Lögreglukonan sem fór íbúðarvillt sakfelld fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 17:41 Guyger í dómshúsinu í Dallas í síðustu viku. AP/Tom Fox Kviðdómur í Texas sakfelldi lögreglukonu frá Dallas sem skaut nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt fyrir morð í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en lögreglukonan taldi sig vera í eigin íbúð og að maðurinn væri innbrotsþjófur þegar hún skaut hann. Amber Guyger, 31 árs, var að koma af vakt, þegar hún fór inn í íbúð Botham Jean, 26 ára gamals endurskoðanda, sem bjó á hæðinni fyrir ofan hana. Hún skaut Jean tveimur skotum. Jean var óvopnaður og var að borða ís yfir sjónvarpinu þegar Guyger skaut hann.Washington Post segir að Guyger hafi verið afsakandi og grátið í dómsal. „Ég skaut saklausan mann,“ sagði hún þegar hún bar vitni. Verjendur hennar héldu því fram að hún hafi verið úrvinda og hrædd þegar hún heyrði í umgangi í íbúðinni sem hún taldi vera sína. Þegar hún hafi séð skugga bregða fyrir hafi hún óttast um líf sitt. Hún hafi beðið um að sjá hendur Jean en hann hafi gengið að henni. Þá hafi hún skotið. Guyger hefur sagst hafa ætlað að skjóta manninn til bana á því augnabliki. Lögmenn Guyger byggðu jafnframt á því að þar sem hún hafi talið sig vera í eigin íbúð hafi hún í reynd brugðist við í sjálfsvörn. Guyger hafi gerst sekt um hræðileg mistök en að hún væri saklaus af manndrápi eða morði. Dómarinn í málinu leyfði kviðdómendum að taka til greina að Guyger hafi notið réttinda samkvæmt lögum sem leyfir fólki að verja heimili sín. Sú ákvörðun var umdeild. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar sem lögreglukonan er hvít en Jean var svartur. Dauði Jean kom í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Saksóknarar sökuðu Guyger um gáleysi og vanrækslu. Hún hafi verið of upptekin við kynferðisleg samskipti við félaga hennar í lögreglunni þegar hún fór inn í ranga íbúð. Settu þeir jafnframt spurningamerki við að Guyger hafi farið inn í íbúðina þegar hún varð vör við umgang þar. Það stangist á við þjálfun sem lögregluþjónar fá um að kalla á liðsauka og leita vars. Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27 Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Kviðdómur í Texas sakfelldi lögreglukonu frá Dallas sem skaut nágranna sinn til bana þegar hún fór íbúðarvillt fyrir morð í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en lögreglukonan taldi sig vera í eigin íbúð og að maðurinn væri innbrotsþjófur þegar hún skaut hann. Amber Guyger, 31 árs, var að koma af vakt, þegar hún fór inn í íbúð Botham Jean, 26 ára gamals endurskoðanda, sem bjó á hæðinni fyrir ofan hana. Hún skaut Jean tveimur skotum. Jean var óvopnaður og var að borða ís yfir sjónvarpinu þegar Guyger skaut hann.Washington Post segir að Guyger hafi verið afsakandi og grátið í dómsal. „Ég skaut saklausan mann,“ sagði hún þegar hún bar vitni. Verjendur hennar héldu því fram að hún hafi verið úrvinda og hrædd þegar hún heyrði í umgangi í íbúðinni sem hún taldi vera sína. Þegar hún hafi séð skugga bregða fyrir hafi hún óttast um líf sitt. Hún hafi beðið um að sjá hendur Jean en hann hafi gengið að henni. Þá hafi hún skotið. Guyger hefur sagst hafa ætlað að skjóta manninn til bana á því augnabliki. Lögmenn Guyger byggðu jafnframt á því að þar sem hún hafi talið sig vera í eigin íbúð hafi hún í reynd brugðist við í sjálfsvörn. Guyger hafi gerst sekt um hræðileg mistök en að hún væri saklaus af manndrápi eða morði. Dómarinn í málinu leyfði kviðdómendum að taka til greina að Guyger hafi notið réttinda samkvæmt lögum sem leyfir fólki að verja heimili sín. Sú ákvörðun var umdeild. Málið er sérstaklega viðkvæmt þar sem lögreglukonan er hvít en Jean var svartur. Dauði Jean kom í kjölfar hrinu tilfella þar sem hvítir lögregluþjónar skutu óvopnaða blökkumenn til bana. Saksóknarar sökuðu Guyger um gáleysi og vanrækslu. Hún hafi verið of upptekin við kynferðisleg samskipti við félaga hennar í lögreglunni þegar hún fór inn í ranga íbúð. Settu þeir jafnframt spurningamerki við að Guyger hafi farið inn í íbúðina þegar hún varð vör við umgang þar. Það stangist á við þjálfun sem lögregluþjónar fá um að kalla á liðsauka og leita vars.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46 Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54 Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27 Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. 14. september 2018 07:46
Lögreglukonan rekin sem skaut mann til bana í hans eigin íbúð Amber Guyger, lögreglukonunni sem varð Botham Jean að bana, þann 6. september þegar hún skaut hann í hans eigin íbúð, hefur verið leyst frá störfum sínum innan lögreglunnar í borginni Dallas í Bandaríkjunum. 24. september 2018 17:54
Fór í ranga íbúð og skaut íbúann til bana Amber Guyger, lögreglukona í Dalla,s, skaut svartan mann til bana í fjölbýlishúsi sem þau búa bæði í eftir að hún gekk fyrir mistök inn í íbúð mannsins. 10. september 2018 11:27
Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20