Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Ari Brynjólfsson skrifar 7. nóvember 2019 06:15 Þjónustusamningur ráðuneytisins við RÚV rennur út um áramót. Fréttablaðið/Pjetur Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustusamningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlutverks RÚV um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að afhenda Fréttablaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjónustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu auglýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýsingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 milljónir króna. Alls var hlutdeild samkeppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af auglýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttektin til fjármögnunar og reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustusamningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlutverks RÚV um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að afhenda Fréttablaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjónustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu auglýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýsingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 milljónir króna. Alls var hlutdeild samkeppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af auglýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttektin til fjármögnunar og reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira