Lögregla skoðar gagnasendingu Barnaverndarstofu til fjölmiðla Sveinn Arnarsson skrifar 2. nóvember 2018 06:00 Barnaverndarstofa ákvað að láta frá sér viðkvæmar persónuupplýsingar sem leynt áttu að fara. Fréttablaðið/Anton Brink Gagnasending Barnaverndarstofu til fjölmiðla, sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar, er komin á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd ákvað að taka gagnasendinguna til athugunar og komst að því að persónuverndarlög hefðu verið brotin. Ljóst þykir að gögn um barnaverndarmál eru með þeim viðkvæmari og taldi Persónuvernd því mikilvægt að rannsaka gagnasendinguna.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið ætla að skoða málið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur forstjóri Persónuverndar verið boðuð í skýrslutöku sem vitni í málinu. Embættið hefur hins vegar ekki lokið rannsókn málsins og því ekki víst hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað. „Við munum taka okkur tvær vikur til að skoða þennan úrskurð Persónuverndar ofan í kjölinn. Við höfum því ekki lokið skoðun okkar á málinu sem er komið á borð ákærusviðs,“ segir Sigríður Björk Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hefðu verið afmáð úr gögnunum var mögulegt að finna út hvaða einstaklinga var um að ræða. Að mati Persónuverndar var ekki nóg að afmá nöfn og kennitölur ef hægt væri að rekja upplýsingar til einstaklinga. Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Fréttablaðið í maí að stofnunin hefði ekki brotið lög.Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.„Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar,“ sagði Heiða Björg á sínum tíma. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Í tilkynningu frá stofnuninni segist hún taka ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og segir mistök hafa orðið við framkvæmd afmáningar upplýsinga. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu voru ósáttar við að gögn í málum skjólstæðinga þeirra hefðu ratað til fjölmiðla á sínum tíma. Það mun svo ráðast á næstu tveimur vikum hvort lögreglan muni aðhafast frekar í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Gagnasending Barnaverndarstofu til fjölmiðla, sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar, er komin á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd ákvað að taka gagnasendinguna til athugunar og komst að því að persónuverndarlög hefðu verið brotin. Ljóst þykir að gögn um barnaverndarmál eru með þeim viðkvæmari og taldi Persónuvernd því mikilvægt að rannsaka gagnasendinguna.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið ætla að skoða málið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur forstjóri Persónuverndar verið boðuð í skýrslutöku sem vitni í málinu. Embættið hefur hins vegar ekki lokið rannsókn málsins og því ekki víst hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað. „Við munum taka okkur tvær vikur til að skoða þennan úrskurð Persónuverndar ofan í kjölinn. Við höfum því ekki lokið skoðun okkar á málinu sem er komið á borð ákærusviðs,“ segir Sigríður Björk Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hefðu verið afmáð úr gögnunum var mögulegt að finna út hvaða einstaklinga var um að ræða. Að mati Persónuverndar var ekki nóg að afmá nöfn og kennitölur ef hægt væri að rekja upplýsingar til einstaklinga. Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Fréttablaðið í maí að stofnunin hefði ekki brotið lög.Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.„Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar,“ sagði Heiða Björg á sínum tíma. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Í tilkynningu frá stofnuninni segist hún taka ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og segir mistök hafa orðið við framkvæmd afmáningar upplýsinga. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu voru ósáttar við að gögn í málum skjólstæðinga þeirra hefðu ratað til fjölmiðla á sínum tíma. Það mun svo ráðast á næstu tveimur vikum hvort lögreglan muni aðhafast frekar í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34