Fótbolti

Sumarmessan: „Ætli sjóveiki sé afsökun Karius í þetta skipti?“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Karius á ekki sjö dagana sæla.
Karius á ekki sjö dagana sæla. vísir/getty
Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport fóru aðeins út af sporinu í gærkvöld og ræddu markmann Liverpool, Loris Karius. Hann komst aftur í sviðsljósið á dögunum þegar hann gerði slæm mistök í æfingaleik.

Eftir leik Real Madrid og Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor kom í ljós að Karius hafði hlotið smávægilegan heilahristing í leiknum sem var valdur þess að hann gerði sig sekan um hræðileg mistök í markinu.

Í æfingaleik Liverpool og Tranmere Rovers í vikunni gerði Karius aftur slæm mistök, hann fékk á sig nokkuð einfalt skot úr aukaspyrnu en tókst ekki betur en svo að boltinn féll fyrir leikmann Tranmere í teignum sem skoraði framhjá Þjóðverjanum.

„Ætli Karius hafi ekki verið þarna bara sjóveikur eftir að sigla yfir ána Mersey til þess að mæta Tranmere?“ spurði Jóhannes Karl Guðjónsson.

„Gæti það ekki verið afsökunin fyrir þessu? Burtu með hann úr Liverpool, finnum okkur nýjan markmann.“

Hjörvar Hafliðason sagði Liverpool hafa átt að taka Portúgalann Rui Patricio sem Wolverhampton Wanderers fékk til sín á dögunum frá Sporting Lisbon.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×