„Tíminn er útrunninn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2018 23:30 Reese Witherspoon, Eva Longoria og Shonda Rhimes eru á meðal þeirra kvenna sem standa að Time's Up-átakinu. Vísir/Getty/AFP 300 konur í kvikmynda- og skemmtanageiranum í Hollywood hafa hrint af stað fjölþættu átaki í kjölfar #MeToo-byltingarinnar. Átakinu, sem ber heitið Time‘s Up, eða Tíminn er útrunninn, er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem ríkt hefur bæði í Hollywood og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í dag. Í bréfinu eru helstu markmið og verkefni Time‘s Up-átaksins útlistuð. „Uppræta verður erfiðleika sem konur glíma við í risi sínu upp metorðastigann og við það að láta rödd sína heyrast og hljóta viðurkenningu á vinnustöðum, þar sem karlmenn ráða lögum og lofum,“ segir í bréfinu. „Tíminn er útrunninn.“ Styrktarsjóður, löggjöf og rauði dregillinnLeikkonur, umboðsmenn, leikstjórar, framleiðendur og handritshöfundar eru meðal þeirra sem standa að átakinu en það skiptist í fjóra meginhluta: Styrktarsjóð, sem stendur nú í 13 milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 1,3 milljarði íslenskra króna. Sjóðnum er ætlað að standa undir lögfræðikostnaði kvenna, sem verða fyrir áreitni en hafa lítið á milli handanna. Þá er einnig gert ráð fyrir að konur geti notfært sér sjóðinn til uppihalds. Að samþykkt verði löggjöf sem kveði á um refsingu af einhverju tagi fyrir þau fyrirtæki sem láta áreitni viðgangast Að kynjajafnrétti verði haldið á lofti í allri starfsemi kvikmyndavera og umboðsskrifstofa Að þær konur sem hyggjast ganga rauða dregilinn á Golden Globe-verðlaunahátíðinni, sem haldin verður þann 8. janúar næstkomandi, klæðist svörtu til að sýna samstöðu og mótmæla kynferðislegri áreitni í skemmtanabransanum Undir bréfið skrifa m.a. leikkonurnar Ashley Judd, Eva Longoria, America Ferrera, Natalie Portman, Rashida Jones, Emma Stone, Kerry Washington og Reese Witherspoon. Þá hefur handritshöfundurinn og framleiðandinn Shonda Rhimes, sem framleitt hefur þáttaraðir á borð við Grey‘s Anatomy og Scandal, ljáð átakinu krafta sína. Time's up on silence. Time's up on waiting. Time's up on tolerating discrimination, harassment and abuse. #TimesUp Sign the solidarity letter & donate to the @TIMESUPNW Legal Defense Fund: https://t.co/eTwKtOboIl pic.twitter.com/q8aok1HTGg— shonda rhimes (@shondarhimes) January 1, 2018 Meryl Streep og Steven Spielberg styrkja sjóðinnÍ umfjöllun New York Times kemur einnig fram að enginn einn leiðtogi fari fyrir átakinu. Öll vinna fer fram í minni hópum víðsvegar um Bandaríkin og skipta hóparnir með sér verkefnum. Einn hópurinn einblínir til að mynda á málefni hinsegin- og transfólks og þá hefur annar hópur yfirumsjón með áðurnefndum styrktarsjóði, sem standa á undir lögfræðikostnaði kvenna er verða fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Á meðal þeirra sem hafa látið fé af hendi rakna til sjóðsins eru Reese Witherspoon, Meryl Streep og Steven Spielberg. Fyrstu drög að átakinu voru teiknuð upp í október þegar konur tóku að stíga fram og segja frá kynferðislegri áreitni valdamanna í Hollywood. Allra fyrst litu ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein dagsins ljós. Síðan þá hafa menn á borð við leikarana Kevin Space og Dustin Hoffman, repúblikanann Roy Moore og leikstjórann Bryan Singer verið sakaðir um áreitni. MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins Á dögunum var gagnagrunnur yfir "skemmd epli“ í Hollywood opnaður. 23. desember 2017 19:43 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Forseti Frakklands mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. 24. nóvember 2017 23:38 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
300 konur í kvikmynda- og skemmtanageiranum í Hollywood hafa hrint af stað fjölþættu átaki í kjölfar #MeToo-byltingarinnar. Átakinu, sem ber heitið Time‘s Up, eða Tíminn er útrunninn, er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem ríkt hefur bæði í Hollywood og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times í dag. Í bréfinu eru helstu markmið og verkefni Time‘s Up-átaksins útlistuð. „Uppræta verður erfiðleika sem konur glíma við í risi sínu upp metorðastigann og við það að láta rödd sína heyrast og hljóta viðurkenningu á vinnustöðum, þar sem karlmenn ráða lögum og lofum,“ segir í bréfinu. „Tíminn er útrunninn.“ Styrktarsjóður, löggjöf og rauði dregillinnLeikkonur, umboðsmenn, leikstjórar, framleiðendur og handritshöfundar eru meðal þeirra sem standa að átakinu en það skiptist í fjóra meginhluta: Styrktarsjóð, sem stendur nú í 13 milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 1,3 milljarði íslenskra króna. Sjóðnum er ætlað að standa undir lögfræðikostnaði kvenna, sem verða fyrir áreitni en hafa lítið á milli handanna. Þá er einnig gert ráð fyrir að konur geti notfært sér sjóðinn til uppihalds. Að samþykkt verði löggjöf sem kveði á um refsingu af einhverju tagi fyrir þau fyrirtæki sem láta áreitni viðgangast Að kynjajafnrétti verði haldið á lofti í allri starfsemi kvikmyndavera og umboðsskrifstofa Að þær konur sem hyggjast ganga rauða dregilinn á Golden Globe-verðlaunahátíðinni, sem haldin verður þann 8. janúar næstkomandi, klæðist svörtu til að sýna samstöðu og mótmæla kynferðislegri áreitni í skemmtanabransanum Undir bréfið skrifa m.a. leikkonurnar Ashley Judd, Eva Longoria, America Ferrera, Natalie Portman, Rashida Jones, Emma Stone, Kerry Washington og Reese Witherspoon. Þá hefur handritshöfundurinn og framleiðandinn Shonda Rhimes, sem framleitt hefur þáttaraðir á borð við Grey‘s Anatomy og Scandal, ljáð átakinu krafta sína. Time's up on silence. Time's up on waiting. Time's up on tolerating discrimination, harassment and abuse. #TimesUp Sign the solidarity letter & donate to the @TIMESUPNW Legal Defense Fund: https://t.co/eTwKtOboIl pic.twitter.com/q8aok1HTGg— shonda rhimes (@shondarhimes) January 1, 2018 Meryl Streep og Steven Spielberg styrkja sjóðinnÍ umfjöllun New York Times kemur einnig fram að enginn einn leiðtogi fari fyrir átakinu. Öll vinna fer fram í minni hópum víðsvegar um Bandaríkin og skipta hóparnir með sér verkefnum. Einn hópurinn einblínir til að mynda á málefni hinsegin- og transfólks og þá hefur annar hópur yfirumsjón með áðurnefndum styrktarsjóði, sem standa á undir lögfræðikostnaði kvenna er verða fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Á meðal þeirra sem hafa látið fé af hendi rakna til sjóðsins eru Reese Witherspoon, Meryl Streep og Steven Spielberg. Fyrstu drög að átakinu voru teiknuð upp í október þegar konur tóku að stíga fram og segja frá kynferðislegri áreitni valdamanna í Hollywood. Allra fyrst litu ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein dagsins ljós. Síðan þá hafa menn á borð við leikarana Kevin Space og Dustin Hoffman, repúblikanann Roy Moore og leikstjórann Bryan Singer verið sakaðir um áreitni.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins Á dögunum var gagnagrunnur yfir "skemmd epli“ í Hollywood opnaður. 23. desember 2017 19:43 Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01 Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Forseti Frakklands mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. 24. nóvember 2017 23:38 Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Gagnagrunnur yfir „hin skemmdu epli“ kvikmyndaiðnaðarins Á dögunum var gagnagrunnur yfir "skemmd epli“ í Hollywood opnaður. 23. desember 2017 19:43
Uma Thurman rýfur þögnina um mál Weinstein „Þú átt ekki skilið byssukúlu,“ segir Thurman á Instagram-reikningi sínum. 24. nóvember 2017 10:01
Macron í „menningarstríð“ gegn kynjamisrétti og kynferðisofbeldi Forseti Frakklands mun á morgun kynna fimm ára neyðaráætlun í þessum efnum sem felur meðal annars í sér að fræða grunnskólabörn um klám og að auðvelda þolendum kynferðisbrota að leita til lögreglu. 24. nóvember 2017 23:38
Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Þögn aðstoðarkonunnar um tilraun til nauðgunar var keypt með leynilegu samkomulagi á 10. áratugnum. Hún tjáir sig nú um málið í fyrsta skipti í 19 ár við BBC. 19. desember 2017 22:13