Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 09:55 Samkvæmt heimildum WSJ kemur það fyrir að fyrrverandi embættismenn eins og Barr sendi dómsmálaráðuneytinu álit á málum að eigin frumkvæði. Vísir/AP William Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, sagði rannsókn á hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar byggðist á „hættulega misskilinni“ kenningu í áliti sem hann sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn fyrr á þessu ári. Trump er sagður hafa vitað af bréfinu þegar hann tilnefndi Barr. Einn angi rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir beinist að því hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar, ekki síst með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í fyrra. Trump tilnefndi Barr sem eftirmann Jeff Sessions sem var rekinn sem dómsmálaráðherra daginn eftir þingkosningar í byrjun nóvember. Staðfesti öldungadeild þingsins hann í embætti hefði Barr sem dómsmálaráðherra umsjón með Rússarannsókninni svonefndu.Wall Street Journal segir frá tuttugu blaðsíðna áliti sem Barr sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn 8. júní. Bréfið var stílað á Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni frá því að Sessions lýsti sig vanhæfan í fyrra. Sagðist Barr vera fyrrverandi embættismaður og að hann vonaðist til þess að „sjónarmið hans reyndust gagnleg“. Hann hefði áhyggjur af rannsókninni á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar.Barr með George H.W. Bush forseta árið 1991.AP/Scott ApplewhiteHafði uppi stór orð um Mueller-rannsóknina Í álitinu sagðist Barr telja að Trump hefði haft fullt vald til þess að reka Comey. „Eins og ég skil þetta byggist kenning hans á nýstárlegri og lagalega óstuddri túlkun á lögunum,“ skrifaði Barr ráðuneytinu. Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. „Mueller ætti ekki að leyfast að krefja forsetann um að gangast undir yfirheyrslu um meinta hindrun,“ skrifaði Barr sem vildi ekki tjá sig um álitið við Wall Street Journal. Sagði Trump frá álitinu Fastlega má búast við að álitið verði dregið upp þegar þingið fer yfir tilnefningu Barr. Búist er við því að hann verði formlega tilnefndur í næsta mánuði og að nefndarfundir um skipanina verði haldnir í framhaldinu. Barr sagði Trump frá álitinu eftir að forsetinn bauð honum starfið og lét hann vita af því að það gæti vakið spurningar hjá þingmönnum. Wall Street Journal hefur eftir dómsmálaráðuneytinu að álit Barr valdi ekki hagsmunaárekstri. Barr var áður dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
William Barr, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, sagði rannsókn á hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar byggðist á „hættulega misskilinni“ kenningu í áliti sem hann sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn fyrr á þessu ári. Trump er sagður hafa vitað af bréfinu þegar hann tilnefndi Barr. Einn angi rannsóknarinnar sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir beinist að því hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar, ekki síst með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í fyrra. Trump tilnefndi Barr sem eftirmann Jeff Sessions sem var rekinn sem dómsmálaráðherra daginn eftir þingkosningar í byrjun nóvember. Staðfesti öldungadeild þingsins hann í embætti hefði Barr sem dómsmálaráðherra umsjón með Rússarannsókninni svonefndu.Wall Street Journal segir frá tuttugu blaðsíðna áliti sem Barr sendi dómsmálaráðuneytinu óumbeðinn 8. júní. Bréfið var stílað á Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni frá því að Sessions lýsti sig vanhæfan í fyrra. Sagðist Barr vera fyrrverandi embættismaður og að hann vonaðist til þess að „sjónarmið hans reyndust gagnleg“. Hann hefði áhyggjur af rannsókninni á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar.Barr með George H.W. Bush forseta árið 1991.AP/Scott ApplewhiteHafði uppi stór orð um Mueller-rannsóknina Í álitinu sagðist Barr telja að Trump hefði haft fullt vald til þess að reka Comey. „Eins og ég skil þetta byggist kenning hans á nýstárlegri og lagalega óstuddri túlkun á lögunum,“ skrifaði Barr ráðuneytinu. Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. „Mueller ætti ekki að leyfast að krefja forsetann um að gangast undir yfirheyrslu um meinta hindrun,“ skrifaði Barr sem vildi ekki tjá sig um álitið við Wall Street Journal. Sagði Trump frá álitinu Fastlega má búast við að álitið verði dregið upp þegar þingið fer yfir tilnefningu Barr. Búist er við því að hann verði formlega tilnefndur í næsta mánuði og að nefndarfundir um skipanina verði haldnir í framhaldinu. Barr sagði Trump frá álitinu eftir að forsetinn bauð honum starfið og lét hann vita af því að það gæti vakið spurningar hjá þingmönnum. Wall Street Journal hefur eftir dómsmálaráðuneytinu að álit Barr valdi ekki hagsmunaárekstri. Barr var áður dómsmálaráðherra í tíð George H.W. Bush forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump vill ráðherra Bush aftur í embætti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti að hann ætli að tilnefnda Bill Barr sem nýjan dómsmálaráðherra. 7. desember 2018 15:15