Handbolti

Sigvaldi funheitur í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigvaldi flýgur.
Sigvaldi flýgur. vísir/getty
Sigvaldi Guðjónsson var funheitur í sigri Århus á Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Árósarliðið vann 30-26 eftir að hafa leitt 17-15 í hálfleik.

Mikið var skorað í fyrri hálfleik, en Rise-Esbjerg byrjaði af krafti og komst meðal annars í 6-3. Undir lok hálfleiksins breyttu svo Árósar-menn stöðunni úr 10-14 í 17-15, sér í vil og í góðri stöðu.

Í síðari hálfleik héldu heimamenn í Århus svo vel á spilunum og hleyptu gestunum frá Esbjerg aldrei nærri sér. Þeir unnu svo að lokum fjögurra marka sigur, 30-26.

Sigvaldi átti mjög góðan leik, en hann skoraði fimm mörk úr fimm skotum. Hann tilkynnti í gær að hann myndi róa á önnur mið næsta sumar, en hann hefur samið við Elverum. Ómar Ingi Guðmundsson og Róbert Gunnarsson komust ekki á blað.

Eftir sigurinn er Århus í sjötta sæti deildarinnar, en Ribe er í níunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×