Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 19:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom á fund nefndarinnar í morgun þar sem hæfisreglur sem gilda um ráðherra voru til umfjöllunar. Umræðurnar voru almenns eðlis og sérfræðingar ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi sjávarútvegsráðherra í tilfelli Samherjamálsins.Sjá einnig:Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér„Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi. En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem þá upp kæmi,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sem var einn þeirra sérfræðinga sem komu fyrir nefndina í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar telur tilefni til að kalla eftir frekari upplýsingum um tilfelli Kristjáns Þórs og Samherja. „Mér finnst alla veganna mikið tilefni til þess að ræða það með mínu fólki hvort að við eigum að fara fram á frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða hvort að slík athugun eigi mögulega betur heima einhvers staðar annars staðar,“ segir Þórhildur Sunna.Stærra en ráðherrann Þá telur hún mikilvægt að ræða einnig þann þátt málsins sem snýr að trausti og trúverðugleika stjórnkerfisins, en ekki aðeins hvað lítur að lögum og reglum. „Okkur hefur ekki borist sú gæfa, eins og nágrannaþjóðum okkar, að ráðherrar setji hagsmuni stjórnsýslunnar, setji hagsmuni ráðuneytisins, framar sínum eigin hagsmunum að fá að sitja áfram í ráðherrastóli,“ segir Þórhildur Sunna. „Það snýst ekkert endilega um hvort ráðherrann hefur rétt eða rangt fyrir sér eða hvort það er sanngjarnt eða ekki sanngjarnt að hann fái að sitja áfram í embætti. Það á alltaf að vera stærra heldur en hann sjálfur.“ Kristján Þór var spurður á Alþingi í dag hvort afstaða hans til afsagnar hafi breyst. „Ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku, gæta að hæfi,“ svaraði Kristján Þór meðal annars. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom á fund nefndarinnar í morgun þar sem hæfisreglur sem gilda um ráðherra voru til umfjöllunar. Umræðurnar voru almenns eðlis og sérfræðingar ekki beðnir um að leggja sérstakt mat á hæfi sjávarútvegsráðherra í tilfelli Samherjamálsins.Sjá einnig:Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér„Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi. En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem þá upp kæmi,“ segir Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sem var einn þeirra sérfræðinga sem komu fyrir nefndina í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar telur tilefni til að kalla eftir frekari upplýsingum um tilfelli Kristjáns Þórs og Samherja. „Mér finnst alla veganna mikið tilefni til þess að ræða það með mínu fólki hvort að við eigum að fara fram á frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða hvort að slík athugun eigi mögulega betur heima einhvers staðar annars staðar,“ segir Þórhildur Sunna.Stærra en ráðherrann Þá telur hún mikilvægt að ræða einnig þann þátt málsins sem snýr að trausti og trúverðugleika stjórnkerfisins, en ekki aðeins hvað lítur að lögum og reglum. „Okkur hefur ekki borist sú gæfa, eins og nágrannaþjóðum okkar, að ráðherrar setji hagsmuni stjórnsýslunnar, setji hagsmuni ráðuneytisins, framar sínum eigin hagsmunum að fá að sitja áfram í ráðherrastóli,“ segir Þórhildur Sunna. „Það snýst ekkert endilega um hvort ráðherrann hefur rétt eða rangt fyrir sér eða hvort það er sanngjarnt eða ekki sanngjarnt að hann fái að sitja áfram í embætti. Það á alltaf að vera stærra heldur en hann sjálfur.“ Kristján Þór var spurður á Alþingi í dag hvort afstaða hans til afsagnar hafi breyst. „Ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti eins og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku, gæta að hæfi,“ svaraði Kristján Þór meðal annars.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um hæfisreglur ráðherra á fundi sínum í morgun í ljósi Samherjamálsins. Fjöldi sérfræðinga kom fyrir nefndina. 25. nóvember 2019 12:30
Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30