Boðað til fundar í flokksráði Miðflokksins í mars Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Þingflokkur Miðflokksins styrktist um tvo menn í gær þegar Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengu til liðs við flokkinn. Fréttablaðið/ERNIR Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. Það var Birgir Þórarinsson, einn þingmanna flokksins, sem óskaði eftir fundi í flokksráði í því skyni að stokka upp í skipan trúnaðarstarfa í þingflokknum. Miðflokkurinn virðist annars hafa mikinn vind í seglin þrátt fyrir að enn sé stutt liðið frá fjaðrafokinu í kringum upptökurnar á Klaustri. Unnið er að stofnun ungliðahreyfingar í flokknum, „UNGIR X-M“ og mun hreyfingin funda í fyrsta sinn um komandi helgi. Þá bættust tveir nýir þingmenn við þingflokk flokksins í gær, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason. Var þingflokkurinn áberandi í þingstörfum í gær. Röðuðu allir níu þingmenn flokksins sér á mælendaskrá í umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna en þó kom til snarpra orðaskipta milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, en sá síðarnefndi lýsti efasemdum um heilindi þingmanna Miðflokksins í umræðu um málið. Sigmundur Davíð brást illa við ummælum þingmannsins og sagði Smára fara með meiðyrði og eðlilegt væri að vísa ummælunum til siðanefndar þingsins. Þingmenn Miðflokksins voru enn að ræða frumvarpið í þingsal þegar blaðið fór í prentun. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Sjá meira
Flokksráð Miðflokksins kemur saman 30. mars í Suðvesturkjördæmi. Það var Birgir Þórarinsson, einn þingmanna flokksins, sem óskaði eftir fundi í flokksráði í því skyni að stokka upp í skipan trúnaðarstarfa í þingflokknum. Miðflokkurinn virðist annars hafa mikinn vind í seglin þrátt fyrir að enn sé stutt liðið frá fjaðrafokinu í kringum upptökurnar á Klaustri. Unnið er að stofnun ungliðahreyfingar í flokknum, „UNGIR X-M“ og mun hreyfingin funda í fyrsta sinn um komandi helgi. Þá bættust tveir nýir þingmenn við þingflokk flokksins í gær, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason. Var þingflokkurinn áberandi í þingstörfum í gær. Röðuðu allir níu þingmenn flokksins sér á mælendaskrá í umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. Aðrir þingmenn blönduðu sér lítt í umræðuna en þó kom til snarpra orðaskipta milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, en sá síðarnefndi lýsti efasemdum um heilindi þingmanna Miðflokksins í umræðu um málið. Sigmundur Davíð brást illa við ummælum þingmannsins og sagði Smára fara með meiðyrði og eðlilegt væri að vísa ummælunum til siðanefndar þingsins. Þingmenn Miðflokksins voru enn að ræða frumvarpið í þingsal þegar blaðið fór í prentun.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45 Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Sjá meira
Átta karlar og ein kona í stækkuðum þingflokki Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis las tilkynningu um stækkun þingflokks Miðflokksins upp í byrjun þingfundar í dag. 26. febrúar 2019 19:45
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Ólafur og Karl Gauti á fyrsta þingflokksfundinum með Miðflokknum Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason mættu á sinn fyrsta þingflokksfund hjá Miðflokknum í dag en þeir gengu til liðs við flokkinn fyrir helgi. 26. febrúar 2019 12:45