Ferðamenn á Íslandi í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. apríl 2018 22:34 Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi undanfarin ár. Vísir/Ernir Niðurstöður rannsókna sýna að ferðamenn á Íslandi eru í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna hér á landi. Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. Þetta kemur fram í skýrslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku hér á landi. Fjallað er um skýrsluna á vef Fréttablaðsins. Í skýrslunni kemur fram að fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi hafi farið langt fram úr meðalvexti á heimsvísu undanfarin ár. Í skýrslunni segir að almennt virðist ferðamenn á Íslandi vera viðkvæmir gagnvart umferð annarra ferðamanna.Vísir„Þetta kemur ekki á óvart og rímar einnig við meginaðdráttarafl og ímynd Íslands sem ferðamannalands. Á víðernum og í ósnortinni náttúru býst fólk við fáum öðrum ferðamönnum. Það er hluti af ímynd svæðanna sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að álag ferðamennsku á Suðurlandi, þar sem margir af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna eru staðsettir, sé farið að reyna á þolrif íbúa og ferðamanna, náttúru svæðisins og innviði. „Rúmlega 40% íbúa þykir ferðamannafjöldinn á sumrin of mikill og 40% íbúa telja að landshlutinn geti ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að álagið af vaxandi fjölda ferðamanna sé farið að valda miklum náttúruspjöllum á vinsælum ferðamannastöðum, sem hafi áhrif á upplifun ferðamanna „Samkvæmt úttektum Umhverfisstofnunar á friðlýstum svæðum á Suðurlandi eru tvö svæði, Geysir og Skógafoss, orðin það illa leikin að þau eru í hættu og staðir eins og Dyrhólaey, Dverghamrar og Gullfoss ekki í mikið betra ástandi. Öll þessi svæði bera merki um að innviðir anna ekki umferð ferðamanna og skort á stýringu, vörslu og vöktun. Stígar eru almennt illa farnir og mikið er um villustíga, traðk og gróðurog jarðvegsrof, einkum á Geysi og Gullfosssvæðinu, þar sem gróður er viðkvæmur og jarðvegur gjarnan blautur,“ segir í skýrslunni, sem nálgast má hér. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00 Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Niðurstöður rannsókna sýna að ferðamenn á Íslandi eru í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna hér á landi. Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. Þetta kemur fram í skýrslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku hér á landi. Fjallað er um skýrsluna á vef Fréttablaðsins. Í skýrslunni kemur fram að fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi hafi farið langt fram úr meðalvexti á heimsvísu undanfarin ár. Í skýrslunni segir að almennt virðist ferðamenn á Íslandi vera viðkvæmir gagnvart umferð annarra ferðamanna.Vísir„Þetta kemur ekki á óvart og rímar einnig við meginaðdráttarafl og ímynd Íslands sem ferðamannalands. Á víðernum og í ósnortinni náttúru býst fólk við fáum öðrum ferðamönnum. Það er hluti af ímynd svæðanna sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að álag ferðamennsku á Suðurlandi, þar sem margir af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna eru staðsettir, sé farið að reyna á þolrif íbúa og ferðamanna, náttúru svæðisins og innviði. „Rúmlega 40% íbúa þykir ferðamannafjöldinn á sumrin of mikill og 40% íbúa telja að landshlutinn geti ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að álagið af vaxandi fjölda ferðamanna sé farið að valda miklum náttúruspjöllum á vinsælum ferðamannastöðum, sem hafi áhrif á upplifun ferðamanna „Samkvæmt úttektum Umhverfisstofnunar á friðlýstum svæðum á Suðurlandi eru tvö svæði, Geysir og Skógafoss, orðin það illa leikin að þau eru í hættu og staðir eins og Dyrhólaey, Dverghamrar og Gullfoss ekki í mikið betra ástandi. Öll þessi svæði bera merki um að innviðir anna ekki umferð ferðamanna og skort á stýringu, vörslu og vöktun. Stígar eru almennt illa farnir og mikið er um villustíga, traðk og gróðurog jarðvegsrof, einkum á Geysi og Gullfosssvæðinu, þar sem gróður er viðkvæmur og jarðvegur gjarnan blautur,“ segir í skýrslunni, sem nálgast má hér.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00 Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15
Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00
Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05