Sterling virtist vera skora þriðja mark City er liðið spilaði við Chelsea fyrr í dag í stórleik helgarinnar í enska boltanum en markið var svo dæmt af.
City vann 2-1 sigur í leiknum og atvikið átti sér stað í uppbótartímanum svo það skipti ekki máli hvað varðar úrslit leiksins en ef marka má Twitter færslu Sterling í leikslok er hann ekki hrifinn.
Happy to improve my VAR overruled goals record today again damn this thing gonna kill me bro #cursedpic.twitter.com/pLSjYkLp5Z
— Raheem Sterling (@sterling7) November 23, 2019
Þar segir hann að hann sé ánægður með að hafa bætt í markafjöldann yfir þau mörk sem hann hefur skorað og hafa verið dæmt af vegna VAR.
„Þetta mun drepa mig bróðir,“ skrifaði enski landsliðsmaðurinn áður en hann lét nokkra emoji fylgja með.