Vinur Houssin segir erfitt að vita af því að hann sæti misþyrmingum í fangelsi Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. janúar 2018 20:45 Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. Báðir kváðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn, en ekki var hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um aldur sinn. Í kjölfar málsmeðferðar og synjunar frá kærunefnd útlendingamála lenti Houssin hins vegar á hrakhólum, þurfti meðal annars að gista einn á gistiheimili í Reykjavík, en endaði svo í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar tilraunir til að flýja land í gegnum skipasvæði Eimskips. Líkt og fjallað hefur verið um varð hann svo fyrir grófri líkamsárás í fangelsinu á þriðjudag, sem talið er að rekja megi til kynþáttahaturs. Félagi hans Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi og var settur í umsjá barnaverndaryfirvalda stuttu eftir komuna til landsins, sem úthlutuðu honum fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Hann segir lífið þar vera afar gott. Yassine hefur farið í skóla og kveðst spenntur fyrir að læra meiri íslensku en í dag talar hann meiri íslensku heldur en ensku. Yassine er sautján ára í dag og verður hjá fjölskyldunni a.m.k. til átján ára aldurs, en óljóst er með framhaldið eftir það. Hann segir samband sitt og fjölskyldunnar afar gott, en þau fóru m.a. saman í frí til Kanaríeyja um jólin. Hann segir hins vegar erfitt að vita af vini sínum sæta misþyrmingum í fangelsi. Íslensk fósturmóðir Yassines tekur í sama streng, en hún segir sorglegt hvernig örlög þeirra Houssins eftir komuna hingað urðu svo gríðarlega ólík. „Ég er búin að vera miður mín allt frá því að ég vissi að Houssin hefði farið í fangelsi og eiginlega bara yfir hans örlögum eins og þau eru í dag,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir stráka á borð við Yassine og Houssin ekki eiga heima í fangelsi meðal harðsvíraðra glæpamanna. „Og mér finnst engan veginn eðlilegt að ungir menn eða strákar, ég vil nú bara kalla hann strák, hann er náttúrulega bara strákur, að það sé mögulegt að misþyrma þeim í fangelsi sem er stofnun á vegum ríkisins.“ Ylfa segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig hefði farið fyrir fóstursyni sínum Yassine, hefði hann verið sendur í fangelsið. Þá finnst henni glæpurinn, að reyna að flýja land með skipi og leita sér betra lífs, ekki þess eðlis að krefjist varðhalds á Litla Hrauni. „Það er náttúrulega bara glæpur sem ég myndi gera mig seka um ef ég þyrfti.“ Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. Báðir kváðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn, en ekki var hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um aldur sinn. Í kjölfar málsmeðferðar og synjunar frá kærunefnd útlendingamála lenti Houssin hins vegar á hrakhólum, þurfti meðal annars að gista einn á gistiheimili í Reykjavík, en endaði svo í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar tilraunir til að flýja land í gegnum skipasvæði Eimskips. Líkt og fjallað hefur verið um varð hann svo fyrir grófri líkamsárás í fangelsinu á þriðjudag, sem talið er að rekja megi til kynþáttahaturs. Félagi hans Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi og var settur í umsjá barnaverndaryfirvalda stuttu eftir komuna til landsins, sem úthlutuðu honum fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Hann segir lífið þar vera afar gott. Yassine hefur farið í skóla og kveðst spenntur fyrir að læra meiri íslensku en í dag talar hann meiri íslensku heldur en ensku. Yassine er sautján ára í dag og verður hjá fjölskyldunni a.m.k. til átján ára aldurs, en óljóst er með framhaldið eftir það. Hann segir samband sitt og fjölskyldunnar afar gott, en þau fóru m.a. saman í frí til Kanaríeyja um jólin. Hann segir hins vegar erfitt að vita af vini sínum sæta misþyrmingum í fangelsi. Íslensk fósturmóðir Yassines tekur í sama streng, en hún segir sorglegt hvernig örlög þeirra Houssins eftir komuna hingað urðu svo gríðarlega ólík. „Ég er búin að vera miður mín allt frá því að ég vissi að Houssin hefði farið í fangelsi og eiginlega bara yfir hans örlögum eins og þau eru í dag,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir stráka á borð við Yassine og Houssin ekki eiga heima í fangelsi meðal harðsvíraðra glæpamanna. „Og mér finnst engan veginn eðlilegt að ungir menn eða strákar, ég vil nú bara kalla hann strák, hann er náttúrulega bara strákur, að það sé mögulegt að misþyrma þeim í fangelsi sem er stofnun á vegum ríkisins.“ Ylfa segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig hefði farið fyrir fóstursyni sínum Yassine, hefði hann verið sendur í fangelsið. Þá finnst henni glæpurinn, að reyna að flýja land með skipi og leita sér betra lífs, ekki þess eðlis að krefjist varðhalds á Litla Hrauni. „Það er náttúrulega bara glæpur sem ég myndi gera mig seka um ef ég þyrfti.“
Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00