Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 17:41 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti á þingfundi nú á fimmta tímanum í dag stjórnarfrumvarp Kristján Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um gjaldtöku vegna fiskeldis. Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, eða 40. Sextán þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn greiddu ekki atkvæði. Sjö rekstraraðilar starfrækja eldi á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Tilgangur laganna er að tryggja ríkissjóði beint endurgjald vegna nýtingar hafsvæða í íslenskri lögsögu. Rekstrarleyfishafi fiskeldisstöðvar í sjó skal greiða gjald í ríkissjóð en Fiskistofa ákvarðar og birtir fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en 1. desember ár hvert. Fjárhæð gjalds á hvert kg. slátraðs lax skal miðast við nýjasta 12 mánaða meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á Atlantshafslaxi fyrir ákvörðunardag og nema því hlutfalli af þeim stofni 3,5% þegar verð er 4,8 evrur á kg eða hærra, 2% þegar verð er 4,3 evrur á kg. eða hærra og 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur á kg. Samkvæmt nýju lögunum er gert ráð fyrir að þriðjungur tekna af gjaldinu renni til fiskeldissjóðs frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Gjaldið grundvallast á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóti takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Þá er hoft til þess að tekjur sem falla munu til geti staðið á móti rannsóknum í þágu fiskeldis, kostnaðar við styrkingu stjórnsýslu og til eflingar byggða þar sem áhrifa fiskeldisstarfsemi gætir. Leyfishöfum gildandi rekstrarleyfa í sjókvíaeldi útgefnum af Matvælastofnun, sem ala lax og regnbogasilung, er gert að greiða gjald vegna nýtingar á eldissvæðum sem miðast við framleiðslumagn. Annað fiskeldi er undanskilið gjaldinu þar sem það ýmist er á tilraunastigi eða það smátt í sniðum að ekki þykir rétt að mæla fyrir um gjaldtöku. Þrátt fyrir að fiskeldisstöð missi rekstrarleyfi sitt tímabundið þá leysir það hana ekki undan gjaldskyldunni. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. 17. febrúar 2019 18:45 Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Skiptar skoðanir eru á ágæti fyrirhugaðrar gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Gjaldið mun leggjast á framleiðsluheimild en ekki raunverulega framleiðslu. Mun skila milljarði en veiðifélög telja það ekki nóg. 14. janúar 2019 08:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Alþingi samþykkti á þingfundi nú á fimmta tímanum í dag stjórnarfrumvarp Kristján Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um gjaldtöku vegna fiskeldis. Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, eða 40. Sextán þingmenn stjórnarandstöðunnar úr Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn greiddu ekki atkvæði. Sjö rekstraraðilar starfrækja eldi á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Tilgangur laganna er að tryggja ríkissjóði beint endurgjald vegna nýtingar hafsvæða í íslenskri lögsögu. Rekstrarleyfishafi fiskeldisstöðvar í sjó skal greiða gjald í ríkissjóð en Fiskistofa ákvarðar og birtir fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en 1. desember ár hvert. Fjárhæð gjalds á hvert kg. slátraðs lax skal miðast við nýjasta 12 mánaða meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á Atlantshafslaxi fyrir ákvörðunardag og nema því hlutfalli af þeim stofni 3,5% þegar verð er 4,8 evrur á kg eða hærra, 2% þegar verð er 4,3 evrur á kg. eða hærra og 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur á kg. Samkvæmt nýju lögunum er gert ráð fyrir að þriðjungur tekna af gjaldinu renni til fiskeldissjóðs frá og með árinu 2021. Ætlunin er að auglýsa og úthluta styrkjum til sveitarfélaga til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað. Gjaldið grundvallast á þeirri afstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóti takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda. Þá er hoft til þess að tekjur sem falla munu til geti staðið á móti rannsóknum í þágu fiskeldis, kostnaðar við styrkingu stjórnsýslu og til eflingar byggða þar sem áhrifa fiskeldisstarfsemi gætir. Leyfishöfum gildandi rekstrarleyfa í sjókvíaeldi útgefnum af Matvælastofnun, sem ala lax og regnbogasilung, er gert að greiða gjald vegna nýtingar á eldissvæðum sem miðast við framleiðslumagn. Annað fiskeldi er undanskilið gjaldinu þar sem það ýmist er á tilraunastigi eða það smátt í sniðum að ekki þykir rétt að mæla fyrir um gjaldtöku. Þrátt fyrir að fiskeldisstöð missi rekstrarleyfi sitt tímabundið þá leysir það hana ekki undan gjaldskyldunni.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. 17. febrúar 2019 18:45 Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Skiptar skoðanir eru á ágæti fyrirhugaðrar gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Gjaldið mun leggjast á framleiðsluheimild en ekki raunverulega framleiðslu. Mun skila milljarði en veiðifélög telja það ekki nóg. 14. janúar 2019 08:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. 17. febrúar 2019 18:45
Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15
Fyrirhugað gjald á fiskeldisfélög ýmist sagt allt of hátt eða of lágt Skiptar skoðanir eru á ágæti fyrirhugaðrar gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki. Gjaldið mun leggjast á framleiðsluheimild en ekki raunverulega framleiðslu. Mun skila milljarði en veiðifélög telja það ekki nóg. 14. janúar 2019 08:30