Stefna að því að bæta RÚV upp tekjutapið Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. september 2018 06:00 Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Vísir/Anton Brink „Það er mjög mikilvægt að það ríki samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Við fáum betri og öflugri fjölmiðla ef það er virk og góð samkeppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kynnti í gær tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Meðal tillagnanna er endurgreiðsla ritstjórnarkostnaðar hjá prent- og ljósvakamiðlum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram eftir áramót og að fyrstu endurgreiðslurnar komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019. „Þetta eru tillögur sem hafa verið í vinnslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðustu átján mánuði. Við höfum unnið þetta með fjölmiðlanefnd og lagt mikla áherslu á alþjóðlegan samanburð. Við vildum skoða hvað væri að gerast annars staðar og hvernig það væri að ganga upp.“ Lilja segir að fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki, bæði við miðlun upplýsinga í lýðræðissamfélagi og fyrir íslenska tungu. „Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin, þá er umhverfi einkarekinna fjölmiðla hér annað og þessar aðgerðir miða að því að jafna leikinn.“ Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða einnig minnkuð. Þar er til skoðunar að banna kostun dagskrárliða og að lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna á klukkustund úr átta í sex. Lilja segir að til standi að bæta RÚV upp það tekjutap. „Við stefnum að því. RÚV hefur verið að fá auknar fjárveitingar og við stefnum áfram að því að hafa öflugt RÚV.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að það ríki samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Við fáum betri og öflugri fjölmiðla ef það er virk og góð samkeppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kynnti í gær tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Meðal tillagnanna er endurgreiðsla ritstjórnarkostnaðar hjá prent- og ljósvakamiðlum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram eftir áramót og að fyrstu endurgreiðslurnar komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019. „Þetta eru tillögur sem hafa verið í vinnslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðustu átján mánuði. Við höfum unnið þetta með fjölmiðlanefnd og lagt mikla áherslu á alþjóðlegan samanburð. Við vildum skoða hvað væri að gerast annars staðar og hvernig það væri að ganga upp.“ Lilja segir að fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki, bæði við miðlun upplýsinga í lýðræðissamfélagi og fyrir íslenska tungu. „Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin, þá er umhverfi einkarekinna fjölmiðla hér annað og þessar aðgerðir miða að því að jafna leikinn.“ Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða einnig minnkuð. Þar er til skoðunar að banna kostun dagskrárliða og að lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna á klukkustund úr átta í sex. Lilja segir að til standi að bæta RÚV upp það tekjutap. „Við stefnum að því. RÚV hefur verið að fá auknar fjárveitingar og við stefnum áfram að því að hafa öflugt RÚV.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira