Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 22:25 Kuczynski var kjörinn forseti árið 2016. Fallist þingið á afsögn hans tekur varaforseti hans við embættinu. Vísir/AFP Hneykslismál sem tengist atkvæðakaupum hefur fellt Pedro Pablo Kuczynski, forseta Perú. Hann tilkynnti um afsögn sína í dag en neitaði að hafa gert nokkuð rangt. Ákæra vofði yfir honum í þinginu á morgun. Kuczynski hefur átt í vök að verjast frá því að myndband kom í ljós sem sýndi bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum fé gegn því að greiða atkvæði gegn ákærunni. Forsetinn tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi í dag. Þrátt fyrir að hann neitaði sök sagðist hann ekki vilja hindra þróun landsins. Fullyrti hann að átt hefði verið við myndbandið til þess að koma sök á hann.Breska ríkisútvarpið BBC segir að atkvæði verði greidd í þinginu um afsögn forsetans á morgun. Þar ræður stjórnarandstaðan ríkjum og þykir ekki ljóst hvort þingmenn hennar fallist á afsögnina eða hvort þeir haldi einfaldlega áfram með ákæruna gegn forsetanum.Sakaður um að náða Fujimori til að komast undan ákæru í desemberKuczynski stóð af sér aðra ákæru vegna spillingar í þinginu í desember. Ákæran varðaði meintar ólöglegar greiðslur sem Kuczynski þáði frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann naut óvænt stuðnings tíu þingmanna hægriflokks úr stjórnarandstöðunni sem ákváðu á elleftu stundu að sitja hjá þegar atkvæði voru greidd um ákæruna. Aðeins nokkrum dögum síðar náðaði Kuczynski Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, af heilsufarsástæðum. Fujimori var þá að afplána tuttugu og fimm ára fangelsisdóm vegna mannréttindabrota og spillingar. Stjórnarandstæðingar sökuðu Kuczynski þá um að náða Fujimori í skiptum fyrir stuðning þingmanna úr flokki Keiko Fujimori, dóttur fyrrverandi forsetans. Perú Suður-Ameríka Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Hneykslismál sem tengist atkvæðakaupum hefur fellt Pedro Pablo Kuczynski, forseta Perú. Hann tilkynnti um afsögn sína í dag en neitaði að hafa gert nokkuð rangt. Ákæra vofði yfir honum í þinginu á morgun. Kuczynski hefur átt í vök að verjast frá því að myndband kom í ljós sem sýndi bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum fé gegn því að greiða atkvæði gegn ákærunni. Forsetinn tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi í dag. Þrátt fyrir að hann neitaði sök sagðist hann ekki vilja hindra þróun landsins. Fullyrti hann að átt hefði verið við myndbandið til þess að koma sök á hann.Breska ríkisútvarpið BBC segir að atkvæði verði greidd í þinginu um afsögn forsetans á morgun. Þar ræður stjórnarandstaðan ríkjum og þykir ekki ljóst hvort þingmenn hennar fallist á afsögnina eða hvort þeir haldi einfaldlega áfram með ákæruna gegn forsetanum.Sakaður um að náða Fujimori til að komast undan ákæru í desemberKuczynski stóð af sér aðra ákæru vegna spillingar í þinginu í desember. Ákæran varðaði meintar ólöglegar greiðslur sem Kuczynski þáði frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann naut óvænt stuðnings tíu þingmanna hægriflokks úr stjórnarandstöðunni sem ákváðu á elleftu stundu að sitja hjá þegar atkvæði voru greidd um ákæruna. Aðeins nokkrum dögum síðar náðaði Kuczynski Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, af heilsufarsástæðum. Fujimori var þá að afplána tuttugu og fimm ára fangelsisdóm vegna mannréttindabrota og spillingar. Stjórnarandstæðingar sökuðu Kuczynski þá um að náða Fujimori í skiptum fyrir stuðning þingmanna úr flokki Keiko Fujimori, dóttur fyrrverandi forsetans.
Perú Suður-Ameríka Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira