Reyndi að vekja nágranna sína Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2018 07:48 Þessar myndir tók Árni í nótt af reyknum á stigaganginum, af slökkviliðinu er það mætti á vettvang og af íbúðinni þar sem eldurinn kom upp. Árni Árnason Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann missti meðvitund á gangi fjölbýlishússins. Árni Árnason, íbúi á fimmtu hæð í Bláhömrum 2, segir í samtali við Vísi að reykurinn hafi hins vegar verið svo svartur og þykkur þegar hann var vakinn á þriðja tímanum að íbúar hæðarinnar hafi ekki náð að nýta sér neyðarstigaganginn. Lyfta er í húsinu og segir Árni að mikill reykur hafi einnig komið úr lyftuopinu. Því hafi hluti íbúanna komið sér fyrir á svölum við enda sameignarinnar á meðan aðrir, þeirra á meðal ungt par og þorri íbúa fjórðu hæðarinnar, hafið farið út á svalir íbúða sinna því ekki var talið óhætt að halda inn í reykjarmökkinn. „Við vorum því í talsverðan tíma úti á svölum meðan slökkviliðið var að athafna sig,“ segir Árni.Sjá einnig: Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsiHann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma sér inn í blokkina. Til þess að hreinsa út mesta reykinn opnuðu slökkviliðsmennirnir dyr á sitthvorum enda stigagangsins og nýttu sér hvassviðrið til að blása honum burt.Árni Árnason þurfti ásamt öðrum að dvelja á svölum blokkarinnar meðan slökkviliðið braut sér leið til þeirra.„Þeir brutu meðal annars rúðu á neyðarútgangshurðinni á minni hæð því þegar okkur var komið og bjargað þá var maður að klofa yfir glerbrot,“ segir hann ennfremur og bætir við að ástandið hafi „verið vægast sagt skelfilegt“ þegar niður var komið. „Það var allt í glerbrotum og fólk í sjokki,“ segir Árni. Þá hafi íbúunum jafnframt verið tjáð að maðurinn, sem hafði reynt að vekja nágranna sína, hafi verið fluttur á spítala. Hann hafði fundist á gangi fjórðu hæðarinnar eftir að hafa reynt að vekja fólk í nærliggjandi íbúðum. Sex aðrir voru jafnframt fluttir á slysadeild en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Meðan á aðgerðum stóð gátu íbúar blokkarinnar leitað skjóls í nærliggjandi blokk áður en Rauði krossinn og strætisvagn komu á vettvang. Árni vill þakka starfsfólki Rauða krossins sérstaklega fyrir mikla hlýju - „það var mjög mikill styrkur í því að fá Rauða krossinn,“ segir Árni. Engu að síður hafi þetta verið ónotaleg upplifun. „Maður er í almennu áfalli enda ekki þægilegt að búa upp á fimmtu hæð þegar kviknar í. Það er svona slæm tilfinning.“ Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann missti meðvitund á gangi fjölbýlishússins. Árni Árnason, íbúi á fimmtu hæð í Bláhömrum 2, segir í samtali við Vísi að reykurinn hafi hins vegar verið svo svartur og þykkur þegar hann var vakinn á þriðja tímanum að íbúar hæðarinnar hafi ekki náð að nýta sér neyðarstigaganginn. Lyfta er í húsinu og segir Árni að mikill reykur hafi einnig komið úr lyftuopinu. Því hafi hluti íbúanna komið sér fyrir á svölum við enda sameignarinnar á meðan aðrir, þeirra á meðal ungt par og þorri íbúa fjórðu hæðarinnar, hafið farið út á svalir íbúða sinna því ekki var talið óhætt að halda inn í reykjarmökkinn. „Við vorum því í talsverðan tíma úti á svölum meðan slökkviliðið var að athafna sig,“ segir Árni.Sjá einnig: Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsiHann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma sér inn í blokkina. Til þess að hreinsa út mesta reykinn opnuðu slökkviliðsmennirnir dyr á sitthvorum enda stigagangsins og nýttu sér hvassviðrið til að blása honum burt.Árni Árnason þurfti ásamt öðrum að dvelja á svölum blokkarinnar meðan slökkviliðið braut sér leið til þeirra.„Þeir brutu meðal annars rúðu á neyðarútgangshurðinni á minni hæð því þegar okkur var komið og bjargað þá var maður að klofa yfir glerbrot,“ segir hann ennfremur og bætir við að ástandið hafi „verið vægast sagt skelfilegt“ þegar niður var komið. „Það var allt í glerbrotum og fólk í sjokki,“ segir Árni. Þá hafi íbúunum jafnframt verið tjáð að maðurinn, sem hafði reynt að vekja nágranna sína, hafi verið fluttur á spítala. Hann hafði fundist á gangi fjórðu hæðarinnar eftir að hafa reynt að vekja fólk í nærliggjandi íbúðum. Sex aðrir voru jafnframt fluttir á slysadeild en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Meðan á aðgerðum stóð gátu íbúar blokkarinnar leitað skjóls í nærliggjandi blokk áður en Rauði krossinn og strætisvagn komu á vettvang. Árni vill þakka starfsfólki Rauða krossins sérstaklega fyrir mikla hlýju - „það var mjög mikill styrkur í því að fá Rauða krossinn,“ segir Árni. Engu að síður hafi þetta verið ónotaleg upplifun. „Maður er í almennu áfalli enda ekki þægilegt að búa upp á fimmtu hæð þegar kviknar í. Það er svona slæm tilfinning.“
Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29