Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2019 08:34 Séu fréttir sem byggja á tilkynningum frá Getspá og öðrum happdrættismönnum skoðaðar kemur í ljós að vinningshafarnir hafa oftar en ekki átt undir högg að sækja í lífsbaráttunni. Vinningurinn kemur sér því afar vel. getty/samsett Lausleg athugun leiðir í ljós að vinningshafar í lottó eru flestir af svipuðu sauðahúsi; þeir eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni og því kemur vinningurinn sér sérlega vel. Margir geta látið þann draum rætast að gera upp skuldir sínar og býsna margir eru blessunarlega í þeirri stöðu að geta farið í bráðnauðsynlegar endurbætur á húsnæði sínu eða jafnvel leyft sér að fara í frí. Sem segir kannski ekki mikið því það er nú einmitt sú staða sem margur Íslendingurinn er í. Svo vitnað sé í Forrest Gump þá eykur maður líkur sínar á lottóvinningi verulega með því að kaupa miða. Reyndar er einnig sagt að lottó sé skattur á heimskingja og er þá vísað til þess að líkur á vinningi eru verulega litlar. En slíkt svartagallsraus er hér látið liggja á milli hluta. Ef farið er yfir fréttir sem berast úr herbúðum Íslenskrar getspár undanfarin árin og öðrum happatöppum kemur á daginn að lottóvinningar eru líklega vanmetnasta tekjujöfnunarfyrirbæri sem um getur. Helst er það fólk sem þarf sárlega á vinningi að halda sem hreppir þann stóra. Sem reyndar stangast á við fullyrðingar þess efnis verkalýðsforystunnar að í þessu landi búi tvær þjóðir. En, hér verður stiklað á stóru, nokkur dæmi nefnd en sögurnar eru flestar merkilega keimlíkar.Öryrki vinnur 23 milljónir í lottó „Öryrki sem býr í leiguhúsnæði vann 23 milljónir í lottó á laugardaginn og var nokkuð hress í morgun þegar hann fór til Getspár til að kvitta undir vinningskröfuna,“ segir í fréttatilkynningu sem Vísir birti í júní 2017. Þar kemur fram að hann hafi verið í „sinni hefðbundinni morgunrútínu, drekka kaffi og skoða vefmiðlana að hann veitti því athygli að einn spilari hafði unnið allan pottinn í Lottó. Hann sá svo að hann var með eina vinningstölu rétta, svo tvær og svo þrjár tölur réttar og að lokum uppgötvaði hann að þetta voru hans tölur og hann hinn heppni vinningshafi.“Fyrsti vinningur gekk út í Lottóinu í kvöld.vísir/vilhelmÞað fyrsta sem kom í huga hans var að geta gefið barnabörnunum góðar afmælisgjafir, heimsótt eitt barna sinna sem býr erlendis og síðan jafnvel endurnýja bílinn sem er orðinn 20 ára gamall.Staurblankur Borgnesingur fær vinning Réttlætið virðist vera á snærum Lottósins, fá dæmi ef nokkur eru um að auðkýfingar hafi unnið í lottóinu sé miðað við tilkynningar frá Getspá. Er það öðrum þræði kristilegt stef því eins og segir í hinni helgu bók; auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. Hann var einmitt staurblankur Borgnesingurinn sem vann 22 milljónir króna þegar hann fór í N1 og „renndi gömlum lottómiða í gegn til að athuga hvort hann ætti fyrir kókflösku,“ eins og segir í fréttatilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að vinningshafinn sé jarðbundinn maður sem ætlar að fjárfesta fyrir vinninginn.Að hans sögn er besta fjárfestingin að borga niður skuldir og það ætlar hann sér að gera auk þess að klára þær framkvæmdir sem eru á heimilinu.“ En, þegar tilkynningar frá Getspá eru skoðaðar má sjá að yfirleitt er þetta heiðarlegt fólk sem leggur mikið uppúr því að standa í skilum, sem fær vinninginn. Heiðarleikinn nefnilega borgar sig og því fékk kanadísk kona að kynnast, sem hélt hún hefði unnið glás af seðlum en flaskaði á því að hafa keypt miðann út á stolið kreditkort.Loks hægt að fara í frí En, vinningshafar Getspár leggja mikið uppúr því að standa í skilum og þannig er því einmitt farið með fjölskyldumanninn á höfuðborgarsvæðinu fékk nokkuð skemmtilegt símtal frá Getspá á mánudaginn þegar honum var tilkynnt að hann hefði unnið rúmlega 46,5 milljónir á lottómiða sem hann hafði keypt á lotto.is.Maðurinn fjárfesti í vinningsmiðanum á lotto.is samkvæmt tilkynningunni.Vísir/StefánSamkvæmt tilkynningu frá Getspá í maí 2017 hafði maðurinn ekki hugmynd um að hann hefði unnið tugi milljóna og var gleðin því eðlilega mikil en vinningshafinn er með stóra fjölskyldu auk þess sem hann var að vinna að endurbótum á eigin húsnæði. Hann þurfti hins vegar að stöðva endurbæturnar en vinningurinn gerir honum nú kleift að halda uppbyggingunni áfram.„Einnig eru margir aðrir útgjaldapóstar fyrir fjölskylduna sem vinningurinn léttir undir með t.d. tannréttingar, ferming, íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Fjölskyldan ætlar sem fyrr segir að halda áfram með endurbætur á húsnæðinu og jafnvel að leyfa fjölskyldunni að fara allri saman erlendis í frí en það hefur hún aldrei getað veitt sér fyrr.“Vinningurinn kom sér vel Eins og sjá má gera Lottóvinningarnir hinum oft áður þjökuðu vinningshöfum kleift að láta eitt og annað eftir sér sem áður var bara draumur. En, þannig er nú eðli hinna óvæntu vinninga sem falla réttlátum í skaut. Þannig var það starfsmönnum Íslenskrar getspár einstaklega ánægjulegt að hringja í vinningshafann í Lottó í maí í fyrra. Hann ætlaði vart að trúa því að hafa unnið og taldi að það væri verið að geta at í sér. Þurfti að hafa verulega mikið fyrir því að sannfæra hinn heppna um að gæfan hefði einmitt fallið honum í skaut.Vinningshafinn mundi ekki hvaða tölur hann hafði valið á fimm raða miðann sem hann hafði sett í áskrift á lotto.is.vísir/vilhelmOg, vinningurinn kom sér vel; konan hafi verið slæm til heilsunnar og eiginmaðurinn hafi þurft að vera í tveimur störfum til að ná endum saman.Aðkallandi endurbótum bóndans bjargað Ef lesnar eru fréttir frá Getspá má sjá að endurbætur eru vinningshöfum ofarlega í huga þegar þeir hreppa milljónir í vinninga. Bóndi nokkur á Vestfjörðum lagði leið sína á N1 á Þingeyri á dögunum af því hann vantaði mjólk út í kaffið. „Ákvað hann að kaupa sér tíu raða sjálfvalsmiða í Víkingalottóinu í leiðinni sem reyndist hinn mesti happafengur, að því er segir í dramatískri tilkynningu frá Íslenskri Getspá. Bóndinn og kona hans hlutu annan vinning í Lottóinu sem gerði þau 22 milljónum krónum ríkari.„Það má því með sanni segja að það hafi verið heppilegt að heimilið hafi verið mjólkurlaust. Vinningurinn kemur sér aldeilis vel því hjónin voru einmitt farin að huga að endurbótum á heimilinu.“Gat greitt upp lánin sem voru að sliga hann Einhvern tíma fyrir mörgum árum flaug það fyrir á ritstjórn í Reykjavík að athafnamaðurinn, hinn stöndugi Helgi í Góu, hafi hreppt risavinning í lottó. Aldrei tókst að fá það staðfest, sjálfsagt verið hin argasta kjaftasaga því yfirleitt vinna þeir sem þurfa á því að halda. Nú er það Happdrætti Háskólans sem er í aðalhlutverki en vinningshafinn, sem fékk 45 milljóna króna vinning á nífaldan miða þar í þessum mánuði, segir að peningarnir muni gjörbreyta lífi hans. Þegar vinningshafinn fékk „besta símtal lífs síns“, eins og hann orðaði það, átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum, slík var gleðin.Sá heppni fékk 45 milljóna vinning á nífaldan miða.Vísir/Valgarður„Eins og svo margir aðrir fór vinningshafinn heldur illa út úr hruninu. Lán sem áttu að vera til skamms tíma urðu að langtíma vandamáli sem hann er enn að greiða af, rúmlega 10 árum seinna. Milljónirnar fjörutíu og fimm gera það að verkum að vinningshafinn getur greitt upp lánin, er farinn að plana starfslok og skipuleggja áhyggjulaust ævikvöld án þess að burðast með fortíðarlánadrauga á bakinu,“ segir í tilkynningu frá Happdrættinu.Einstæð móðir og öryrki hreppir þann stóra Hið gleðilega kemur á daginn, þegar skautað er yfir ókjör af lottófréttum að vinningurinn kemur sér yfirleitt og alltaf ákaflega vel og fer á góða staði, til þeirra sem virkilega þurfa á honum að halda.„Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana,“ segir í frétt Vísis sem byggir á tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þar er rakin ævintýraleg saga um miða sem hin einstæða móðir og öryrki hafði týnt en hann fannst svo aftur. Draumurinn varð að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast þökk sé miðanum sem kom í leitirnar. 84,5 milljónir. „Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn: Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“Öryrkjar í Grindavík vinna 28 milljónir Og ekki er það bara svo að vinningurinn komi sér vel heldur kemur hann oft á besta tíma. Þannig segir í Vísisfrétt frá 2012 að þau hafi verið lukkuleg hjón sem komu til Íslenskrar getspár með vinningsmiða uppá rúmar 28 milljónir og að vonum í skýjunum með vinninginn.Mikla athygli vakti, og jafnvel usla, þegar Fréttablaðið greindi frá því að Geiri á Goldfinger hefði unnið níu milljónir í Lottó. Spurt var: Má þetta?Miðinn var keyptur í Aðalbraut í Grindavík og er annar af tveimur vinningsmiðunum sem fyrsti vinningur kom á síðasta laugardag, eftir því sem fram kemur á vef Íslenskrar getspár. „Þau segja vinninginn koma sér einstaklega vel fyrir jólin og bara lífið sjálft þar sem þau hafa búið við dræm lífskjör, en hjónin eru bæði öryrkjar. Konan hefur spilað í tvö ár með sömu tölurnar.“Mega vondir menn vinna í Lottó? Þetta er stefið og tónninn í lottófréttum. En, reyndar er það ekki alveg sannleikanum samkvæmt að það séu bara þeir sem þurfa virkilega á vinningnum að halda sem vinna í lottó. Og að vinningshafar séu til þess að gera einsleit hjörð. En, miðað við fréttaflutning af vinningunum er sagan af hinum umdeilda Geira heitnum á Goldfinger, nánast eins og undantekningin sem sannar regluna. Enda kom sú saga ekki úr herbúðum happdrættis- og lottófólksins.Frétt Fréttablaðsins frá í júní 2008 af því þegar Geiri vann í Víkingalottó vakti mikla athygli og nánast usla.Þannig var það rætt í fullri alvöru á fréttafundi næsta dag hvort viðeigandi hefði verið að birta forsíðutilvísun um þennan happadrátt Geira? Og á netinu var því velt upp hvort þetta hreinlega mætti? Að menn eins og Geiri væru að vinna í Lottó? Var þó ekki svo að Geiri væri að hrifsa til sín einhvern sameiginlegan pott heldur var um að ræða Víkingalottó, en þar hafa Íslendingar ekki verið frekir á fóðrunum. En, jafnvel í tilfelli fyrirferðarmikla veitingamannsins Geira þá kom vinningurinn sér vel. „Ég læt reyndar alltaf eins og ég sé milljónamæringur hvort sem ég er blankur eða ekki. Enda skiptir það mig engu máli því menn spyrja mig bara hvort ég kunni annan þegar ég segist blankur,“ segir Geiri. Sem gat vel notað milljónirnar þær. Fjárhættuspil Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Lausleg athugun leiðir í ljós að vinningshafar í lottó eru flestir af svipuðu sauðahúsi; þeir eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni og því kemur vinningurinn sér sérlega vel. Margir geta látið þann draum rætast að gera upp skuldir sínar og býsna margir eru blessunarlega í þeirri stöðu að geta farið í bráðnauðsynlegar endurbætur á húsnæði sínu eða jafnvel leyft sér að fara í frí. Sem segir kannski ekki mikið því það er nú einmitt sú staða sem margur Íslendingurinn er í. Svo vitnað sé í Forrest Gump þá eykur maður líkur sínar á lottóvinningi verulega með því að kaupa miða. Reyndar er einnig sagt að lottó sé skattur á heimskingja og er þá vísað til þess að líkur á vinningi eru verulega litlar. En slíkt svartagallsraus er hér látið liggja á milli hluta. Ef farið er yfir fréttir sem berast úr herbúðum Íslenskrar getspár undanfarin árin og öðrum happatöppum kemur á daginn að lottóvinningar eru líklega vanmetnasta tekjujöfnunarfyrirbæri sem um getur. Helst er það fólk sem þarf sárlega á vinningi að halda sem hreppir þann stóra. Sem reyndar stangast á við fullyrðingar þess efnis verkalýðsforystunnar að í þessu landi búi tvær þjóðir. En, hér verður stiklað á stóru, nokkur dæmi nefnd en sögurnar eru flestar merkilega keimlíkar.Öryrki vinnur 23 milljónir í lottó „Öryrki sem býr í leiguhúsnæði vann 23 milljónir í lottó á laugardaginn og var nokkuð hress í morgun þegar hann fór til Getspár til að kvitta undir vinningskröfuna,“ segir í fréttatilkynningu sem Vísir birti í júní 2017. Þar kemur fram að hann hafi verið í „sinni hefðbundinni morgunrútínu, drekka kaffi og skoða vefmiðlana að hann veitti því athygli að einn spilari hafði unnið allan pottinn í Lottó. Hann sá svo að hann var með eina vinningstölu rétta, svo tvær og svo þrjár tölur réttar og að lokum uppgötvaði hann að þetta voru hans tölur og hann hinn heppni vinningshafi.“Fyrsti vinningur gekk út í Lottóinu í kvöld.vísir/vilhelmÞað fyrsta sem kom í huga hans var að geta gefið barnabörnunum góðar afmælisgjafir, heimsótt eitt barna sinna sem býr erlendis og síðan jafnvel endurnýja bílinn sem er orðinn 20 ára gamall.Staurblankur Borgnesingur fær vinning Réttlætið virðist vera á snærum Lottósins, fá dæmi ef nokkur eru um að auðkýfingar hafi unnið í lottóinu sé miðað við tilkynningar frá Getspá. Er það öðrum þræði kristilegt stef því eins og segir í hinni helgu bók; auðveldara er úlfalda að fara í gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki. Hann var einmitt staurblankur Borgnesingurinn sem vann 22 milljónir króna þegar hann fór í N1 og „renndi gömlum lottómiða í gegn til að athuga hvort hann ætti fyrir kókflösku,“ eins og segir í fréttatilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að vinningshafinn sé jarðbundinn maður sem ætlar að fjárfesta fyrir vinninginn.Að hans sögn er besta fjárfestingin að borga niður skuldir og það ætlar hann sér að gera auk þess að klára þær framkvæmdir sem eru á heimilinu.“ En, þegar tilkynningar frá Getspá eru skoðaðar má sjá að yfirleitt er þetta heiðarlegt fólk sem leggur mikið uppúr því að standa í skilum, sem fær vinninginn. Heiðarleikinn nefnilega borgar sig og því fékk kanadísk kona að kynnast, sem hélt hún hefði unnið glás af seðlum en flaskaði á því að hafa keypt miðann út á stolið kreditkort.Loks hægt að fara í frí En, vinningshafar Getspár leggja mikið uppúr því að standa í skilum og þannig er því einmitt farið með fjölskyldumanninn á höfuðborgarsvæðinu fékk nokkuð skemmtilegt símtal frá Getspá á mánudaginn þegar honum var tilkynnt að hann hefði unnið rúmlega 46,5 milljónir á lottómiða sem hann hafði keypt á lotto.is.Maðurinn fjárfesti í vinningsmiðanum á lotto.is samkvæmt tilkynningunni.Vísir/StefánSamkvæmt tilkynningu frá Getspá í maí 2017 hafði maðurinn ekki hugmynd um að hann hefði unnið tugi milljóna og var gleðin því eðlilega mikil en vinningshafinn er með stóra fjölskyldu auk þess sem hann var að vinna að endurbótum á eigin húsnæði. Hann þurfti hins vegar að stöðva endurbæturnar en vinningurinn gerir honum nú kleift að halda uppbyggingunni áfram.„Einnig eru margir aðrir útgjaldapóstar fyrir fjölskylduna sem vinningurinn léttir undir með t.d. tannréttingar, ferming, íþróttir svo eitthvað sé nefnt. Fjölskyldan ætlar sem fyrr segir að halda áfram með endurbætur á húsnæðinu og jafnvel að leyfa fjölskyldunni að fara allri saman erlendis í frí en það hefur hún aldrei getað veitt sér fyrr.“Vinningurinn kom sér vel Eins og sjá má gera Lottóvinningarnir hinum oft áður þjökuðu vinningshöfum kleift að láta eitt og annað eftir sér sem áður var bara draumur. En, þannig er nú eðli hinna óvæntu vinninga sem falla réttlátum í skaut. Þannig var það starfsmönnum Íslenskrar getspár einstaklega ánægjulegt að hringja í vinningshafann í Lottó í maí í fyrra. Hann ætlaði vart að trúa því að hafa unnið og taldi að það væri verið að geta at í sér. Þurfti að hafa verulega mikið fyrir því að sannfæra hinn heppna um að gæfan hefði einmitt fallið honum í skaut.Vinningshafinn mundi ekki hvaða tölur hann hafði valið á fimm raða miðann sem hann hafði sett í áskrift á lotto.is.vísir/vilhelmOg, vinningurinn kom sér vel; konan hafi verið slæm til heilsunnar og eiginmaðurinn hafi þurft að vera í tveimur störfum til að ná endum saman.Aðkallandi endurbótum bóndans bjargað Ef lesnar eru fréttir frá Getspá má sjá að endurbætur eru vinningshöfum ofarlega í huga þegar þeir hreppa milljónir í vinninga. Bóndi nokkur á Vestfjörðum lagði leið sína á N1 á Þingeyri á dögunum af því hann vantaði mjólk út í kaffið. „Ákvað hann að kaupa sér tíu raða sjálfvalsmiða í Víkingalottóinu í leiðinni sem reyndist hinn mesti happafengur, að því er segir í dramatískri tilkynningu frá Íslenskri Getspá. Bóndinn og kona hans hlutu annan vinning í Lottóinu sem gerði þau 22 milljónum krónum ríkari.„Það má því með sanni segja að það hafi verið heppilegt að heimilið hafi verið mjólkurlaust. Vinningurinn kemur sér aldeilis vel því hjónin voru einmitt farin að huga að endurbótum á heimilinu.“Gat greitt upp lánin sem voru að sliga hann Einhvern tíma fyrir mörgum árum flaug það fyrir á ritstjórn í Reykjavík að athafnamaðurinn, hinn stöndugi Helgi í Góu, hafi hreppt risavinning í lottó. Aldrei tókst að fá það staðfest, sjálfsagt verið hin argasta kjaftasaga því yfirleitt vinna þeir sem þurfa á því að halda. Nú er það Happdrætti Háskólans sem er í aðalhlutverki en vinningshafinn, sem fékk 45 milljóna króna vinning á nífaldan miða þar í þessum mánuði, segir að peningarnir muni gjörbreyta lífi hans. Þegar vinningshafinn fékk „besta símtal lífs síns“, eins og hann orðaði það, átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum, slík var gleðin.Sá heppni fékk 45 milljóna vinning á nífaldan miða.Vísir/Valgarður„Eins og svo margir aðrir fór vinningshafinn heldur illa út úr hruninu. Lán sem áttu að vera til skamms tíma urðu að langtíma vandamáli sem hann er enn að greiða af, rúmlega 10 árum seinna. Milljónirnar fjörutíu og fimm gera það að verkum að vinningshafinn getur greitt upp lánin, er farinn að plana starfslok og skipuleggja áhyggjulaust ævikvöld án þess að burðast með fortíðarlánadrauga á bakinu,“ segir í tilkynningu frá Happdrættinu.Einstæð móðir og öryrki hreppir þann stóra Hið gleðilega kemur á daginn, þegar skautað er yfir ókjör af lottófréttum að vinningurinn kemur sér yfirleitt og alltaf ákaflega vel og fer á góða staði, til þeirra sem virkilega þurfa á honum að halda.„Einstæð þriggja barna móðir, sem er 75% öryrki, fékk tvöfaldan fyrsta vinning í Lottóinu um helgina. Hún átti nefnilega báða vinningsmiðana,“ segir í frétt Vísis sem byggir á tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þar er rakin ævintýraleg saga um miða sem hin einstæða móðir og öryrki hafði týnt en hann fannst svo aftur. Draumurinn varð að veruleika, ótrúlegir hlutir gerast þökk sé miðanum sem kom í leitirnar. 84,5 milljónir. „Konan vann því tvöfalt í Lottóinu á laugardaginn. Í tilkynningunni er sagt frá því hvað konan og dætur hennar hyggist gera með peninginn: Þær búa mjög þröngt svo þeirra fyrsta verk verður að kaupa húsnæði, bíl og jafnvel einhver húsgögn.“Öryrkjar í Grindavík vinna 28 milljónir Og ekki er það bara svo að vinningurinn komi sér vel heldur kemur hann oft á besta tíma. Þannig segir í Vísisfrétt frá 2012 að þau hafi verið lukkuleg hjón sem komu til Íslenskrar getspár með vinningsmiða uppá rúmar 28 milljónir og að vonum í skýjunum með vinninginn.Mikla athygli vakti, og jafnvel usla, þegar Fréttablaðið greindi frá því að Geiri á Goldfinger hefði unnið níu milljónir í Lottó. Spurt var: Má þetta?Miðinn var keyptur í Aðalbraut í Grindavík og er annar af tveimur vinningsmiðunum sem fyrsti vinningur kom á síðasta laugardag, eftir því sem fram kemur á vef Íslenskrar getspár. „Þau segja vinninginn koma sér einstaklega vel fyrir jólin og bara lífið sjálft þar sem þau hafa búið við dræm lífskjör, en hjónin eru bæði öryrkjar. Konan hefur spilað í tvö ár með sömu tölurnar.“Mega vondir menn vinna í Lottó? Þetta er stefið og tónninn í lottófréttum. En, reyndar er það ekki alveg sannleikanum samkvæmt að það séu bara þeir sem þurfa virkilega á vinningnum að halda sem vinna í lottó. Og að vinningshafar séu til þess að gera einsleit hjörð. En, miðað við fréttaflutning af vinningunum er sagan af hinum umdeilda Geira heitnum á Goldfinger, nánast eins og undantekningin sem sannar regluna. Enda kom sú saga ekki úr herbúðum happdrættis- og lottófólksins.Frétt Fréttablaðsins frá í júní 2008 af því þegar Geiri vann í Víkingalottó vakti mikla athygli og nánast usla.Þannig var það rætt í fullri alvöru á fréttafundi næsta dag hvort viðeigandi hefði verið að birta forsíðutilvísun um þennan happadrátt Geira? Og á netinu var því velt upp hvort þetta hreinlega mætti? Að menn eins og Geiri væru að vinna í Lottó? Var þó ekki svo að Geiri væri að hrifsa til sín einhvern sameiginlegan pott heldur var um að ræða Víkingalottó, en þar hafa Íslendingar ekki verið frekir á fóðrunum. En, jafnvel í tilfelli fyrirferðarmikla veitingamannsins Geira þá kom vinningurinn sér vel. „Ég læt reyndar alltaf eins og ég sé milljónamæringur hvort sem ég er blankur eða ekki. Enda skiptir það mig engu máli því menn spyrja mig bara hvort ég kunni annan þegar ég segist blankur,“ segir Geiri. Sem gat vel notað milljónirnar þær.
Fjárhættuspil Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira