
Hörð framganga Spánverja í málinu, hvort sem um er að ræða ofbeldi lögreglu á kjördag eða fangelsun embættismanna, hefur vakið hörð viðbrögð Katalóna. Það mátti til að mynda sjá í leik Barcelona og Real Madrid í spænsku deildinni um helgina þar sem stuðningsmenn katalónska liðsins héldu á flennistórum borða sem á stóð: „Einungis einræðisríki fangelsa friðsama stjórnmálamenn.“
Cuixart fjallar um fangelsisvist og meðferð sína í greininni. Hann líkir stjórnvöldum á Spáni við harðstjórn Francos, segir málið farsa og skorar á ríki Evrópu að miðla málum í deilunni við Spán.