Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar andlát sem varð í Grindavík á sjötta tímanum í dag. Greint var fyrst frá rannsókn málsins á vef Fréttablaðsins en þar er lögreglan sögð hafa handtekið einn í tengslum við málið.
Hefur lögreglan á Suðurnesjum varist allra fregna vegna málsins og svarað fyrirspurn Vísis um málið á þann veg að tilkynningar sé að vænta frá embættinu. Vill lögreglan ekki staðfesta hvert efni tilkynningarinnar er.
Er lögreglan sögð hafa gengið í nálæg hús í Grindavík til að leita upplýsinga um málið.
Andlát í Grindavík til rannsóknar
Birgir Olgeirsson skrifar
