Innlent

Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls.
Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. Þetta segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, Samtaka álframleiðenda, en hann mun fjalla um stöðu raforkumála á ársfundi samtakanna í Hörpu í dag.

„Við erum komin að ákveðnum vegamótum í raforkumálum. Raforkumarkaðurinn hefur náð ákveðnum þroska og nú er kominn tími til að ákveða hvernig forgangsraða eigi til framtíðar.“ Nú sé tækifæri til að taka höndum saman til að auka samkeppni og lækka óþarfa kostnað.

Hann bendir á að atvinnulífið kalli eftir meiri raforkunotkun en á sama tíma hafi Landsvirkjun og Orka náttúrunnar lýst því yfir að ekki sé stefnt að nýjum virkjunum í náinni framtíð. Engir virkjanakostir séu í boði á næstunni fyrir ný fyrirtæki og nánast allir vatnsaflskostir verði í sama fyrirtækinu. Spurningin sé hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×