Innlent

Nokkuð um hávaða og annarlega hegðun

Birgir Olgeirsson skrifar
Talsverður erill var hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt.
Talsverður erill var hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem helstu mál eru tínd til en þar segir meðal annars að nokkuð hafi verið um tilkynningar um hávaða og annarlega hegðun.

Slík útköll hafi verið afgreidd á vettvangi. Barst lögreglu einnig tilkynning um þjófnað úr verslun.

Tilkynnt var um heimilisófrið og líkamsárás en það mál var afgreitt á vettvangi. Þá höfði ökumaður ekið á ljósastaur, en lögregla segir ökumanninn hafa hlaupið af vettvangi. Var bifreiðin tekin með kranabifreið.

Lögreglu barst einnig tilkynning um mann sem reyndi að komast inn í bifreiðar, en að öðru leyti var tíðindalaust hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×