Langafasta handan við hornið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 15:30 Þessir herramenn gæddu sér á saltkjöti og baunasúpu í Múlakaffi í dag. vísir/hanna Sprengidagur er í dag sem þýðir að langafasta er handan við hornið. Langafasta, eða sjöviknafasta, hefst venju samkvæmt á morgun, öskudag. Sprengidagurinn er því seinasti dagurinn fyrir lönguföstu og eins og flestir kannast við þá er það góður íslenskur siður að fá sér saltkjöt og baunasúpu á þessum degi. Ljósmyndari Vísis leit við í Melabúðinni og á veitingastaðnum Múlakaffi um hádegisbil í dag þar sem margt var um manninn enda hefur verið boðið upp á saltkjöt og baunasúpu á sprengidegi í Múlakaffi í áratugi. Var vel látið að saltkjötinu sem var í boði í dagi. Þá var einnig mikið að gera í saltkjötinu í Melabúðinni og víst að margir munu bjóða upp á þessa sígildu máltíð í kvöld. Um lönguföstu segir svo á Vísindavef Háskóla Íslands: „Langafasta hefst samkvæmt venju á miðvikudegi í sjöundu viku fyrir páska, það er að segja á öskudag, sem getur verið á bilinu frá 4. febrúar til 10. mars. Nafnið á rætur í því að í kaþólskum sið var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag. Aska hefur löngum verið tákn hins óverðuga, eins og víða má sjá í Biblíunni og nægir þar að vitna í Mósebók: „Æ, ég hef dirfst að tala við Drottin, þótt ég sé duft eitt og aska.“ Í augum margra kristinna eru þetta sjö helgustu vikur ársins.“ Smári B. Ólafsson var sáttur við saltkjötið sem boðið var upp á í Múlakaffi.Vísir/Hanna Starfsmaður Melabúðarinnar segir nóg hafa verið að gera í saltkjötinu í dag.vísir/hanna Gunnar Guðlaugsson fannst saltkjötið í Múlakaffi bragðast bara nokkuð vel.vísir/hanna Sprengidagur er síðasti dagurinn fyrir lönguföstu sem hefst á morgun.vísir/hanna Sprengidagur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Sprengidagur er í dag sem þýðir að langafasta er handan við hornið. Langafasta, eða sjöviknafasta, hefst venju samkvæmt á morgun, öskudag. Sprengidagurinn er því seinasti dagurinn fyrir lönguföstu og eins og flestir kannast við þá er það góður íslenskur siður að fá sér saltkjöt og baunasúpu á þessum degi. Ljósmyndari Vísis leit við í Melabúðinni og á veitingastaðnum Múlakaffi um hádegisbil í dag þar sem margt var um manninn enda hefur verið boðið upp á saltkjöt og baunasúpu á sprengidegi í Múlakaffi í áratugi. Var vel látið að saltkjötinu sem var í boði í dagi. Þá var einnig mikið að gera í saltkjötinu í Melabúðinni og víst að margir munu bjóða upp á þessa sígildu máltíð í kvöld. Um lönguföstu segir svo á Vísindavef Háskóla Íslands: „Langafasta hefst samkvæmt venju á miðvikudegi í sjöundu viku fyrir páska, það er að segja á öskudag, sem getur verið á bilinu frá 4. febrúar til 10. mars. Nafnið á rætur í því að í kaþólskum sið var ösku dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag. Aska hefur löngum verið tákn hins óverðuga, eins og víða má sjá í Biblíunni og nægir þar að vitna í Mósebók: „Æ, ég hef dirfst að tala við Drottin, þótt ég sé duft eitt og aska.“ Í augum margra kristinna eru þetta sjö helgustu vikur ársins.“ Smári B. Ólafsson var sáttur við saltkjötið sem boðið var upp á í Múlakaffi.Vísir/Hanna Starfsmaður Melabúðarinnar segir nóg hafa verið að gera í saltkjötinu í dag.vísir/hanna Gunnar Guðlaugsson fannst saltkjötið í Múlakaffi bragðast bara nokkuð vel.vísir/hanna Sprengidagur er síðasti dagurinn fyrir lönguföstu sem hefst á morgun.vísir/hanna
Sprengidagur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira