Körfubolti

Naumt tap Tryggva og félaga gegn toppliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Tryggvi Snær Hlinason var í byrjunarlið Obradoiro sem tapaði fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Tryggvi skoraði tvö stig í leiknum af vítalínunni en hann var samtals í um 18 mínútur inn á vellinum. Á þeim tíma tók hann fjögur fráköst.

Vítaskot Tryggva komu undir lokin á leiknum og þar strax á eftir fékk hann sína fimmtu villu í leiknum og þurfti því að hætta keppni.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta tók Barcelona forystuna í öðrum leikhluta og fór inn í hálfleikinn með fimm stiga forskot. Leikurinn var áfram nokkuð jafn út seinni hálfleikinn en Barcelona þó skrefinu framar.

Þegar upp var staðið munaði fjórum stigum á liðunum 77-73.

Barcelona er á toppi deilldarinnar og hefur aðeins tapað tveimur leikjum á meðan Obradoiro er í þrettánda sætinu með fimm sigra og níu töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×