Valur hefur rift samningi handboltamannsins Sveins Arons Sveinssonar.
Hann var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás sem átti sér stað í september 2017. Sveinn Aron gekk þá í skrokk á manni á bílastæði fyrir utan Sæmundargötu. Hann játaði brot sitt.
Í yfirlýsingu frá aðalstjórn Vals kemur fram að ofbeldishegðun Sveins Arons sé „í algjörri andstöðu við allt sem Valur stendur fyrir og hafa því allar forsendur fyrir samstarfi félagsins og leikmannsins brostið. Félaginu er því nauðugur einn sá kostur að rifta samningnum.“
Sveinn Aron skoraði 15 mörk í sjö leikjum með Val í Olís-deild karla í vetur.
Yfirlýsing Vals:
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur fjallað um mál Sveins Arons Sveinssonar leikmanns meistaraflokks Vals í handknattleik, í kjölfar dóms sem hann fékk. Sú ofbeldishegðun sem leikmaðurinn játaði að hafa sýnt er í algjörri andstöðu við allt sem Valur stendur fyrir og hafa því allar forsendur fyrir samstarfi félagsins og leikmannsins brostið. Félaginu er því nauðugur einn sá kostur að rifta samningnum. Með birtingu fréttar um málið í fjölmiðlum fengu stjórnarmenn Vals fyrst vitneskju um þann verknað sem leiddi til hans.
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals
Sveinn Aron rekinn frá Val

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 23-31 | Valur gerði það sem þurfti
HK er enn án stiga eftir 9 umferðir í Olís deild karla. Valsmenn eru á fínni siglingu og halda stigasöfnunni áfram

Játaði líkamsárás á Októberfest Háskóla Íslands
26 ára karlmaður var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á bílastæði við Sæmundargötu við Háskóla Íslands

Snorri Steinn: Ég vissi ekki af þessu máli
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur á HK í Olís-deildinni í kvöld.