Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þ. 78-75 | KR marði sigur Árni Jóhannsson skrifar 24. október 2019 21:30 vísir/bára Fyrir leik KR og Þórs Þ., í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik, sem fram fór í DHL-höllinni fyrr í kvöld voru flestir á því að KR ætti auðvelt kvöld í vændum. Svona miðað við stöðu liðanna og fyrri árangur liðanna. Annað átti svo sannarlega eftir að koma í ljós. Leikurinn byrjaði hratt og var staðan 28-24 fyrir KR en í öðrum fjórðung tók heimamenn öll völd og stoppuðu Þórsara í sínum aðgerðum sóknarlega og gengu á lagið á sínum sóknarhelming. Þegar upp var staðið í hálfleik var staðan 47-36 og KR í geggjuðum málum. Þórsarar fóru heldur betur vel yfir sín mál í hálfleik en samkvæmt þjálfara þeirra var það allt á jákvæðu nótunum. Þeir lokuðu betur á KR-inga og komu sér í góðar stöður sóknarlega til að naga niður forskotið og komast yfir þegar þegar 4:35 voru eftir af þriðja fjórðung en á þeim tímapunkti var KR ekki búið að skora stig í seinni hálfleik. Upp frá þessu varð leikurinn æsispennandi þar sem liðin skiptust á að skora og komast yfir. Þegar um 12 sekúndur lifðu eftir af leiknum þá voru heimamenn yfir 77-75 en gestirnir náðu að stela boltanum og fékk Dino Butorac galopið þriggja stiga skot til að klára leikinn en boltinn skrúfaðist upp úr. Michael Craion fékk villu og setti eitt víti niður og KR rétt marði sigur 78-75 í hörkuleik.Afhverju vann KR?Þegar gamla góða reynslan slæst í lið með gömlu góðu heppninni þá er ansi líklegt að þú vinnir körfuboltaleik. Það er það sem gerðist í kvöld. KR náði vopnum sínum sem slegin voru úr höndum þeirra í upphafi seinni hálfleiks og náðu að gera nóg til þess að landa sigri. Einnig skrúfaðist boltinn upp úr þegar Dino Butorac hefði getað klárað leikinn fyrir Þór Þ. og þar við sat.Bestu menn vallarinsMichael Craion dró vagninn fyrir heimamenn en kappinn skilaði 27 stigum, 14 fráköstum og 4 stoðsendingum í hús fyrir sína menn og þegar mest á reyndi þá var hægt að leita til hans til að sækja körfur. Jón Arnór átti síðan fínan leik og þurfti oft og tíðum að koma sínum mönnum til hjálpar með þriggja stiga skotum til að minnka mun eða koma KR yfir. Hjá Þór Þ. var Marko Bakovic atkvæðamestur með 16 stig og 15 fráköst en hann fékk góða hjálp frá Vincent Bailey sem skoraði 24 stig. Emil Karel hitti síðan 5 af 8 þriggja stiga tilraunum og hjálpaði það mikið til í leik gestanna. Tölfræði sem vakti athygli?Bekkjarleikmenn voru ekki að skila miklu fyrir liðin í kvöld. KR fékk fjögur stig af sínum bekk á meðan Þór Þ. fékk núll stig. Það má geta þess að á bekk KR eru menn eins og Brynjar Þór Björnsson og Helgi Magnússon.Hvað næst?KR fer upp í Breiðholt og etur kappi við ÍR sem eru orðnir sterkari á pappírnum heldur en í fyrra dag. Þór fer aftur á heimavöllinn sinn í Þorlákshöfn og tekur á móti Haukum í leik sem verður mjög áhugaverður. Ingi Þór: Höfum við ekki öllu að tapa?Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur“. Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni“. „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld. Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila“. Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“. Friðrik Ingi: Sýndum okkur að við getum spilað góðan körfuboltaÞjálfari Þórs frá Þorlákshöfn virkaði jákvæður þrátt fyrir tap sinna manna fyrir KR fyrr í kvöld í leik tveggja hálfleika í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 78-75 fyrir KR en hann var beðinn um að segja frá því hvað hann sagði við sína menn í hálfleik en Þórsarar komu tvíefldir til leiks í þeim seinni. „Við áttum góðan hálfleik og fórum bara yfir málin á jákvæðu nótunum. Við spiluðum vel í 15 mínútur að mér fannst og við vorum að vinna frákastabaráttuna en að sama skapi voru þeir að taka allt of mikið af skotum þar sem við vorum ekki með hendurnar í þeim og vorum bara of langt frá þeim. Skotnýting þeirra var líka rosaleg í hálfleik þannig að við löguðum það í seinni hálfleik og þá komst værð yfir sóknarleikinn okkar. Við vorum bara á jákvæðum nótum enda fannst mér ekki ástæða til neins annars en að byggja á jákvæðri orku fyrir seinni hálfleikinn“. Friðrik var svo spurður að því hvað hefði klikkað í lokin eða hvort þetta hefði bara verið óheppni hjá hans mönnum. „Það klikkaði í sjálfu sér ekkert. Við fengum það sem við vildum, galopið skot frá leikmanni sem var nýbúinn að setja niður þrist. Þetta hefði orðið mjög skemmtileg saga að tala um ef hann hefði sett hann niður. Þar með hefði hann klárað leikinn, það gerðist því miður ekki en það tekur þó ekki frá okkur að við vorum að spila mjög vel að mínu mati og sýndi okkur fyrst og fremst og okkar fólki að við getum spilað góðan köfubolta. Dominos-deild karla
Fyrir leik KR og Þórs Þ., í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik, sem fram fór í DHL-höllinni fyrr í kvöld voru flestir á því að KR ætti auðvelt kvöld í vændum. Svona miðað við stöðu liðanna og fyrri árangur liðanna. Annað átti svo sannarlega eftir að koma í ljós. Leikurinn byrjaði hratt og var staðan 28-24 fyrir KR en í öðrum fjórðung tók heimamenn öll völd og stoppuðu Þórsara í sínum aðgerðum sóknarlega og gengu á lagið á sínum sóknarhelming. Þegar upp var staðið í hálfleik var staðan 47-36 og KR í geggjuðum málum. Þórsarar fóru heldur betur vel yfir sín mál í hálfleik en samkvæmt þjálfara þeirra var það allt á jákvæðu nótunum. Þeir lokuðu betur á KR-inga og komu sér í góðar stöður sóknarlega til að naga niður forskotið og komast yfir þegar þegar 4:35 voru eftir af þriðja fjórðung en á þeim tímapunkti var KR ekki búið að skora stig í seinni hálfleik. Upp frá þessu varð leikurinn æsispennandi þar sem liðin skiptust á að skora og komast yfir. Þegar um 12 sekúndur lifðu eftir af leiknum þá voru heimamenn yfir 77-75 en gestirnir náðu að stela boltanum og fékk Dino Butorac galopið þriggja stiga skot til að klára leikinn en boltinn skrúfaðist upp úr. Michael Craion fékk villu og setti eitt víti niður og KR rétt marði sigur 78-75 í hörkuleik.Afhverju vann KR?Þegar gamla góða reynslan slæst í lið með gömlu góðu heppninni þá er ansi líklegt að þú vinnir körfuboltaleik. Það er það sem gerðist í kvöld. KR náði vopnum sínum sem slegin voru úr höndum þeirra í upphafi seinni hálfleiks og náðu að gera nóg til þess að landa sigri. Einnig skrúfaðist boltinn upp úr þegar Dino Butorac hefði getað klárað leikinn fyrir Þór Þ. og þar við sat.Bestu menn vallarinsMichael Craion dró vagninn fyrir heimamenn en kappinn skilaði 27 stigum, 14 fráköstum og 4 stoðsendingum í hús fyrir sína menn og þegar mest á reyndi þá var hægt að leita til hans til að sækja körfur. Jón Arnór átti síðan fínan leik og þurfti oft og tíðum að koma sínum mönnum til hjálpar með þriggja stiga skotum til að minnka mun eða koma KR yfir. Hjá Þór Þ. var Marko Bakovic atkvæðamestur með 16 stig og 15 fráköst en hann fékk góða hjálp frá Vincent Bailey sem skoraði 24 stig. Emil Karel hitti síðan 5 af 8 þriggja stiga tilraunum og hjálpaði það mikið til í leik gestanna. Tölfræði sem vakti athygli?Bekkjarleikmenn voru ekki að skila miklu fyrir liðin í kvöld. KR fékk fjögur stig af sínum bekk á meðan Þór Þ. fékk núll stig. Það má geta þess að á bekk KR eru menn eins og Brynjar Þór Björnsson og Helgi Magnússon.Hvað næst?KR fer upp í Breiðholt og etur kappi við ÍR sem eru orðnir sterkari á pappírnum heldur en í fyrra dag. Þór fer aftur á heimavöllinn sinn í Þorlákshöfn og tekur á móti Haukum í leik sem verður mjög áhugaverður. Ingi Þór: Höfum við ekki öllu að tapa?Þjálfari KR var ekki sáttur við sína menn sem máttu hafa sig alla við til að vinna Þór frá Þorlákshöfn í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. KR hafði sigur með þremur stigum, 78-75 en Dino Butorac hefði getað unnið leikinn fyrir Þór með þriggja stiga skoti þegar um sekúnda lifði af leiknum. „Við erum að gera fína hluti í fyrri hálfleik og það sem gerist í hálfleik er það sem gerist oft í íþróttasálfræðinni, mönnum fer að líða of vel. Það sést bara hvernig við vorum að skjóta skotum sem voru svipuð þeim sem við fengum í fyrri hálfleik. Þetta er algjört fail af okkar hálfu hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik en við fengum fullt af fínum tækifærum sem klúðruðust. Það er reynsla í þessu liði og við náðum að skófla saman sigri og við erum aldrei ósáttir við sigur“. Eins og áður segir þá hefði Dino Butorac klárað leikinn fyrir Þór hefði hann sett opinn þrist niður á lokasekúndunum og var Ingi spurður hvernig líðan hans hefði verið á því augnabliki. „Ég ætlaði að fara að biðja um leikhlé. Það var einfaldlega það. Hann var svo sem orðinn þreyttur og búinn að vera frábær fyrir þá og er frábær viðbót fyrir þá. Þetta var ein af mörgum varnaraðstæðum hjá okkur þar sem við vorum út á túni“. „Það var margt að hjá okkur í dag, illa samstilltir og það er eitthvað sem við getum ekki boðið okkur sjálfum upp á. Við þurfum að setjast yfir þetta, eigum mjög erfiðan leik í næstu viku og það er klárt mál að ef við ætlum okkur eitthvað út úr þeim leik þá þurfum við betri frammistöðu í 40 mínútur heldur en í kvöld. Það var margt mjög flott hjá okkur í kvöld og frábært að fá Kristó aftur inn en það sást að hann er ekki í leikæfingu en hann kemst hægt og bítandi í það og það þarf að vinna betur í tengingunni á milli Craion og hans Kristó. Við framkvæmdum það mjög illa hvernig þeir spiluðu saman en það er fegurðin við körfuboltann. Það er svo margt hægt að laga sama hvort maður vinnur eða tapar. Það er klárt mál að við vorum ekki að spila okkar fullkomna leik enda er það varla hægt. En þetta var ekki eins og við vildum spila“. Ingi Þór var að lokum spurður að því hvort KR-ingar þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur af framhaldinu hjá liðinu sínu. „Höfum við ekki öllu að tapa? Eru það ekki einu áhyggjurnar sem KR-ingar hafa við erum búnir að vinna þetta allt saman og þetta er bara spurningin hvernig við töpum þessu. Við eru fullir sjálfstrausts og njótum þess að vinna hvern einasta leik sem við förum í og seljum okkur mjög dýrt. Menn seldu sig dýrt í dag og ég var ánægður með hvernig menn lögðu sig fram og það sást hérna í lokasókninni hvernig Jón var nærri búinn að bjarga þessu fyrir okkur en það sýnir bara neistann og baráttuna og viljann sem er í liðinu og á meðan hann er til staðar þá hlakkar mig til“. Friðrik Ingi: Sýndum okkur að við getum spilað góðan körfuboltaÞjálfari Þórs frá Þorlákshöfn virkaði jákvæður þrátt fyrir tap sinna manna fyrir KR fyrr í kvöld í leik tveggja hálfleika í fjórðu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 78-75 fyrir KR en hann var beðinn um að segja frá því hvað hann sagði við sína menn í hálfleik en Þórsarar komu tvíefldir til leiks í þeim seinni. „Við áttum góðan hálfleik og fórum bara yfir málin á jákvæðu nótunum. Við spiluðum vel í 15 mínútur að mér fannst og við vorum að vinna frákastabaráttuna en að sama skapi voru þeir að taka allt of mikið af skotum þar sem við vorum ekki með hendurnar í þeim og vorum bara of langt frá þeim. Skotnýting þeirra var líka rosaleg í hálfleik þannig að við löguðum það í seinni hálfleik og þá komst værð yfir sóknarleikinn okkar. Við vorum bara á jákvæðum nótum enda fannst mér ekki ástæða til neins annars en að byggja á jákvæðri orku fyrir seinni hálfleikinn“. Friðrik var svo spurður að því hvað hefði klikkað í lokin eða hvort þetta hefði bara verið óheppni hjá hans mönnum. „Það klikkaði í sjálfu sér ekkert. Við fengum það sem við vildum, galopið skot frá leikmanni sem var nýbúinn að setja niður þrist. Þetta hefði orðið mjög skemmtileg saga að tala um ef hann hefði sett hann niður. Þar með hefði hann klárað leikinn, það gerðist því miður ekki en það tekur þó ekki frá okkur að við vorum að spila mjög vel að mínu mati og sýndi okkur fyrst og fremst og okkar fólki að við getum spilað góðan köfubolta.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti