Stefnir að því að komast yfir Atlantshaf í tunnu Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2018 10:16 Tunnan sjálf er um þriggja metra löng og 2,1 metra breið. Mynd/TESA Frakkinn Jean-Jacques Savin hefur haldið af stað frá Kanaríeyjum í appelsínugulu tunnulaga hylki og stefnir hann nú að því að komast yfir Atlantshaf, einungis með aðstoð hafstrauma. Hinn 71 árs Savin yfirgaf El Hierro á Kanaraeyjum og vonast hann til að ná til eyja Karíbahafsins á þremur mánuðum eða svo. Ferðin er um 4.500 kílómetra löng. Savin fjármagnaði verkefnið að stórum hluta með aðstoð almennings. Í frétt BBC segir að í hylkinu sé að finna svefnaðstöðu, eldhús og birgðageymslu. Hægt verður að fylgjast með ferðum tunnu Savin á Facebook-síðu hans, en í fyrstu færslunni eftir að lagt var úr höfn sagði hann tunnuna „haga sér vel“. Tunnan ferðast á um um tveggja til þriggja kílómetra hraða á klukkustund og gerir veðurspá ráð fyrir hagstæðum vindum fram á sunnudag. Tunnan sjálf er um þriggja metra löng og 2,1 metra breið. Flöturinn innan tunnunnar er um sex fermetrar. Á gólfinu er gluggi þar sem Savin, sem áður starfaði innan franska hersins, getur fylgst með ferðum sjávardýra. Tunnan á að geta þolað mikinn öldugang og árásir hvaldýra. Aðspurður um hvar hann telur að hann muni ná landi segir hann mögulega Barbados. Hann segist þó vona að það verði einhver frönsku eyjanna – ef til vill Martinique eða Guadaloupe. Slíkt myndi auðvelda alla pappírsvinnu þegar kæmi að því að koma tunnunni aftur heim til Frakklands. Barbados Frakkland Mið-Ameríka Spánn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Frakkinn Jean-Jacques Savin hefur haldið af stað frá Kanaríeyjum í appelsínugulu tunnulaga hylki og stefnir hann nú að því að komast yfir Atlantshaf, einungis með aðstoð hafstrauma. Hinn 71 árs Savin yfirgaf El Hierro á Kanaraeyjum og vonast hann til að ná til eyja Karíbahafsins á þremur mánuðum eða svo. Ferðin er um 4.500 kílómetra löng. Savin fjármagnaði verkefnið að stórum hluta með aðstoð almennings. Í frétt BBC segir að í hylkinu sé að finna svefnaðstöðu, eldhús og birgðageymslu. Hægt verður að fylgjast með ferðum tunnu Savin á Facebook-síðu hans, en í fyrstu færslunni eftir að lagt var úr höfn sagði hann tunnuna „haga sér vel“. Tunnan ferðast á um um tveggja til þriggja kílómetra hraða á klukkustund og gerir veðurspá ráð fyrir hagstæðum vindum fram á sunnudag. Tunnan sjálf er um þriggja metra löng og 2,1 metra breið. Flöturinn innan tunnunnar er um sex fermetrar. Á gólfinu er gluggi þar sem Savin, sem áður starfaði innan franska hersins, getur fylgst með ferðum sjávardýra. Tunnan á að geta þolað mikinn öldugang og árásir hvaldýra. Aðspurður um hvar hann telur að hann muni ná landi segir hann mögulega Barbados. Hann segist þó vona að það verði einhver frönsku eyjanna – ef til vill Martinique eða Guadaloupe. Slíkt myndi auðvelda alla pappírsvinnu þegar kæmi að því að koma tunnunni aftur heim til Frakklands.
Barbados Frakkland Mið-Ameríka Spánn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira