Enn hrapar þyrla með gírkassann frá Airbus Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Þyrland var með sama gírkassa og nýjar vélar Landhelgisgæslunnar. defence-blog Þyrla með sams konar gírkassa og er í tveimur þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu frá Noregi hrapaði í Suður-Kóreu fyrir níu dögum. Vefurinn Defence-Blog.com, sem fjallar um hernaðarmál, birtir myndband af slysinu úr eftirlitsmyndavél á flugvellinum í Pohang í Suður-Kóreu. Kemur fram að herþyrla hafi verið að leggja upp í reynsluflug síðdegis 17. júlí. Þyrlan er af gerðinni MUH-1 Surion. Sú tegund er framleidd í samstarfi við Airbus sem leggur meðal annars til gírkassa í vélarnar. „Þyrlan hrapaði í reynsluflugi. Herinn mun setja saman rannsóknarteymi til að finna nákvæmlega ástæðuna fyrir slysinu,“ er haft eftir embættismanni í Suður-Kóreu. Litlar opinberar fréttir eru af málinu þar sem ekki var um borgaralegt flug að ræða en myndbandið er á frettabladid.is. Flughæð þyrlunnar var aðeins um tíu metrar þegar aðalspaði hennar losnaði af og vélin steyptist til jarðar. Eldur kom upp í flakinu og aðeins einn af sex um borð lifði af. Er um að ræða sams konar slys og í Noregi 2016 þar sem þrettán fórust og í Skotlandi 2009 þar sem sextán manns létu lífið. Voru þær þyrlur af Super Puma gerð – sams konar vélar og Landhelgisgæsla Íslands hefur samið um leigu á með því að taka því sem lýst var sem „tilboð aldarinnar“ í innanhússpósti hjá stofnuninni.Eftir slysið í Noregi 2016 voru þyrlur með þessa tilteknu gírkassa frá Airbus kyrrsettar, átti það líka við um MUH-1 Surion í Suður-Kóreu. Þeirri kyrrsetningu var síðar aflétt eftir að Airbus hafði kynnt mótvægisaðgerðir. Þær fólust meðal annars í segli sem nema á málmflísar sem losna og í því að stytta notkunartíma gírkassanna niður í aðeins fjórðung af því sem áður var. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu kynnti rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi 5. júlí síðastliðinn lokaniðurstöður sínar varðandi þyrluslysið 2016. Þá voru aðeins fáeinar vikur frá því að Landhelgisgæslan gekk að skynditilboði um að taka áðurnefndar þyrlur á leigu. Rannsóknarnefndin sagði meðal annars ósannað að ekki gætu enn þróast leyndar málmþreytusprungur í gírkössunum. Airbus verði að endurhanna gírkassann með tilliti til styrkleika, áreiðanleika og öryggis. Það væri hins vegar á ábyrgð annarra en nefndarinnar að skera úr um lofthæfi vélanna. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði eftir útkomu norsku skýrslunnar að sérfræðingar stofnunarinnar myndu á vikunum á eftir kynna sér efni hennar. Ekki fengust upplýsingar um stöðu þess máls hjá Landhelgisgæslunni í gær. Airbus Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þyrla með sams konar gírkassa og er í tveimur þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu frá Noregi hrapaði í Suður-Kóreu fyrir níu dögum. Vefurinn Defence-Blog.com, sem fjallar um hernaðarmál, birtir myndband af slysinu úr eftirlitsmyndavél á flugvellinum í Pohang í Suður-Kóreu. Kemur fram að herþyrla hafi verið að leggja upp í reynsluflug síðdegis 17. júlí. Þyrlan er af gerðinni MUH-1 Surion. Sú tegund er framleidd í samstarfi við Airbus sem leggur meðal annars til gírkassa í vélarnar. „Þyrlan hrapaði í reynsluflugi. Herinn mun setja saman rannsóknarteymi til að finna nákvæmlega ástæðuna fyrir slysinu,“ er haft eftir embættismanni í Suður-Kóreu. Litlar opinberar fréttir eru af málinu þar sem ekki var um borgaralegt flug að ræða en myndbandið er á frettabladid.is. Flughæð þyrlunnar var aðeins um tíu metrar þegar aðalspaði hennar losnaði af og vélin steyptist til jarðar. Eldur kom upp í flakinu og aðeins einn af sex um borð lifði af. Er um að ræða sams konar slys og í Noregi 2016 þar sem þrettán fórust og í Skotlandi 2009 þar sem sextán manns létu lífið. Voru þær þyrlur af Super Puma gerð – sams konar vélar og Landhelgisgæsla Íslands hefur samið um leigu á með því að taka því sem lýst var sem „tilboð aldarinnar“ í innanhússpósti hjá stofnuninni.Eftir slysið í Noregi 2016 voru þyrlur með þessa tilteknu gírkassa frá Airbus kyrrsettar, átti það líka við um MUH-1 Surion í Suður-Kóreu. Þeirri kyrrsetningu var síðar aflétt eftir að Airbus hafði kynnt mótvægisaðgerðir. Þær fólust meðal annars í segli sem nema á málmflísar sem losna og í því að stytta notkunartíma gírkassanna niður í aðeins fjórðung af því sem áður var. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu kynnti rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi 5. júlí síðastliðinn lokaniðurstöður sínar varðandi þyrluslysið 2016. Þá voru aðeins fáeinar vikur frá því að Landhelgisgæslan gekk að skynditilboði um að taka áðurnefndar þyrlur á leigu. Rannsóknarnefndin sagði meðal annars ósannað að ekki gætu enn þróast leyndar málmþreytusprungur í gírkössunum. Airbus verði að endurhanna gírkassann með tilliti til styrkleika, áreiðanleika og öryggis. Það væri hins vegar á ábyrgð annarra en nefndarinnar að skera úr um lofthæfi vélanna. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði eftir útkomu norsku skýrslunnar að sérfræðingar stofnunarinnar myndu á vikunum á eftir kynna sér efni hennar. Ekki fengust upplýsingar um stöðu þess máls hjá Landhelgisgæslunni í gær.
Airbus Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00
Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30
Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00
Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00