Flestir miðlar, hérlendis og erlendis, eru byrjaðir að gera upp árið og BBC er einn af þeim miðlum. Þeir héldu sína verðlaunahátíð í dag.
Þrátt fyrir að hafa orðið Englandsmeistari átti Manchester City hvorki stjóra né leikmann ársins. Jamie Vardy var valinn leikmaður ársins og Chris Wilder, stjóri Sheffield United, stjóri ársins.
Vardy hefur skorað 29 mörk á almannaaksárinu og frá því að Brendan Rodgers tók við Leicester 26. febrúar hefur Vardy einungis mistekist að skora í tólf leikjum.
Chris Wilder stýrði Sheffield United upp í deild þeirra bestu og þegar jólavertíðin er að byrja þá eru nýliðarnir í 6. sæti deildarinnar.
Vonbrigði ársins eru Arsenal. Aðrar tilnefningar voru Manchester United og Marco Silva hjá Everton en Arsenal voru vonbrigði ársins þetta árið.
Youri Tielemans, leikmaður Leicester, var valinn bestu kaupin en mörg fleiri verðlaun voru veitt. Þau öll má sjá hér.
BBC gerði upp árið: Vardy besti leikmaðurinn, Wilder stjóri ársins og Arsenal vonbrigðin
