Innlent

Umstangið í kringum komu Pence í myndum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Margir þurftu að dúsa í bílum sínum svo alls öryggis væri gætt.
Margir þurftu að dúsa í bílum sínum svo alls öryggis væri gætt. Vísir/EgillA
Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Lokanir voru fyrir umferð víða á höfuðborgarsvæðinu eftir að varaforsetinn lenti í Keflavík og raunar verður lokað fyrir umferð um Sæbraut til klukkan 17 vegna fundar Pence í Höfða.

Forvitnir Íslendingar fylgjast grannt með, aðrir eru stoppaðir í umferðinni og enn aðrir hafa verið handteknir vegna mótmæla.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, og aðrir fulltrúar fréttastofu hafa fylgst grannt með umstanginu í kringum komu Pence eins og sjá má hér að neðan.

Regnbogafánanum er víða flaggað vegna afstöðu Mike Pence til hinsegin fólks.Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar fylgdi Pence frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Reykjavíkur. Þannig var hægt að fylgjast með för bílalestarinnar á flightradar24.com.Vísir/vilhelm
Starfsmenn í Borgartúni og nágrenni fylgjast vel með gangi mála enda ekki á hverjum degi sem varaforseti Bandaríkjanna sækir Ísland heim.Vísir/vilhelm
Stórir gluggar í fyrirtækjum í Borgartúni koma sér vel á dögum sem þessum.Vísir/Vilhelm
Leyniskyttur standa vaktina á þaki Arion banka við öllu búnar.Vísir/Vilhelm
Mike Pence horfir fram á veginn nýkominn til landsins.Hari
Mike Pence við komuna í Höfða um klukkan tvö.Vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×