Konurnar slógust í WNBA-deildinni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 12:00 Brittney Griner missti algjörlega stjórn á skapi sínu. Getty/Christian Petersen Harka er farin að færast í leikinn í kvennaboltanum í Bandaríkjunum. Sex leikmenn voru reknir út úr húsi í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings í WNBA-deildinni í körfubolta um helgina. Það sauð upp úr í kvennakörfuboltaleik í Talking Stick Resort Arena í Phoenix um helgina. Leikmaðurinn sem lék sér að því að troða ítrekað í stjörnuleiknum á dögunum lét skapið hlaupa með sig í gönur í leiknum eftir að hafa látið kappsaman nýliða pirra sig. Umrædd troðslukona Brittney Griner hljóp á eftir nýliðanum Kristine Anigwe í liði Dallas og allt varð vitlaust í framhaldinu.Scuffle in WNBA game results in six ejections. https://t.co/ootcTAHXP1 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Slagsmálin urðu þegar 6:23 mínútur voru eftir af leiknum og Phoenix Mercury var 71-68 yfir. Einn dómarinn kom í veg fyrir að þetta færi enn verr þegar hann hélt Brittney Griner en eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þá var það ekki auðvelt verk. Dómarnir sátu lengi yfir myndbrotum úr sjónvarpsvélunum og ákváðu síðan að reka sex leikmenn út úr húsi. Griner og Anigwe voru auðvitað rekin út úr húsi enda upphafskonur að öllu saman en fjórir aðrir leikmenn fylgdu í kjölfarið eða þær Diana Taurasi og Briann January hjá Phoenix og þær Kayla Thornton og Kaela Davis úr liði Dallas. Diana Taurasi var ekki að spila leikinn en hljóp inn á völlinn þegar slagsmálin hófust. „Ég hljóp inn á völlinn til að koma í veg fyrir að það yrði ráðist á liðsfélaga minn. Griner var slegin í andlitið og svo stökk einhver upp á bakið á henni og sló hana ítrekað. Ég myndi fara inná í 100 skipti af hundrað mögulegum,“ sagði Diana Taurasi. „Leiðinlegt með þessi slagsmál. Þau hjálpuðu hvorugu liðinu en svona hlutir gerast,“ sagði Brian Agler, þjálfari Dallas Wings liðsins eftir leik. Dallas snéri við leiknum eftir slagsmálin og vann hann 80-77. NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Harka er farin að færast í leikinn í kvennaboltanum í Bandaríkjunum. Sex leikmenn voru reknir út úr húsi í leik Phoenix Mercury og Dallas Wings í WNBA-deildinni í körfubolta um helgina. Það sauð upp úr í kvennakörfuboltaleik í Talking Stick Resort Arena í Phoenix um helgina. Leikmaðurinn sem lék sér að því að troða ítrekað í stjörnuleiknum á dögunum lét skapið hlaupa með sig í gönur í leiknum eftir að hafa látið kappsaman nýliða pirra sig. Umrædd troðslukona Brittney Griner hljóp á eftir nýliðanum Kristine Anigwe í liði Dallas og allt varð vitlaust í framhaldinu.Scuffle in WNBA game results in six ejections. https://t.co/ootcTAHXP1 — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Slagsmálin urðu þegar 6:23 mínútur voru eftir af leiknum og Phoenix Mercury var 71-68 yfir. Einn dómarinn kom í veg fyrir að þetta færi enn verr þegar hann hélt Brittney Griner en eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þá var það ekki auðvelt verk. Dómarnir sátu lengi yfir myndbrotum úr sjónvarpsvélunum og ákváðu síðan að reka sex leikmenn út úr húsi. Griner og Anigwe voru auðvitað rekin út úr húsi enda upphafskonur að öllu saman en fjórir aðrir leikmenn fylgdu í kjölfarið eða þær Diana Taurasi og Briann January hjá Phoenix og þær Kayla Thornton og Kaela Davis úr liði Dallas. Diana Taurasi var ekki að spila leikinn en hljóp inn á völlinn þegar slagsmálin hófust. „Ég hljóp inn á völlinn til að koma í veg fyrir að það yrði ráðist á liðsfélaga minn. Griner var slegin í andlitið og svo stökk einhver upp á bakið á henni og sló hana ítrekað. Ég myndi fara inná í 100 skipti af hundrað mögulegum,“ sagði Diana Taurasi. „Leiðinlegt með þessi slagsmál. Þau hjálpuðu hvorugu liðinu en svona hlutir gerast,“ sagði Brian Agler, þjálfari Dallas Wings liðsins eftir leik. Dallas snéri við leiknum eftir slagsmálin og vann hann 80-77.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum