Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 10:11 Árásin átti sér stað í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Fréttablaðið/Anton Brink Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýlega tvo fanga á Litla-Hrauni í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsrai, sem einnig var fangi á Litla-Hrauni, í janúar árið 2018. Houssin kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina.Í dómnum kemur fram að árásarmennirnir, Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, hafi ráðist að Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar í fyrra. Trausti hafi kýlt og sparkað Houssin ítrekað í höfuð og líkama og tekið hann hálstaki. Þá hafi Baldur einnig kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Einnig hafi Baldur reynt að girða niður um hann buxurnar og sest síðan klofvega yfir búk hans og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan stappaði Trausti þrívegis á höfði Houssin, sem hlaut mikla áverka af árásinni. Í dómi kemur fram að í upptöku úr eftirlitsmyndavél í íþróttasalnum hafi mátt sjá „fólskulega og alvarlega líkamsárás“ Trausta og Baldurs. Ekki fáist séð að Houssin hafi átt upptök að árásinni með höggi eða hráka, líkt og fram kom í máli ákærðu við skýrslutöku lögreglu. Þá var Trausta Rafni einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Baldur var einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017. Trausti og Baldur neituðu báðir sök að öllu leyti. Báðir voru þeir að endingu dæmdir í tveggja ára og sex mánuða fangelsi. Þá var þeim gert að greiða Houssin 600 þúsund krónur í miskabætur auk alls sakarkostnaðar. Dómsmál Fangelsismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Tveir fangar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn samfanga sínum. 22. október 2018 11:21 Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. 15. október 2018 08:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýlega tvo fanga á Litla-Hrauni í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsrai, sem einnig var fangi á Litla-Hrauni, í janúar árið 2018. Houssin kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina.Í dómnum kemur fram að árásarmennirnir, Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, hafi ráðist að Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar í fyrra. Trausti hafi kýlt og sparkað Houssin ítrekað í höfuð og líkama og tekið hann hálstaki. Þá hafi Baldur einnig kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Einnig hafi Baldur reynt að girða niður um hann buxurnar og sest síðan klofvega yfir búk hans og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan stappaði Trausti þrívegis á höfði Houssin, sem hlaut mikla áverka af árásinni. Í dómi kemur fram að í upptöku úr eftirlitsmyndavél í íþróttasalnum hafi mátt sjá „fólskulega og alvarlega líkamsárás“ Trausta og Baldurs. Ekki fáist séð að Houssin hafi átt upptök að árásinni með höggi eða hráka, líkt og fram kom í máli ákærðu við skýrslutöku lögreglu. Þá var Trausta Rafni einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Baldur var einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017. Trausti og Baldur neituðu báðir sök að öllu leyti. Báðir voru þeir að endingu dæmdir í tveggja ára og sex mánuða fangelsi. Þá var þeim gert að greiða Houssin 600 þúsund krónur í miskabætur auk alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Fangelsismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Tveir fangar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn samfanga sínum. 22. október 2018 11:21 Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. 15. október 2018 08:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00
Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Tveir fangar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn samfanga sínum. 22. október 2018 11:21
Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. 15. október 2018 08:00