2018 10:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Svo virðist sem það verði ekki auðvelt fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að ráða nýjan starfsmannastjóra í Hvíta húsið. John Kelly, núverandi starfsmannastjóri mun hætta um áramótin en samband hans og Trump hefur versnað gífurlega frá því hann tók við stöðunni. Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. Undanfarnar vikur og jafnvel mánuði hefur Trump átt í viðræðum við Nick Ayers, starfsmannastjóra Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Sá vildi hins vegar ekki starfa sem starfsmannastjóri Trump lengur en til vors og vildi mikil völd með starfinu, samkvæmt heimildum Politico. Trump vill starfsmannastjóra til minnst tveggja ára.John Kelly er hér lengst til vinstri. Við hlið hans standa þau Ivanka Trump og Jared Kushner en þau tvö voru helstu stuðningsmenn þess að Nick Ayer (til hægri) tæki við Kelly.Getty/Jabin BotsfordAyers tilkynnti ákvörðun sína í gærkvöldi og virðist sem hún hafi komið flestum á óvart. Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að þeir hefðu talið nánast öruggt að Ayers myndi taka við. Fyrst eftir að Trump tilkynnti að Kelly myndi hætta um áramótin sagði hann að staðgengill hershöfðingjans fyrrverandi yrði opinberaður á næstu tveimur dögum. Það hefur nú breyst og stendur til að opinbera viðkomandi aðila fyrir áramót.AP fréttaveitan segir nokkra koma til greina í huga Trump. Meðal þeirra eru Mick Mulvaney, sem hefur verið yfir fjárlagagerð ríkisstjórnar Trump, þingmaðurinn Mark Meadows, Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, Robert Lighthizer, samningamaður Bandaríkjanna vegna milliríkjaviðskipta, og jafnvel Mattew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og David Bossi, aðstoðarframkvæmdastjóri framboðs Trump.Sjá einnig: Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólkiÞar af hafa þó nokkrir strax látið koma fram að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Mnuchin og Lighthizer hafa báðir sagst ánægðir í sínum stöðum. Samkvæmt heimildum AP hefur Mulvaney ekki áhuga á stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann er sagður hafa lýst yfir áhuga á því að taka við fjármálaráðuneytinu. Starfsmannavelta Hvíta hússins hefur verið einstaklega mikil síðan Trump tók við embætti og eru deilur algengar á milli háttsettra starfsmanna Hvíta hússins. Það hefur reynst Trump erfitt að ráða vana embættismenn og ekki bætir úr skák að næstu tvö ár verða að öllum líkindum erfið í Hvíta húsinu. Bæði þarf að huga að endurkjöri Trump og í senn að eiga við komandi rannsóknir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem stjórnað verður af Demókrötum. Næsti starfsmannastjóri Trump verður sá þriðji frá því hann tók við embætti þann 20. janúar 2016. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á John Kelly er sagður hafa tekið í kraga Coreys Lewandowski og reynt að ýta honum upp við vegg rétt fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu í febrúar. 23. október 2018 12:11 Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Donald Trump kallar fyrrverandi aðstoðarkonu sína öllum illum nöfnum á Twitter. 14. ágúst 2018 13:14 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Svo virðist sem það verði ekki auðvelt fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að ráða nýjan starfsmannastjóra í Hvíta húsið. John Kelly, núverandi starfsmannastjóri mun hætta um áramótin en samband hans og Trump hefur versnað gífurlega frá því hann tók við stöðunni. Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. Undanfarnar vikur og jafnvel mánuði hefur Trump átt í viðræðum við Nick Ayers, starfsmannastjóra Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Sá vildi hins vegar ekki starfa sem starfsmannastjóri Trump lengur en til vors og vildi mikil völd með starfinu, samkvæmt heimildum Politico. Trump vill starfsmannastjóra til minnst tveggja ára.John Kelly er hér lengst til vinstri. Við hlið hans standa þau Ivanka Trump og Jared Kushner en þau tvö voru helstu stuðningsmenn þess að Nick Ayer (til hægri) tæki við Kelly.Getty/Jabin BotsfordAyers tilkynnti ákvörðun sína í gærkvöldi og virðist sem hún hafi komið flestum á óvart. Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að þeir hefðu talið nánast öruggt að Ayers myndi taka við. Fyrst eftir að Trump tilkynnti að Kelly myndi hætta um áramótin sagði hann að staðgengill hershöfðingjans fyrrverandi yrði opinberaður á næstu tveimur dögum. Það hefur nú breyst og stendur til að opinbera viðkomandi aðila fyrir áramót.AP fréttaveitan segir nokkra koma til greina í huga Trump. Meðal þeirra eru Mick Mulvaney, sem hefur verið yfir fjárlagagerð ríkisstjórnar Trump, þingmaðurinn Mark Meadows, Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, Robert Lighthizer, samningamaður Bandaríkjanna vegna milliríkjaviðskipta, og jafnvel Mattew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og David Bossi, aðstoðarframkvæmdastjóri framboðs Trump.Sjá einnig: Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólkiÞar af hafa þó nokkrir strax látið koma fram að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Mnuchin og Lighthizer hafa báðir sagst ánægðir í sínum stöðum. Samkvæmt heimildum AP hefur Mulvaney ekki áhuga á stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann er sagður hafa lýst yfir áhuga á því að taka við fjármálaráðuneytinu. Starfsmannavelta Hvíta hússins hefur verið einstaklega mikil síðan Trump tók við embætti og eru deilur algengar á milli háttsettra starfsmanna Hvíta hússins. Það hefur reynst Trump erfitt að ráða vana embættismenn og ekki bætir úr skák að næstu tvö ár verða að öllum líkindum erfið í Hvíta húsinu. Bæði þarf að huga að endurkjöri Trump og í senn að eiga við komandi rannsóknir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem stjórnað verður af Demókrötum. Næsti starfsmannastjóri Trump verður sá þriðji frá því hann tók við embætti þann 20. janúar 2016.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á John Kelly er sagður hafa tekið í kraga Coreys Lewandowski og reynt að ýta honum upp við vegg rétt fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu í febrúar. 23. október 2018 12:11 Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Donald Trump kallar fyrrverandi aðstoðarkonu sína öllum illum nöfnum á Twitter. 14. ágúst 2018 13:14 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49
Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á John Kelly er sagður hafa tekið í kraga Coreys Lewandowski og reynt að ýta honum upp við vegg rétt fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu í febrúar. 23. október 2018 12:11
Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Donald Trump kallar fyrrverandi aðstoðarkonu sína öllum illum nöfnum á Twitter. 14. ágúst 2018 13:14
John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57
Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00
Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent