Hvetur þá sem synjað er um ferðaþjónustu til að áfrýja 22. september 2018 20:30 Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.Í fréttum okkar í vikunni var rætt við eiginkonu manns sem lamaðist eftir heilablóðfallen hefur ítrekað verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hún kveðst hafa litlar sem engar skýringar hafa fengið á því af hverju manni hennar hafi verið synjað um þjónustuna.„Það getur verið eins og í þessu dæmi að viðkomandi sé búsettur á hjúkrunarheimili. Þá fellur það ekki að reglununum en það er samt sem áður alltaf hægt að áfrýja því til velferðarráðs,“ segir Sigtryggur Jónsson, Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.Ætti það að skipta máli því nú eru hjúkrunarheimili alveg jafn mikil heimili fólks eins og önnur búseta?„Ég get ekki svarað því, við setjum ekki reglurnar. Okkur er bara skylt að fara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru settar,“ segir Sigtryggur.Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sjá um að afgreiða umsóknir, bæði um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra og akstursþjónustu fyrir aldraða. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á akstursþjónstu aldraðra er að viðkomandi búi í eigin húsnæði.„Þegar fólk er fatlað sækir það um í ferðaþjónustu fatlaðra, annars sækir það um í akstursþjónustu eldri borgara. Hvað þetta mál varðar, eftir fréttirnar, þá var strax haft samband við aðstandana og honum leiðbeint hvernig ætti að fara að þessu,“ segir Sigtryggur.Umsóknum þarf að skila inn skriflega sem krefst heimsóknar í þjónustumiðstöð. Fljótlega verður þó hægt að sækja um rafrænt.„Ef að það kemur í ljós í samtalinu að skilyrði eru ekki uppfyllt er fólki samt leiðbeint um að sækja samt um vegna þess að það er alltaf hægt að áfrýja allri höfnun á þjónustu,“ segir Sigtryggur. Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.Í fréttum okkar í vikunni var rætt við eiginkonu manns sem lamaðist eftir heilablóðfallen hefur ítrekað verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hún kveðst hafa litlar sem engar skýringar hafa fengið á því af hverju manni hennar hafi verið synjað um þjónustuna.„Það getur verið eins og í þessu dæmi að viðkomandi sé búsettur á hjúkrunarheimili. Þá fellur það ekki að reglununum en það er samt sem áður alltaf hægt að áfrýja því til velferðarráðs,“ segir Sigtryggur Jónsson, Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.Ætti það að skipta máli því nú eru hjúkrunarheimili alveg jafn mikil heimili fólks eins og önnur búseta?„Ég get ekki svarað því, við setjum ekki reglurnar. Okkur er bara skylt að fara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru settar,“ segir Sigtryggur.Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sjá um að afgreiða umsóknir, bæði um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra og akstursþjónustu fyrir aldraða. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á akstursþjónstu aldraðra er að viðkomandi búi í eigin húsnæði.„Þegar fólk er fatlað sækir það um í ferðaþjónustu fatlaðra, annars sækir það um í akstursþjónustu eldri borgara. Hvað þetta mál varðar, eftir fréttirnar, þá var strax haft samband við aðstandana og honum leiðbeint hvernig ætti að fara að þessu,“ segir Sigtryggur.Umsóknum þarf að skila inn skriflega sem krefst heimsóknar í þjónustumiðstöð. Fljótlega verður þó hægt að sækja um rafrænt.„Ef að það kemur í ljós í samtalinu að skilyrði eru ekki uppfyllt er fólki samt leiðbeint um að sækja samt um vegna þess að það er alltaf hægt að áfrýja allri höfnun á þjónustu,“ segir Sigtryggur.
Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00