Fótbolti

Fanndís byrjaði í bráðnauðsynlegum sigri Marseille

Fanndís í leik með íslenska landsliðinu.
Fanndís í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Fanndís Friðriksdóttir byrjaði í fremstu víglínu hjá Marseille í 1-0 sigri á heimavelli gegn Bordeaux í frönsku deildinni í dag.

Er þetta annar sigur Marseille í síðustu þremur leikjum en liðið situr áfram í neðsta sæti deildarinnar með níu stig eftir 14 umferðir. Þær hafa þó unnið tvo af síðustu þremur.

Eina mark leiksins skoraði Viviane Asseyi á 65. mínútu leiksins en þetta var sjötti leikur Bordeaux í röð án sigurs.

Næsti leikur Marseille er gegn Montpellier á heimavelli í franska bikarnum um næstu helgi en þar á eftir er leikur gegn Soyaux þar sem Marseille getur náð að lyfta sér upp úr fallsæti með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×