Fótbolti

Aðgerð Arons gekk vel

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson er leiðtogi og lykilmaður í íslenska landsliðinu
Aron Einar Gunnarsson er leiðtogi og lykilmaður í íslenska landsliðinu vísir/getty
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel.

Aron fór meiddur af velli í leik Cardiff og Hul um helgina eftir að hafa misstigið sig illa. Hann sagði í tilkynningu sem send var út um helgina að hann „vissi strax að þetta var alvarlegt.“

Aron gekkst undir aðgerð í gær og sendi hann frá sér færslu á Twitter í dag þar sem hann sagði aðgerðina hafa gengið vel og mikil vinna sé framundan.

Fyrirliðinn mun vilja mæta heill til leiks og leiða íslensku strákana út á völlinn í Moskvu 16. júní þegar Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi.



 


Tengdar fréttir

Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×