Stríð og friður í Evrópu frá fyrri hluta 17. aldar Ingimundur Gíslason skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Þrjátíu ára stríðið í Evrópu 1618 til 1648 hefur stundum verið kallað fyrsta allsherjarstyrjöldin í sögu álfunnar. Stríðið var í byrjun trúarbragðastyrjöld á milli mótmælenda og kaþólskra í Þýskalandi og víðar, en snérist á endanum upp í afmarkaða og hefðbundna landvinninga konunga og fursta. Þessi styrjöld olli gríðarlegri eyðileggingu og miklu manntjóni í viðkomandi löndum eins og til dæmis í Þýskalandi og Tékklandi. Friður kenndur við bæina Münster og Osnabrück í Vestfalíu í Þýskalandi var saminn árið 1648. Nú eru liðin 400 ár síðan þrjátíu ára stríðið hófst. Á þeim tíma hafa styrjaldir stórar og smáar geisað í álfunni nær sleitulaust og raðast upp eins og blóðsvartar perlur á bandi. En ef frátalin eru Balkanstríð 20. aldar og stutt stríð með þátttöku Rússa má þó segja að friður hafi ríkt í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar árið 1945 eða í 73 ár. Er það lengsta friðartímabil og um leið tímabil framfara og hagsældar í Norður- og Mið-Evrópu síðan 1648. Sé litið á söguna getur Evrópa greinilega verið jarðvegur tíðra átaka og hörmunga þeim fylgjandi. Þetta langtíma friðartímabil er því raunveruleg nýjung í sögu álfunnar. Og hverju er það að þakka? Samtökum þjóða eins og NATO og ESB? Eða eru einnig önnur öfl að verki s.s. þjóðfélagsbreytingar í heiminum öllum sem gera stríðsrekstur enn ófýsilegri en áður. Aðildarþjóðum NATO hefur með samheldni sinni tekist að verja landamæri aðildarríkjanna frá stofnun bandalagsins árið 1949. En það er Evrópusambandið, ESB, sem á mestan heiður af því að viðhalda samheldni og efnahagsframförum í Evrópuríkjum undanfarna áratugi og með þeim hætti stuðlað að friði og stöðugleika. Og það gleymist alltof oft að ESB er að grunni til friðarbandalag. Árið 1951 undirrituðu utanríkisráðherrar nokkurra Evrópuríkja: Frakklands, Vestur-Þýskalands, Hollands, Ítalíu, Belgíu og Lúxemborgar hina svokölluðu Parísaryfirlýsingu sem varð upphaf Evrópska kola- og stálbandalagsins. Það varð síðar undanfari Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag. Helsti hvatamaður þessa var utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman. Markmiðið með samkomulagi þessara ráðamanna var að forða Evrópu frá áframhaldandi stríðsrekstri í framtíðinni eins og þeim sem hrjáð hafði þjóðir álfunnar fram að þeim tíma. Þeir töldu að besta leiðin til að ná þessu markmiði væri náin samvinna og frelsi á sviði verslunar og þjónustu. Á Íslandi er í allri umræðu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hins vegar einblínt á hreinan fjárhagslegan ágóða fyrir Íslendinga. Íslandsmaðurinn spyr sig aldrei „Hvað getum við sem þjóð lagt af mörkum?“ Fyrsta janúar 2016 var heildaríbúafjöldi landa Evrópusambandsins 510,1 milljón eða um það bil 6,9 prósent af íbúafjölda heimsins. Það er reiknað með að þetta hlutfall lækki á næstu áratugum. Þess vegna er mikilvægt að Evrópuþjóðir standi þétt saman og láti ekki sundrungaröfl ýmiss konar veikja eða beinlínis eyðileggja samstarfið. Pútín, forseti Rússlands, Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri af sama sauðahúsi eru iðnir við að grafa undan alþjóðastofnunum ýmiss konar, oft undir formerkjum þjóðernisstefnu og lýðskrums. Þeir beina spjótum sínum sérstaklega að Evrópusambandinu með lúmskum áróðri og lygum. Íslendingar, sem eru fámennir, verða að átta sig á því hvar þeim er best borgið í ölduróti heimsmálanna. Það er örugglega ekki í faðmi einstakra lýðskrumara – í félagsskap manna og kvenna eins og Trumps, Pútíns, Le Pen, Nigels Farage og fleiri og fleiri og fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þrjátíu ára stríðið í Evrópu 1618 til 1648 hefur stundum verið kallað fyrsta allsherjarstyrjöldin í sögu álfunnar. Stríðið var í byrjun trúarbragðastyrjöld á milli mótmælenda og kaþólskra í Þýskalandi og víðar, en snérist á endanum upp í afmarkaða og hefðbundna landvinninga konunga og fursta. Þessi styrjöld olli gríðarlegri eyðileggingu og miklu manntjóni í viðkomandi löndum eins og til dæmis í Þýskalandi og Tékklandi. Friður kenndur við bæina Münster og Osnabrück í Vestfalíu í Þýskalandi var saminn árið 1648. Nú eru liðin 400 ár síðan þrjátíu ára stríðið hófst. Á þeim tíma hafa styrjaldir stórar og smáar geisað í álfunni nær sleitulaust og raðast upp eins og blóðsvartar perlur á bandi. En ef frátalin eru Balkanstríð 20. aldar og stutt stríð með þátttöku Rússa má þó segja að friður hafi ríkt í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar árið 1945 eða í 73 ár. Er það lengsta friðartímabil og um leið tímabil framfara og hagsældar í Norður- og Mið-Evrópu síðan 1648. Sé litið á söguna getur Evrópa greinilega verið jarðvegur tíðra átaka og hörmunga þeim fylgjandi. Þetta langtíma friðartímabil er því raunveruleg nýjung í sögu álfunnar. Og hverju er það að þakka? Samtökum þjóða eins og NATO og ESB? Eða eru einnig önnur öfl að verki s.s. þjóðfélagsbreytingar í heiminum öllum sem gera stríðsrekstur enn ófýsilegri en áður. Aðildarþjóðum NATO hefur með samheldni sinni tekist að verja landamæri aðildarríkjanna frá stofnun bandalagsins árið 1949. En það er Evrópusambandið, ESB, sem á mestan heiður af því að viðhalda samheldni og efnahagsframförum í Evrópuríkjum undanfarna áratugi og með þeim hætti stuðlað að friði og stöðugleika. Og það gleymist alltof oft að ESB er að grunni til friðarbandalag. Árið 1951 undirrituðu utanríkisráðherrar nokkurra Evrópuríkja: Frakklands, Vestur-Þýskalands, Hollands, Ítalíu, Belgíu og Lúxemborgar hina svokölluðu Parísaryfirlýsingu sem varð upphaf Evrópska kola- og stálbandalagsins. Það varð síðar undanfari Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag. Helsti hvatamaður þessa var utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman. Markmiðið með samkomulagi þessara ráðamanna var að forða Evrópu frá áframhaldandi stríðsrekstri í framtíðinni eins og þeim sem hrjáð hafði þjóðir álfunnar fram að þeim tíma. Þeir töldu að besta leiðin til að ná þessu markmiði væri náin samvinna og frelsi á sviði verslunar og þjónustu. Á Íslandi er í allri umræðu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hins vegar einblínt á hreinan fjárhagslegan ágóða fyrir Íslendinga. Íslandsmaðurinn spyr sig aldrei „Hvað getum við sem þjóð lagt af mörkum?“ Fyrsta janúar 2016 var heildaríbúafjöldi landa Evrópusambandsins 510,1 milljón eða um það bil 6,9 prósent af íbúafjölda heimsins. Það er reiknað með að þetta hlutfall lækki á næstu áratugum. Þess vegna er mikilvægt að Evrópuþjóðir standi þétt saman og láti ekki sundrungaröfl ýmiss konar veikja eða beinlínis eyðileggja samstarfið. Pútín, forseti Rússlands, Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri af sama sauðahúsi eru iðnir við að grafa undan alþjóðastofnunum ýmiss konar, oft undir formerkjum þjóðernisstefnu og lýðskrums. Þeir beina spjótum sínum sérstaklega að Evrópusambandinu með lúmskum áróðri og lygum. Íslendingar, sem eru fámennir, verða að átta sig á því hvar þeim er best borgið í ölduróti heimsmálanna. Það er örugglega ekki í faðmi einstakra lýðskrumara – í félagsskap manna og kvenna eins og Trumps, Pútíns, Le Pen, Nigels Farage og fleiri og fleiri og fleiri.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun