Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 19:30 Slysum í umferðinni sem rekja má til vímuefnaneyslu hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Þetta sýna tölur frá Samgöngustofu. Samkvæmt þeim er akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja ein af þremur algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. Alls slösuðust 47 einstaklingar af völdum fíkniefnaaksturs fyrstu fjóra mánuði ársins. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir Samgöngustofu hafa þungar áhyggjur af þessari fjölgun. „Þessi slys sem við erum að sjá eru í raun bara ein birtingarmyndin af fíkniefnavanda sem er vaxandi. Lögreglan hefur einnig bent á það sama að fíkniefnaakstur er vaxandi vandamál,“ segir Þórhildur. Hún segir Samgöngustofu vinna stöðugt að forvörnum og fræðslu en margir þurfi að koma að borðinu og vinna saman til að minnka þennan vanda. „Það má segja að þetta sé í rauninni heilbrigðisvandi undir stýri. Fleiri aðilar en þau og við sem sinnum forvörnum og fræðslu í samgöngum þyrftu að koma að borðinu og hafa örugglega svipaðar áhyggjur og við. Þá erum við að tala um heilbrigðisyfirvöld, félagsmálayfirvöld og jafnvel menntamál.“ Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þetta samfélagslegt vandamál sem þurfi að bregðast við. Lögreglan sjái að ökumenn aki oftar og meira undir áhrifum vímuefna nú en áður. „Það er ekki hægt að segja að eftirlit lögreglu hafi verið aukið síðustu misseri, það er bara svipað. Hins vegar hafa lögreglumenn sýnt þessum málaflokki mikinn dug og dugnað og sinnt þessu eftirliti þegar þess er kostur vegna forgangsröðunar annarra verkefni. Ef þeir sjá eitthvað athugavert þá er það kannað og þegar þau hafa tíma um helgan setja jafnvel upp ölvunar- og fíkniefnapróf þar sem allir eru stöðvaðir og gert að taka próf,“ segir hann. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Slysum í umferðinni sem rekja má til vímuefnaneyslu hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Þetta sýna tölur frá Samgöngustofu. Samkvæmt þeim er akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja ein af þremur algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. Alls slösuðust 47 einstaklingar af völdum fíkniefnaaksturs fyrstu fjóra mánuði ársins. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir Samgöngustofu hafa þungar áhyggjur af þessari fjölgun. „Þessi slys sem við erum að sjá eru í raun bara ein birtingarmyndin af fíkniefnavanda sem er vaxandi. Lögreglan hefur einnig bent á það sama að fíkniefnaakstur er vaxandi vandamál,“ segir Þórhildur. Hún segir Samgöngustofu vinna stöðugt að forvörnum og fræðslu en margir þurfi að koma að borðinu og vinna saman til að minnka þennan vanda. „Það má segja að þetta sé í rauninni heilbrigðisvandi undir stýri. Fleiri aðilar en þau og við sem sinnum forvörnum og fræðslu í samgöngum þyrftu að koma að borðinu og hafa örugglega svipaðar áhyggjur og við. Þá erum við að tala um heilbrigðisyfirvöld, félagsmálayfirvöld og jafnvel menntamál.“ Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þetta samfélagslegt vandamál sem þurfi að bregðast við. Lögreglan sjái að ökumenn aki oftar og meira undir áhrifum vímuefna nú en áður. „Það er ekki hægt að segja að eftirlit lögreglu hafi verið aukið síðustu misseri, það er bara svipað. Hins vegar hafa lögreglumenn sýnt þessum málaflokki mikinn dug og dugnað og sinnt þessu eftirliti þegar þess er kostur vegna forgangsröðunar annarra verkefni. Ef þeir sjá eitthvað athugavert þá er það kannað og þegar þau hafa tíma um helgan setja jafnvel upp ölvunar- og fíkniefnapróf þar sem allir eru stöðvaðir og gert að taka próf,“ segir hann.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira